Rúmanýting á LSH er hættulega mikil 27. desember 2012 06:00 df Rúmanýting á Landspítalanum er mun meiri en æskilegt er. Nýtingin á öllum spítalanum var 95 prósent í nóvember en fór yfir 97% á öllum bráðadeildum spítalans á sama tíma. Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er nýting um 85 prósent. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að óskastaðan sé að rúmanýting sé á bilinu 85 til 88 prósent, vegna þess hve sveiflur geti verið miklar á flæði bráðasjúklinga. „Mjög margar af bráðadeildunum eru yfir 100%, flestar ef ekki allar liggja yfir 97%. Við vitum auðvitað af því að við eigum að vera í 85% rúmanýtingu. Helsta ástæðan fyrir þessari stöðu er að í dag eru 55 sjúklingar inniliggjandi sem eru tilbúnir að fara á hjúkrunarheimili. Eðlilegt gæti talist að 15-18 einstaklingar væru í þessari stöðu, að bíða á spítalanum eftir hjúkrunarrými.“ Spurður um hvað þessi staða í nýtingu rúma þýði fyrir þá sem þurfi að sækja þjónustu til spítalans svarar Björn að það sé skýrt. „Gangainnlagnir, verri þjónusta og minna öryggi, meiri sýkingarhætta.“ Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland. Í grein breska blaðsins The Guardian 3. desember koma sömu vangaveltur fram innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar boða heilbrigðisyfirvöld að skjótra viðbragða sé þörf. Á bráðadeildum er eðlileg rúmanýting talin vera um 85% svo að deildir hafi laus rúm fyrir innlagnir bráðasjúklinga. Þetta viðmið er um 60% á gjörgæsludeildum. Rúmanýting umfram viðmið getur verið vísbending um „umfram innlagnir“ sem bendir til ófullnægjandi þjónustu, en það var niðurstaða úttektar á mönnun hjúkrunar á Landspítala frá 2007. Tölur nóvembermánaðar sýna að meðalfjöldi inniliggjandi sjúklinga er nú 640, 23 fleiri en á sama tíma í fyrra, en sökum þess niðurskurðar sem LSH hefur glímt við síðustu ár er meðalfjöldi opinna rúma á sama tíma lægri; 677 eða fjórtán færri en í fyrra. Lausnina á þessum vanda segir Björn vera að gefa LSH tímabundinn forgang á þau pláss sem losni á hjúkrunarheimilum og á þeim hjúkrunarrýmum sem skapist með nýbyggingum. Nefnir hann sem dæmi heimili sem opnað verður í Mosfellsbæ á vormánuðum og stækkun heimilis í Garðabæ þar sem fjölgað verður úr 40 í 60 pláss. „Síðan þarf að halda áfram uppbyggingu slíkra heimila. Spá Hagstofunnar um mikla fjölgun aldraðra og háaldraðra, fólks yfir áttræðu, liggur þegar fyrir. - shá Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Rúmanýting á Landspítalanum er mun meiri en æskilegt er. Nýtingin á öllum spítalanum var 95 prósent í nóvember en fór yfir 97% á öllum bráðadeildum spítalans á sama tíma. Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er nýting um 85 prósent. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að óskastaðan sé að rúmanýting sé á bilinu 85 til 88 prósent, vegna þess hve sveiflur geti verið miklar á flæði bráðasjúklinga. „Mjög margar af bráðadeildunum eru yfir 100%, flestar ef ekki allar liggja yfir 97%. Við vitum auðvitað af því að við eigum að vera í 85% rúmanýtingu. Helsta ástæðan fyrir þessari stöðu er að í dag eru 55 sjúklingar inniliggjandi sem eru tilbúnir að fara á hjúkrunarheimili. Eðlilegt gæti talist að 15-18 einstaklingar væru í þessari stöðu, að bíða á spítalanum eftir hjúkrunarrými.“ Spurður um hvað þessi staða í nýtingu rúma þýði fyrir þá sem þurfi að sækja þjónustu til spítalans svarar Björn að það sé skýrt. „Gangainnlagnir, verri þjónusta og minna öryggi, meiri sýkingarhætta.“ Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland. Í grein breska blaðsins The Guardian 3. desember koma sömu vangaveltur fram innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar boða heilbrigðisyfirvöld að skjótra viðbragða sé þörf. Á bráðadeildum er eðlileg rúmanýting talin vera um 85% svo að deildir hafi laus rúm fyrir innlagnir bráðasjúklinga. Þetta viðmið er um 60% á gjörgæsludeildum. Rúmanýting umfram viðmið getur verið vísbending um „umfram innlagnir“ sem bendir til ófullnægjandi þjónustu, en það var niðurstaða úttektar á mönnun hjúkrunar á Landspítala frá 2007. Tölur nóvembermánaðar sýna að meðalfjöldi inniliggjandi sjúklinga er nú 640, 23 fleiri en á sama tíma í fyrra, en sökum þess niðurskurðar sem LSH hefur glímt við síðustu ár er meðalfjöldi opinna rúma á sama tíma lægri; 677 eða fjórtán færri en í fyrra. Lausnina á þessum vanda segir Björn vera að gefa LSH tímabundinn forgang á þau pláss sem losni á hjúkrunarheimilum og á þeim hjúkrunarrýmum sem skapist með nýbyggingum. Nefnir hann sem dæmi heimili sem opnað verður í Mosfellsbæ á vormánuðum og stækkun heimilis í Garðabæ þar sem fjölgað verður úr 40 í 60 pláss. „Síðan þarf að halda áfram uppbyggingu slíkra heimila. Spá Hagstofunnar um mikla fjölgun aldraðra og háaldraðra, fólks yfir áttræðu, liggur þegar fyrir. - shá
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira