Innlent

Segir bannið algjörlega óskiljanlegt

Hildur Lilliendahl
Hildur Lilliendahl
„Þetta er bara algjörlega óskiljanlegt," segir Hildur Lilliendahl í svari við fyrirspurn Vísis um ástæður þess að Facebook ákvað að loka fyrir aðgang hennar að samskiptavefnum í fimmta skiptið.

Hún segir einhver hafi tilkynnt athugasemd Hildar við frétt sem birtist á DV, en athugasemdin sé að minnsta kosti sex vikna gömul. Í athugasemdinni birtir Hildur nokkra hlekki, þar á meðal í skjáskot af Facebook sem er þó búið að fjarlægja.

„Skjáskotið er löngu horfið, það var tekið út síðast þegar ég fór í bann þannig að sá tengill hefur verið dauður lengi. Ég skil ekki hvernig þessi athugasemd getur verið brot á reglum. Hinir tveir tenglarnir vísa í dóma á netinu sem eru öllum opnir," segir Hildur og bætir við: „Og auðvitað engin leið að ná sambandi við Facebook frekar en fyrri daginn."

Hildur er nú í 30 daga banni og því fyrirséð að hún mun ekki snúa aftur á samskiptavefinn fyrr en eftir áramót. Þó er hægt að fylgjast með baráttu hennar fyrir jafnrétti á bloggsíðu hennar sem finna má hér, en þar er meðal annars skjáskot af athugasemdinni sem kostaði Hildi aðganginn að Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×