Erlent

Stríðsherra dæmdur fyrir að nota börn í hernað

BBI skrifar
Thomas Lubanga (til hægri) við dómsuppkvaðninguna í dag.
Thomas Lubanga (til hægri) við dómsuppkvaðninguna í dag. Mynd/AFP
Thomas Lubanga er stríðsherra frá Kongó sem notaði börn sem hermenn. Hann var í dag dæmdur til 14 ára fangelsisvistar fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur hjá dómstólnum.

Lubanga nam ung börn, 11 ára og eldri, af heimilum sínum á árunum 2002-2003, sendi þau í herbúðir þar sem þau voru lamin og deyfð með lyfjum og neyddi þau svo í styrjaldir.

Lubanga hélt fram sakleysi sínu en dómstóllinn var engu að síður samróma í niðurstöðu sinni. Lubanga sýndi engin viðbrögð þegar dómsorðin voru lesin. Hann hefur verið í gæslu dómstólsins síðan árið 2006. Réttarhöldin voru árið 2009.

Umfjöllun The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×