Unnur Birna fær málflutningsréttindi Tinna skrifar 8. desember 2012 08:00 Unnur Birna fær formleg réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdótmi í næstu viku og getur þar með fylgt málum sínum alla leið og borið fulla ábyrgð á þeim.Mynd/Pétur Rúnar Heimisson „Ég er ekki komin með skírteinið í hendurnar en ef allt gengur eftir ætti ég að fá það í næstu viku. Réttindin gera það að verkum að ég má flytja mál fyrir héraðsdómi og get þar með fylgt mínum málum eftir dómstólaleiðina ef svo ber undir. Þá er mér jafnframt heimilt að taka að mér verjandastörf í sakamálum,“ segir lögfræðingurinn og fyrrverandi alheimsfegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Hún lauk í síðustu viku við síðasta prófið áður en hún fær málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Unnur Birna lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og hefur starfað á Íslensku lögfræðistofunni síðan þá. Meistararitgerðin hennar fjallaði um orku-, auðlinda- og umhverfisrétt en aðspurð segist hún ekki einbeita sér að slíkum málum í starfi sínu. „Ég er mjög langt frá því,“ segir hún og hlær. „Mér skilst reyndar að það sé ekki óalgengt að nemendur velji sér annað ritgerðarefni á meistarastigi en þeir leggja svo áherslu á þegar út í starfið er komið,“ bætir hún við. Undanfarin tvö ár hefur Unnur Birna verið mikið tengd störfum Félags um foreldrajafnrétti og tekur hún formannssæti í stjórn félagsins um áramótin. „Maðurinn minn [Pétur Rúnar Heimisson] á barn úr fyrra sambandi. Það var kveikjan að því að ég fór að kynna mér það réttarsvið sérstaklega er snýr að rétti barna til beggja foreldra. Ég sá þá hversu mikið ójafnrétti er á milli kynjanna í barnaréttarlöggjöf Íslendinga,“ segir hún. Félagið hefur barist ötullega fyrir breytingu á löggjöfinni og hefur það skilað sér í því að breytingarfrumvarp var samþykkt síðastliðið vor og eiga breytingarnar að taka gildi núna 1. janúar. „Ögmundur er reyndar að reyna að fresta gildistöku þeirra þar til í sumar en við vonum að þingið sjái við honum þar. Hvort heldur sem verður þá eru mikilvægar breytingar í farvatninu,“ segir Unnur Birna og greinilegt að hún hefur brennandi ástríðu fyrir málefninu. Unnur Birna og Pétur Rúnar búa saman í Garðabænum með dóttur sína Erlu Rún sem er eins og hálfs árs gömul og fimm ára dóttur Péturs, Lilju Karitas, þegar hún er á landinu, en meirihluta árs er hún búsett í Austurríki. „Systurnar eru báðar algjörir töffarar. Þær eru góðar saman og miklar vinkonur þrátt fyrir að vera mjög ákveðnar báðar tvær,“ segir Unnur Birna og hlær. Það er því allt útlit fyrir að hún sé nú dottin í hið hefðbundna fjölskyldulíf eftir ævintýri síðustu ára. „Já, en svona á þetta að vera. Það sem ég hef tekið mér fyrir hendur hingað til hefur bara verið ákveðinn forsmekkur að lífinu. Mér fannst ég ekki finna tilgang minn og kjarna fyrr en ég fékk dóttur mína í hendurnar, eins dramatískt og það nú hljómar,“ segir Unnur Birna og hlær. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Ég er ekki komin með skírteinið í hendurnar en ef allt gengur eftir ætti ég að fá það í næstu viku. Réttindin gera það að verkum að ég má flytja mál fyrir héraðsdómi og get þar með fylgt mínum málum eftir dómstólaleiðina ef svo ber undir. Þá er mér jafnframt heimilt að taka að mér verjandastörf í sakamálum,“ segir lögfræðingurinn og fyrrverandi alheimsfegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Hún lauk í síðustu viku við síðasta prófið áður en hún fær málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Unnur Birna lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og hefur starfað á Íslensku lögfræðistofunni síðan þá. Meistararitgerðin hennar fjallaði um orku-, auðlinda- og umhverfisrétt en aðspurð segist hún ekki einbeita sér að slíkum málum í starfi sínu. „Ég er mjög langt frá því,“ segir hún og hlær. „Mér skilst reyndar að það sé ekki óalgengt að nemendur velji sér annað ritgerðarefni á meistarastigi en þeir leggja svo áherslu á þegar út í starfið er komið,“ bætir hún við. Undanfarin tvö ár hefur Unnur Birna verið mikið tengd störfum Félags um foreldrajafnrétti og tekur hún formannssæti í stjórn félagsins um áramótin. „Maðurinn minn [Pétur Rúnar Heimisson] á barn úr fyrra sambandi. Það var kveikjan að því að ég fór að kynna mér það réttarsvið sérstaklega er snýr að rétti barna til beggja foreldra. Ég sá þá hversu mikið ójafnrétti er á milli kynjanna í barnaréttarlöggjöf Íslendinga,“ segir hún. Félagið hefur barist ötullega fyrir breytingu á löggjöfinni og hefur það skilað sér í því að breytingarfrumvarp var samþykkt síðastliðið vor og eiga breytingarnar að taka gildi núna 1. janúar. „Ögmundur er reyndar að reyna að fresta gildistöku þeirra þar til í sumar en við vonum að þingið sjái við honum þar. Hvort heldur sem verður þá eru mikilvægar breytingar í farvatninu,“ segir Unnur Birna og greinilegt að hún hefur brennandi ástríðu fyrir málefninu. Unnur Birna og Pétur Rúnar búa saman í Garðabænum með dóttur sína Erlu Rún sem er eins og hálfs árs gömul og fimm ára dóttur Péturs, Lilju Karitas, þegar hún er á landinu, en meirihluta árs er hún búsett í Austurríki. „Systurnar eru báðar algjörir töffarar. Þær eru góðar saman og miklar vinkonur þrátt fyrir að vera mjög ákveðnar báðar tvær,“ segir Unnur Birna og hlær. Það er því allt útlit fyrir að hún sé nú dottin í hið hefðbundna fjölskyldulíf eftir ævintýri síðustu ára. „Já, en svona á þetta að vera. Það sem ég hef tekið mér fyrir hendur hingað til hefur bara verið ákveðinn forsmekkur að lífinu. Mér fannst ég ekki finna tilgang minn og kjarna fyrr en ég fékk dóttur mína í hendurnar, eins dramatískt og það nú hljómar,“ segir Unnur Birna og hlær.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira