Erlent

Harmleikur í Nígeríu

Liðsmenn Boko Haram.
Liðsmenn Boko Haram. mynd/AFP
Að minnsta kosti 15 létust þegar vígamenn hófu skotárás á kirkju í Nígeríu í nótt. Árásin átti sér stað í miðju bænahaldi. Líkleg þykir að múslímskir liðsmenn samtakanna Boko Haram hafi staðið að baki voðaverkinu.

Margir særðust í árásinni, þar af nokkrir lífshættulega. Síðustu mánuði hefur Boko Haram verið í herferð gegn erlendum áhrifum í Nígeríu.

Er talið að um þúsund manns hafi fallið í voðaverkum samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×