Engin Sorpa, banki, vínbúð eða póstur 8. desember 2012 08:00 Bankinn var sá síðasti af bönkunum til þess að loka útibúi sínu í Grafarvogi, en það var gert í mars í fyrra. „Við höfum verið að velta þessum málum fyrir okkur alveg frá því að Sorpa var flutt úr hverfinu, því hér eru tvær sorpvinnslustöðvar en íbúar þurfa að fara út úr hverfinu með úrgang. Sorpið er svo flutt aftur inn í hverfið til að vinna það og svo aftur út,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs. Á síðustu misserum hafa ýmiss konar þjónustustofnanir lokað útibúum sínum í Grafarvogi. Þar er nú engin Sorpa, enginn banki, engin lögreglustöð, engin vínbúð og ekkert pósthús. Grafarvogur er næstfjölmennasta hverfi borgarinnar á eftir Breiðholti, en þar búa rúmlega átján þúsund manns. „Ég tók þetta fyrir á fundi hverfaráðs og spurði hvað borgin sæi sér fært að gera til að þróunin verði ekki þessi í stóru hverfum borgarinnar, að þau séu bara svefnhverfi. Þegar verið er að skipuleggja þessi hverfi er gert ráð fyrir þessari þjónustu.“ Elísabet segir íbúa hafa verið mjög undrandi yfir þessari þróun í hverfinu. Margir sem búi í Grafarvogi hafi flust þangað einmitt vegna þess að þar eru lítil hverfi og nærþjónusta. „Borgin segist ekkert geta gert í þessu. Það er spurning hvort það þurfi ekki að endurskipuleggja borgir og hverfi.“ Hún bendir einnig á að borgaryfirvöld vilji draga úr umferð. „En þetta þýðir hins vegar að maður þarf að fara úr hverfinu til að sækja alla þjónustu.“ Að auki óttast hún að minni þjónusta þessara stofnana og fyrirtækja muni hafa þær afleiðingar að fleiri fari úr hverfinu. Þegar fólk þurfi að sækja ákveðna þjónustu út úr hverfinu nýti það tímann og sinni öðrum erindum á sama stað. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
„Við höfum verið að velta þessum málum fyrir okkur alveg frá því að Sorpa var flutt úr hverfinu, því hér eru tvær sorpvinnslustöðvar en íbúar þurfa að fara út úr hverfinu með úrgang. Sorpið er svo flutt aftur inn í hverfið til að vinna það og svo aftur út,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður íbúasamtaka Grafarvogs. Á síðustu misserum hafa ýmiss konar þjónustustofnanir lokað útibúum sínum í Grafarvogi. Þar er nú engin Sorpa, enginn banki, engin lögreglustöð, engin vínbúð og ekkert pósthús. Grafarvogur er næstfjölmennasta hverfi borgarinnar á eftir Breiðholti, en þar búa rúmlega átján þúsund manns. „Ég tók þetta fyrir á fundi hverfaráðs og spurði hvað borgin sæi sér fært að gera til að þróunin verði ekki þessi í stóru hverfum borgarinnar, að þau séu bara svefnhverfi. Þegar verið er að skipuleggja þessi hverfi er gert ráð fyrir þessari þjónustu.“ Elísabet segir íbúa hafa verið mjög undrandi yfir þessari þróun í hverfinu. Margir sem búi í Grafarvogi hafi flust þangað einmitt vegna þess að þar eru lítil hverfi og nærþjónusta. „Borgin segist ekkert geta gert í þessu. Það er spurning hvort það þurfi ekki að endurskipuleggja borgir og hverfi.“ Hún bendir einnig á að borgaryfirvöld vilji draga úr umferð. „En þetta þýðir hins vegar að maður þarf að fara úr hverfinu til að sækja alla þjónustu.“ Að auki óttast hún að minni þjónusta þessara stofnana og fyrirtækja muni hafa þær afleiðingar að fleiri fari úr hverfinu. Þegar fólk þurfi að sækja ákveðna þjónustu út úr hverfinu nýti það tímann og sinni öðrum erindum á sama stað.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira