Unnur Birna fær málflutningsréttindi Tinna skrifar 8. desember 2012 08:00 Unnur Birna fær formleg réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdótmi í næstu viku og getur þar með fylgt málum sínum alla leið og borið fulla ábyrgð á þeim.Mynd/Pétur Rúnar Heimisson „Ég er ekki komin með skírteinið í hendurnar en ef allt gengur eftir ætti ég að fá það í næstu viku. Réttindin gera það að verkum að ég má flytja mál fyrir héraðsdómi og get þar með fylgt mínum málum eftir dómstólaleiðina ef svo ber undir. Þá er mér jafnframt heimilt að taka að mér verjandastörf í sakamálum,“ segir lögfræðingurinn og fyrrverandi alheimsfegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Hún lauk í síðustu viku við síðasta prófið áður en hún fær málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Unnur Birna lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og hefur starfað á Íslensku lögfræðistofunni síðan þá. Meistararitgerðin hennar fjallaði um orku-, auðlinda- og umhverfisrétt en aðspurð segist hún ekki einbeita sér að slíkum málum í starfi sínu. „Ég er mjög langt frá því,“ segir hún og hlær. „Mér skilst reyndar að það sé ekki óalgengt að nemendur velji sér annað ritgerðarefni á meistarastigi en þeir leggja svo áherslu á þegar út í starfið er komið,“ bætir hún við. Undanfarin tvö ár hefur Unnur Birna verið mikið tengd störfum Félags um foreldrajafnrétti og tekur hún formannssæti í stjórn félagsins um áramótin. „Maðurinn minn [Pétur Rúnar Heimisson] á barn úr fyrra sambandi. Það var kveikjan að því að ég fór að kynna mér það réttarsvið sérstaklega er snýr að rétti barna til beggja foreldra. Ég sá þá hversu mikið ójafnrétti er á milli kynjanna í barnaréttarlöggjöf Íslendinga,“ segir hún. Félagið hefur barist ötullega fyrir breytingu á löggjöfinni og hefur það skilað sér í því að breytingarfrumvarp var samþykkt síðastliðið vor og eiga breytingarnar að taka gildi núna 1. janúar. „Ögmundur er reyndar að reyna að fresta gildistöku þeirra þar til í sumar en við vonum að þingið sjái við honum þar. Hvort heldur sem verður þá eru mikilvægar breytingar í farvatninu,“ segir Unnur Birna og greinilegt að hún hefur brennandi ástríðu fyrir málefninu. Unnur Birna og Pétur Rúnar búa saman í Garðabænum með dóttur sína Erlu Rún sem er eins og hálfs árs gömul og fimm ára dóttur Péturs, Lilju Karitas, þegar hún er á landinu, en meirihluta árs er hún búsett í Austurríki. „Systurnar eru báðar algjörir töffarar. Þær eru góðar saman og miklar vinkonur þrátt fyrir að vera mjög ákveðnar báðar tvær,“ segir Unnur Birna og hlær. Það er því allt útlit fyrir að hún sé nú dottin í hið hefðbundna fjölskyldulíf eftir ævintýri síðustu ára. „Já, en svona á þetta að vera. Það sem ég hef tekið mér fyrir hendur hingað til hefur bara verið ákveðinn forsmekkur að lífinu. Mér fannst ég ekki finna tilgang minn og kjarna fyrr en ég fékk dóttur mína í hendurnar, eins dramatískt og það nú hljómar,“ segir Unnur Birna og hlær. Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Sjá meira
„Ég er ekki komin með skírteinið í hendurnar en ef allt gengur eftir ætti ég að fá það í næstu viku. Réttindin gera það að verkum að ég má flytja mál fyrir héraðsdómi og get þar með fylgt mínum málum eftir dómstólaleiðina ef svo ber undir. Þá er mér jafnframt heimilt að taka að mér verjandastörf í sakamálum,“ segir lögfræðingurinn og fyrrverandi alheimsfegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Hún lauk í síðustu viku við síðasta prófið áður en hún fær málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Unnur Birna lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og hefur starfað á Íslensku lögfræðistofunni síðan þá. Meistararitgerðin hennar fjallaði um orku-, auðlinda- og umhverfisrétt en aðspurð segist hún ekki einbeita sér að slíkum málum í starfi sínu. „Ég er mjög langt frá því,“ segir hún og hlær. „Mér skilst reyndar að það sé ekki óalgengt að nemendur velji sér annað ritgerðarefni á meistarastigi en þeir leggja svo áherslu á þegar út í starfið er komið,“ bætir hún við. Undanfarin tvö ár hefur Unnur Birna verið mikið tengd störfum Félags um foreldrajafnrétti og tekur hún formannssæti í stjórn félagsins um áramótin. „Maðurinn minn [Pétur Rúnar Heimisson] á barn úr fyrra sambandi. Það var kveikjan að því að ég fór að kynna mér það réttarsvið sérstaklega er snýr að rétti barna til beggja foreldra. Ég sá þá hversu mikið ójafnrétti er á milli kynjanna í barnaréttarlöggjöf Íslendinga,“ segir hún. Félagið hefur barist ötullega fyrir breytingu á löggjöfinni og hefur það skilað sér í því að breytingarfrumvarp var samþykkt síðastliðið vor og eiga breytingarnar að taka gildi núna 1. janúar. „Ögmundur er reyndar að reyna að fresta gildistöku þeirra þar til í sumar en við vonum að þingið sjái við honum þar. Hvort heldur sem verður þá eru mikilvægar breytingar í farvatninu,“ segir Unnur Birna og greinilegt að hún hefur brennandi ástríðu fyrir málefninu. Unnur Birna og Pétur Rúnar búa saman í Garðabænum með dóttur sína Erlu Rún sem er eins og hálfs árs gömul og fimm ára dóttur Péturs, Lilju Karitas, þegar hún er á landinu, en meirihluta árs er hún búsett í Austurríki. „Systurnar eru báðar algjörir töffarar. Þær eru góðar saman og miklar vinkonur þrátt fyrir að vera mjög ákveðnar báðar tvær,“ segir Unnur Birna og hlær. Það er því allt útlit fyrir að hún sé nú dottin í hið hefðbundna fjölskyldulíf eftir ævintýri síðustu ára. „Já, en svona á þetta að vera. Það sem ég hef tekið mér fyrir hendur hingað til hefur bara verið ákveðinn forsmekkur að lífinu. Mér fannst ég ekki finna tilgang minn og kjarna fyrr en ég fékk dóttur mína í hendurnar, eins dramatískt og það nú hljómar,“ segir Unnur Birna og hlær.
Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Sjá meira