Fólk gengur kaupum og sölum Magnús Halldórsson skrifar 7. ágúst 2012 11:40 Mansalsglæpir eru glæpir sem eru "okkur öllum til skammar" að mati Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn þeim á alþjóðavísu, en betur má ef duga skal. Magnús Halldórsson kynnti sér gögn sem UNODC, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi, hefur tekið saman um mansal. Mansalsglæpir komast sjaldnast upp. Mikil vinna hefur þó farið fram á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn fíkniefnum og skipulagðri glæpastarfsemi (UNODC) sem miðar að því að safna upplýsingum um stöðu mála og reyna með því að einangra rætur vandans, uppruna glæpsins.Upplýsingasöfnun Ýtarlegustu samantektir á vegum UNODC um mansalsglæpi eru skýrslur stofnunarinnar þar sem ýtarlega er farið yfir stöðu mála út frá frumgögnum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um glæpina. Langan tíma tekur að vinna úr gögnunum, ekki síst vegna þess hve uppbygging á innviðum rannsóknaraðila innan ýmissa ríkja hefur byggst hægt upp. Nýjustu skýrslur UNODC, frá 2010 og 2011, byggja þannig á gögnum sem taka til stöðu mála á árunum 2005 til 2009, og er stærsta úttekt UNODC, sem er frá árinu 2008 og ber heitið Glæpurinn sem er okkur öllum til skammar (The Crime That Shames Us All), helsta bakgrunnsgagnið í þeim.Betur má ef duga skal Mansalsglæpaiðnaður er talinn velta í það minnsta 50 milljörðum dollara á ári, eða sem nemur tæplega 6.250 milljörðum króna. Inni í þeim tölum er ekki aðeins mansal þar sem fólk er selt til kynlífsþrælkunar eða kynlífsiðnaðar ýmiss konar, milli landa, heldur einnig umfang þeirrar tegundar mansals sem hefur verið að færast í vöxt undanfarin misseri, sem er gamaldags þrælahald. Þá er fólk selt í þrælkunarvinnu, einkum ungir drengir og karlmenn í Asíu og Afríku. Mest er um þessa tegund mansals í Suðaustur-Asíu, þar á meðal Taílandi, Víetnam, Kambódíu og Mjanmar. Í Afríku hefur þessi tegund mansals vaxið í grennd við svæði þar sem gríðarlega hröð uppbygging hefur verið í álfunni, meðal annars við námuvinnslu. Angóla og Síerra Leóne eru meðal þeirra ríkja þar sem kerfisbundin sala á fólki til vinnu hefur verið upprætt, en margt bendir til þess að skipulagning á þessum glæpum fari fram samhliða annarri glæpastarfsemi svo sem vopnasölu og fíkniefnasmygli, að því er segir í skýrslu UNODC. Ein af helstu niðurstöðum UNODC þegar kemur að athugun á umfangi mansals er sú að nær ómögulegt er að ráðast gegn þessari tegund glæpastarfsemi nema með því að byggja upp fjölþjóðlegt flæði upplýsinga á milli rannsóknarteyma á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi. Í þeim efnum hefur mikill árangur náðst á síðustu árum, að mati UNODC. Þar sem innviðir eru veikir, þ.e. þar sem heilbrigðisþjónusta og löggæsla er vanmáttug, t.d. í mörgum ríkjum Afríku, þar er ástandið verst. UNODC segist t.d. hafa rakið mansalsglæpi þar sem stúlkubörn höfðu verið flutt sjóleiðina frá Austur-Afríku til Suður-Ameríku, þaðan til Bandaríkjanna og síðan þaðan til Evrópu.Ómögulegt að segja til um fjölda Eitt af því sem UNODC segir er að ómögulegt sé að áætla hversu margir einstaklingar séu mansalsfórnarlömb árlega. Til þess séu opinberar upplýsingar of ófullkomnar. Einkenni glæpanna og fjárhagslegt umfang sé þó frekar hægt að áætla út frá gögnum þar sem peningarnir koma oftast ekki inn í kassann hjá glæpamönnunum fyrr en fórnarlömbunum hefur verið komið á lokastöð. Mikill meirihluti mansalsglæpa er rakinn til kynlífsiðnaðar, þar sem konur eru oftar en ekki neyddar í vændi. Fullyrt er í gögnum UNODC að kynlífsiðnaðurinn á heimsvísu sé nátengdur skipulagðri glæpastarfsemi af ýmsu tagi, þar sem skipulögð glæpasamtök reka strippklúbba samhliða annarri starfsemi.Hroðalegt ofbeldi Verstu birtingarmyndir mansalsins eru svo hrikalegar að það er "erfitt að færa þær í orð" eins og orðrétt segir í skýrslu UNODC. Fórnarlömbin eru í 66 prósentum tilvika ungar konur og í 13 prósentum tilvika stúlkur. Mansalsglæpir beinast því í um 80 prósentum tilvika gegn konum og stúlkum. Stúlkurnar eru oft seldar milli landa, slitnar frá ástvinum, í nánast ömurlegar aðstæður eymdar og nauðgana. Einkenni þeirra kvenna sem eru fórnarlömb eru oft erfið í rannsókn þar sem sjálfsmynd fórnarlamba er brotin og upplifun þeirra af aðstæðum oft víðs fjarri því sem blasir við rannsakendum. Þannig átta fórnarlömbin sig ekki á því hversu illa er fyrir þeim komið, fyrr en þau eru alfarið komin úr aðstæðunum og undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks. Inn í þetta spilar síðan mikil neysla lyfja og áfengis, og löng vera í húsnæði sem er í slæmu ásigkomulagi. Veruleiki mansalsfórnarlamba er því oftar en ekki nöturlegur og litaður af hroðalegu ofbeldi.Óttinn verstur UNODC segir ótta fórnarlamba vera eitt það versta sem rannsakendur glími við þegar kemur að því að uppræta glæpi. Þau séu afar treg við að gefa upplýsingar og vantreysti þeim sem komi að rannsóknum. Ekki síst af þessum sökum sé erfitt að rekja málin til enda, sem gerir söfnun gagna sem hægt er að byggja mögulegar málsóknir á erfiða.Jákvæð merki UNODC segir að jákvæð merki séu á lofti þegar kemur að rannsóknum á þessum glæpum. Einkum er vitundarvakning á síðustu árum sem hafi hreyft við gangi rannsókna, og styrkt réttarvörslukerfi. Flest aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafi nú byggt upp lágmarksþekkingu á eðli mansalsglæpa, umfangi þeirra og einkennum. Með áframhaldandi vinnu og upplýsingasöfnun geti Sameinuðu þjóðirnar barist sameiginlega gegn þessum vágesti í samfélagi manna. Tengdar fréttir Mansalsfórnarlömb frá Austur-Asíu í yfir 20 löndum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að Indland og Kína muni standa undir um helmingi af öllum hagvexti í heiminum á árinu 2012. Þessi fjölmennustu ríki heims hafa umbreyst á liðnum fimmtán árum í efnahagsstórveldi með stöðugum árlegum hagvexti upp á 7 til 10 prósent. 29. febrúar 2012 23:58 Í skjóli veikra innviða Hagfræðingurinn Jeffrey Sachs ræðir um fátæktarvandamál Afríku í bókinni Endalok fátæktar (The End of Poverty). Hann segir vanda Afríku vera margslunginn og fjölþættan. 29. janúar 2012 01:06 Skrímslið í Eystrasaltslöndunum Ég horfði fyrir skömmu á heimildamyndaröð breska ríkisútvarpsins BBC um seinni heimstyrjöldina í sex hlutum. Sérstök áhersla var lögð mikilvægar orrustur í Austur-Evrópu, einkum Eystrasaltslöndunum. Þessir þættir voru unnir á löngum tíma með viðtölum við fólk sem upplifði þessa atburði. 22. janúar 2012 00:49 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Mansalsglæpir eru glæpir sem eru "okkur öllum til skammar" að mati Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn þeim á alþjóðavísu, en betur má ef duga skal. Magnús Halldórsson kynnti sér gögn sem UNODC, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi, hefur tekið saman um mansal. Mansalsglæpir komast sjaldnast upp. Mikil vinna hefur þó farið fram á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn fíkniefnum og skipulagðri glæpastarfsemi (UNODC) sem miðar að því að safna upplýsingum um stöðu mála og reyna með því að einangra rætur vandans, uppruna glæpsins.Upplýsingasöfnun Ýtarlegustu samantektir á vegum UNODC um mansalsglæpi eru skýrslur stofnunarinnar þar sem ýtarlega er farið yfir stöðu mála út frá frumgögnum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um glæpina. Langan tíma tekur að vinna úr gögnunum, ekki síst vegna þess hve uppbygging á innviðum rannsóknaraðila innan ýmissa ríkja hefur byggst hægt upp. Nýjustu skýrslur UNODC, frá 2010 og 2011, byggja þannig á gögnum sem taka til stöðu mála á árunum 2005 til 2009, og er stærsta úttekt UNODC, sem er frá árinu 2008 og ber heitið Glæpurinn sem er okkur öllum til skammar (The Crime That Shames Us All), helsta bakgrunnsgagnið í þeim.Betur má ef duga skal Mansalsglæpaiðnaður er talinn velta í það minnsta 50 milljörðum dollara á ári, eða sem nemur tæplega 6.250 milljörðum króna. Inni í þeim tölum er ekki aðeins mansal þar sem fólk er selt til kynlífsþrælkunar eða kynlífsiðnaðar ýmiss konar, milli landa, heldur einnig umfang þeirrar tegundar mansals sem hefur verið að færast í vöxt undanfarin misseri, sem er gamaldags þrælahald. Þá er fólk selt í þrælkunarvinnu, einkum ungir drengir og karlmenn í Asíu og Afríku. Mest er um þessa tegund mansals í Suðaustur-Asíu, þar á meðal Taílandi, Víetnam, Kambódíu og Mjanmar. Í Afríku hefur þessi tegund mansals vaxið í grennd við svæði þar sem gríðarlega hröð uppbygging hefur verið í álfunni, meðal annars við námuvinnslu. Angóla og Síerra Leóne eru meðal þeirra ríkja þar sem kerfisbundin sala á fólki til vinnu hefur verið upprætt, en margt bendir til þess að skipulagning á þessum glæpum fari fram samhliða annarri glæpastarfsemi svo sem vopnasölu og fíkniefnasmygli, að því er segir í skýrslu UNODC. Ein af helstu niðurstöðum UNODC þegar kemur að athugun á umfangi mansals er sú að nær ómögulegt er að ráðast gegn þessari tegund glæpastarfsemi nema með því að byggja upp fjölþjóðlegt flæði upplýsinga á milli rannsóknarteyma á sviði skipulagðrar glæpastarfsemi. Í þeim efnum hefur mikill árangur náðst á síðustu árum, að mati UNODC. Þar sem innviðir eru veikir, þ.e. þar sem heilbrigðisþjónusta og löggæsla er vanmáttug, t.d. í mörgum ríkjum Afríku, þar er ástandið verst. UNODC segist t.d. hafa rakið mansalsglæpi þar sem stúlkubörn höfðu verið flutt sjóleiðina frá Austur-Afríku til Suður-Ameríku, þaðan til Bandaríkjanna og síðan þaðan til Evrópu.Ómögulegt að segja til um fjölda Eitt af því sem UNODC segir er að ómögulegt sé að áætla hversu margir einstaklingar séu mansalsfórnarlömb árlega. Til þess séu opinberar upplýsingar of ófullkomnar. Einkenni glæpanna og fjárhagslegt umfang sé þó frekar hægt að áætla út frá gögnum þar sem peningarnir koma oftast ekki inn í kassann hjá glæpamönnunum fyrr en fórnarlömbunum hefur verið komið á lokastöð. Mikill meirihluti mansalsglæpa er rakinn til kynlífsiðnaðar, þar sem konur eru oftar en ekki neyddar í vændi. Fullyrt er í gögnum UNODC að kynlífsiðnaðurinn á heimsvísu sé nátengdur skipulagðri glæpastarfsemi af ýmsu tagi, þar sem skipulögð glæpasamtök reka strippklúbba samhliða annarri starfsemi.Hroðalegt ofbeldi Verstu birtingarmyndir mansalsins eru svo hrikalegar að það er "erfitt að færa þær í orð" eins og orðrétt segir í skýrslu UNODC. Fórnarlömbin eru í 66 prósentum tilvika ungar konur og í 13 prósentum tilvika stúlkur. Mansalsglæpir beinast því í um 80 prósentum tilvika gegn konum og stúlkum. Stúlkurnar eru oft seldar milli landa, slitnar frá ástvinum, í nánast ömurlegar aðstæður eymdar og nauðgana. Einkenni þeirra kvenna sem eru fórnarlömb eru oft erfið í rannsókn þar sem sjálfsmynd fórnarlamba er brotin og upplifun þeirra af aðstæðum oft víðs fjarri því sem blasir við rannsakendum. Þannig átta fórnarlömbin sig ekki á því hversu illa er fyrir þeim komið, fyrr en þau eru alfarið komin úr aðstæðunum og undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks. Inn í þetta spilar síðan mikil neysla lyfja og áfengis, og löng vera í húsnæði sem er í slæmu ásigkomulagi. Veruleiki mansalsfórnarlamba er því oftar en ekki nöturlegur og litaður af hroðalegu ofbeldi.Óttinn verstur UNODC segir ótta fórnarlamba vera eitt það versta sem rannsakendur glími við þegar kemur að því að uppræta glæpi. Þau séu afar treg við að gefa upplýsingar og vantreysti þeim sem komi að rannsóknum. Ekki síst af þessum sökum sé erfitt að rekja málin til enda, sem gerir söfnun gagna sem hægt er að byggja mögulegar málsóknir á erfiða.Jákvæð merki UNODC segir að jákvæð merki séu á lofti þegar kemur að rannsóknum á þessum glæpum. Einkum er vitundarvakning á síðustu árum sem hafi hreyft við gangi rannsókna, og styrkt réttarvörslukerfi. Flest aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafi nú byggt upp lágmarksþekkingu á eðli mansalsglæpa, umfangi þeirra og einkennum. Með áframhaldandi vinnu og upplýsingasöfnun geti Sameinuðu þjóðirnar barist sameiginlega gegn þessum vágesti í samfélagi manna.
Tengdar fréttir Mansalsfórnarlömb frá Austur-Asíu í yfir 20 löndum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að Indland og Kína muni standa undir um helmingi af öllum hagvexti í heiminum á árinu 2012. Þessi fjölmennustu ríki heims hafa umbreyst á liðnum fimmtán árum í efnahagsstórveldi með stöðugum árlegum hagvexti upp á 7 til 10 prósent. 29. febrúar 2012 23:58 Í skjóli veikra innviða Hagfræðingurinn Jeffrey Sachs ræðir um fátæktarvandamál Afríku í bókinni Endalok fátæktar (The End of Poverty). Hann segir vanda Afríku vera margslunginn og fjölþættan. 29. janúar 2012 01:06 Skrímslið í Eystrasaltslöndunum Ég horfði fyrir skömmu á heimildamyndaröð breska ríkisútvarpsins BBC um seinni heimstyrjöldina í sex hlutum. Sérstök áhersla var lögð mikilvægar orrustur í Austur-Evrópu, einkum Eystrasaltslöndunum. Þessir þættir voru unnir á löngum tíma með viðtölum við fólk sem upplifði þessa atburði. 22. janúar 2012 00:49 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Mansalsfórnarlömb frá Austur-Asíu í yfir 20 löndum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að Indland og Kína muni standa undir um helmingi af öllum hagvexti í heiminum á árinu 2012. Þessi fjölmennustu ríki heims hafa umbreyst á liðnum fimmtán árum í efnahagsstórveldi með stöðugum árlegum hagvexti upp á 7 til 10 prósent. 29. febrúar 2012 23:58
Í skjóli veikra innviða Hagfræðingurinn Jeffrey Sachs ræðir um fátæktarvandamál Afríku í bókinni Endalok fátæktar (The End of Poverty). Hann segir vanda Afríku vera margslunginn og fjölþættan. 29. janúar 2012 01:06
Skrímslið í Eystrasaltslöndunum Ég horfði fyrir skömmu á heimildamyndaröð breska ríkisútvarpsins BBC um seinni heimstyrjöldina í sex hlutum. Sérstök áhersla var lögð mikilvægar orrustur í Austur-Evrópu, einkum Eystrasaltslöndunum. Þessir þættir voru unnir á löngum tíma með viðtölum við fólk sem upplifði þessa atburði. 22. janúar 2012 00:49