Kirkja og klúbbur Eggert Eggertsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Það er vandi að bera saman rekstur, kostnað og tekjur fyrirtækja og þá sérstaklega þegar fyrirtækin eru ólík. Niðurstaðan fer því alveg eftir því hvað höfundurinn velur að bera saman. Örn Bárður hefur í tveimur greinum borið saman tekjur Nesklúbbsins og ríkiskirkjunnar. Þar er saman ólíku að jafna og er fallið til að valda misskilningi og koma á misklíð. Þegar Íslendingur fæðist er hann skráður í trúfélag eða utan trúfélags að honum forspurðum. Þegar hann vex úr grasi ber honum að borga skatt, sóknargjald, til trúfélags og þá samkvæmt skráningu Hagstofunnar. Þeir sem ekki eru í trúfélagi borga sama gjald. Ríkisvaldið innheimtir gjaldið og greiðir til trúarfélaga og hirðir gjaldið til sín af þeim sem ekki eru í trúfélagi. Varðandi golfklúbba þá eru þeir eins og önnur íþróttafélög, frjáls félagasamtök. Hver og einn ákveður hvort hann vilji ganga í íþróttafélag og það er engin ríkistofnun sem sér um að innheimta fyrir þau ársgjaldið. Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið. 600 á biðlista Nesklúbburinn er fimmti fjölmennasti golfklúbbur landsins. Í honum eru 650 félagar en það eru 600 manns á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Vegna tregðu bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi þá hafa þau ekki leyft stækkun vallarins þrátt fyrir nægt land, land sem enginn notar. Þess má geta að varpfuglar hafa flutt sig yfir á Suðurnesið til að verpa í kringum golfbrautir klúbbsins. Á biðlistanum í Nesklúbbinn eru mörg börn og flest þeirra búa á Seltjarnarnesi. Það er samfélagslegt úrlausnarefni yfirvalda að leyfa stækkun vallarins til að Nesklúbburinn geti tekið við fleiri börnum og félögum. Öll börn eiga að fá að njóta útvistar og hreyfingar. Rekstur golfhreyfingarinnar vekur athygli. Íþróttin er tiltölulega ung og hefur vaxið mjög hratt. Golfhreyfingin í heild sinni ætti að fá viðurkenningu fyrir einstakan árangur og góðan rekstur á erfiðleikatímum. Golfvellir hafa verið byggðir upp um allt land. Flestir ef ekki allir vellirnir er byggðir í sjálfboðavinnu og með styrk og stuðningi félaga í klúbbunum. Rekstur golfklúbba gengur misvel, sumir bera skuldir og aðrir hafa borð fyrir báru. Nesklúbburinn skilaði skuldlausum ársreikningi í ár. Ársreikningar eru samt aldrei tæmandi yfirlit. Þar kemur t.d. ekki fram rekstur sem stjórn hefur boðið út eins og rekstur matsölu og kennslu. Þar kemur heldur ekki fram vinna sjálfboðaliða. Golfvöllurinn er opinn allt árið fyrir félaga í klúbbnum og það eru stundaðar æfingar innanhúss yfir vetrartímann. Æfingaaðstaða að vetri til er verkefni sem Nesklúbburinn er að reyna að bæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er vandi að bera saman rekstur, kostnað og tekjur fyrirtækja og þá sérstaklega þegar fyrirtækin eru ólík. Niðurstaðan fer því alveg eftir því hvað höfundurinn velur að bera saman. Örn Bárður hefur í tveimur greinum borið saman tekjur Nesklúbbsins og ríkiskirkjunnar. Þar er saman ólíku að jafna og er fallið til að valda misskilningi og koma á misklíð. Þegar Íslendingur fæðist er hann skráður í trúfélag eða utan trúfélags að honum forspurðum. Þegar hann vex úr grasi ber honum að borga skatt, sóknargjald, til trúfélags og þá samkvæmt skráningu Hagstofunnar. Þeir sem ekki eru í trúfélagi borga sama gjald. Ríkisvaldið innheimtir gjaldið og greiðir til trúarfélaga og hirðir gjaldið til sín af þeim sem ekki eru í trúfélagi. Varðandi golfklúbba þá eru þeir eins og önnur íþróttafélög, frjáls félagasamtök. Hver og einn ákveður hvort hann vilji ganga í íþróttafélag og það er engin ríkistofnun sem sér um að innheimta fyrir þau ársgjaldið. Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið. 600 á biðlista Nesklúbburinn er fimmti fjölmennasti golfklúbbur landsins. Í honum eru 650 félagar en það eru 600 manns á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Vegna tregðu bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi þá hafa þau ekki leyft stækkun vallarins þrátt fyrir nægt land, land sem enginn notar. Þess má geta að varpfuglar hafa flutt sig yfir á Suðurnesið til að verpa í kringum golfbrautir klúbbsins. Á biðlistanum í Nesklúbbinn eru mörg börn og flest þeirra búa á Seltjarnarnesi. Það er samfélagslegt úrlausnarefni yfirvalda að leyfa stækkun vallarins til að Nesklúbburinn geti tekið við fleiri börnum og félögum. Öll börn eiga að fá að njóta útvistar og hreyfingar. Rekstur golfhreyfingarinnar vekur athygli. Íþróttin er tiltölulega ung og hefur vaxið mjög hratt. Golfhreyfingin í heild sinni ætti að fá viðurkenningu fyrir einstakan árangur og góðan rekstur á erfiðleikatímum. Golfvellir hafa verið byggðir upp um allt land. Flestir ef ekki allir vellirnir er byggðir í sjálfboðavinnu og með styrk og stuðningi félaga í klúbbunum. Rekstur golfklúbba gengur misvel, sumir bera skuldir og aðrir hafa borð fyrir báru. Nesklúbburinn skilaði skuldlausum ársreikningi í ár. Ársreikningar eru samt aldrei tæmandi yfirlit. Þar kemur t.d. ekki fram rekstur sem stjórn hefur boðið út eins og rekstur matsölu og kennslu. Þar kemur heldur ekki fram vinna sjálfboðaliða. Golfvöllurinn er opinn allt árið fyrir félaga í klúbbnum og það eru stundaðar æfingar innanhúss yfir vetrartímann. Æfingaaðstaða að vetri til er verkefni sem Nesklúbburinn er að reyna að bæta.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar