Jól á ströndinni í L.A. 22. desember 2012 19:30 Feðgarnir Óskar Þór og Valtýr, tveggja og hálfs árs, reyna hvað þeir geta til að koma sér í jólaskap í sólríkri og heitri Los Angeles. Óskar segir vera eitthvað rangt við það að sjá hús alþakin jólaskreytingum og pálmatré allt í kring. Mynd/Einkaeign „Ég var að ganga berfættur með syni mínum á ströndinni um daginn í glampandi sól og rakst þá á hús í spænskum stíl sem var alþakið jólaskreytingum á ameríska mátann og með pálmatré allt í kring. Það var bara eitthvað svo rangt við það," segir leikstjórinn Óskar Þór Axelsson sem er búsettur í Los Angeles og heldur jólin þar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óskar heldur jólin utan Íslands en hann var búsettur í New York í átta ár. „Þetta er samt í fyrsta skipti sem ég held jólin með fjölskyldunni á strönd og það er að ýmsu leyti hálfsúrrealískt. Ég er því ekki kominn í neitt jólaskap enn þá," segir hann og hlær. Hann býst þó við að það gæti breyst um helgina þegar bróðir hans kemur með fjölskylduna sína til að verja með þeim jólunum í sólinni. „Þá fer ég líka í frí svo vonandi fylgir jólaskapið með því öllu saman," segir hann. Óskar býr úti með konu sinni, Huldu Þórisdóttur, og börnum þeirra tveimur, Valtý og Unni. Fjölskyldan hefur ákveðið að halda jólin á amerískan máta þetta árið og ætla að opna gjafirnar á jóladagsmorgun. Íslenski hamborgarhryggurinn, hangikjötið og rjúpan verða látin eiga sig þetta árið og á borðum verða alls kyns alþjóðlegir smáréttir. Óskar fluttist tímabundið með fjölskylduna í sólarríkið í september síðastliðnum til að fylgja eftir myndinni Svartur á leik. Myndin hefur vakið mikla athygli þar vestra en hún kemur út í Bandaríkjunum í febrúar. Hefur Óskar hlotið ýmis tilboð í kjölfar myndarinnar. „Ég fæ fjölda handrita til yfirlestrar en ég gæti ekki hugsað mér að taka að mér nema kannski eitt af hverjum tíu. Þegar ég dett niður á handrit sem mér líst vel á set ég upp hugmynd að því hvernig ég sé myndina fyrir mér. Ef aðstandendum hennar líst vel á það útbý ég kynningu með nánari útlistun á minni sýn og fer yfir það á stærri fundi. Það er síðasta stigið og úr þeim hópi er einn leikstjóri valinn fyrir verkefnið," segir hann. „Ég er að reyna að vanda valið vel því næsta mynd verður auðvitað mín fyrsta mynd á ensku svo það er mikið í húfi," bætir hann við. Í augnablikinu er Óskar með þrjár myndir í vinnslu sem leikstjóri en alls óvíst er hvort og hvenær þær fari í tökur. „Ég reyni að vera með nokkra bolta á lofti í einu og sá bolti sem fyrstur fær grænt ljós verður svo tekinn fyrir, hvort sem það verður hér úti eða heima," bætir hann við og greinilegt að lífið snýst ekki bara um kokkteila og sólbaðslegu þarna í Kaliforníu. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
„Ég var að ganga berfættur með syni mínum á ströndinni um daginn í glampandi sól og rakst þá á hús í spænskum stíl sem var alþakið jólaskreytingum á ameríska mátann og með pálmatré allt í kring. Það var bara eitthvað svo rangt við það," segir leikstjórinn Óskar Þór Axelsson sem er búsettur í Los Angeles og heldur jólin þar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óskar heldur jólin utan Íslands en hann var búsettur í New York í átta ár. „Þetta er samt í fyrsta skipti sem ég held jólin með fjölskyldunni á strönd og það er að ýmsu leyti hálfsúrrealískt. Ég er því ekki kominn í neitt jólaskap enn þá," segir hann og hlær. Hann býst þó við að það gæti breyst um helgina þegar bróðir hans kemur með fjölskylduna sína til að verja með þeim jólunum í sólinni. „Þá fer ég líka í frí svo vonandi fylgir jólaskapið með því öllu saman," segir hann. Óskar býr úti með konu sinni, Huldu Þórisdóttur, og börnum þeirra tveimur, Valtý og Unni. Fjölskyldan hefur ákveðið að halda jólin á amerískan máta þetta árið og ætla að opna gjafirnar á jóladagsmorgun. Íslenski hamborgarhryggurinn, hangikjötið og rjúpan verða látin eiga sig þetta árið og á borðum verða alls kyns alþjóðlegir smáréttir. Óskar fluttist tímabundið með fjölskylduna í sólarríkið í september síðastliðnum til að fylgja eftir myndinni Svartur á leik. Myndin hefur vakið mikla athygli þar vestra en hún kemur út í Bandaríkjunum í febrúar. Hefur Óskar hlotið ýmis tilboð í kjölfar myndarinnar. „Ég fæ fjölda handrita til yfirlestrar en ég gæti ekki hugsað mér að taka að mér nema kannski eitt af hverjum tíu. Þegar ég dett niður á handrit sem mér líst vel á set ég upp hugmynd að því hvernig ég sé myndina fyrir mér. Ef aðstandendum hennar líst vel á það útbý ég kynningu með nánari útlistun á minni sýn og fer yfir það á stærri fundi. Það er síðasta stigið og úr þeim hópi er einn leikstjóri valinn fyrir verkefnið," segir hann. „Ég er að reyna að vanda valið vel því næsta mynd verður auðvitað mín fyrsta mynd á ensku svo það er mikið í húfi," bætir hann við. Í augnablikinu er Óskar með þrjár myndir í vinnslu sem leikstjóri en alls óvíst er hvort og hvenær þær fari í tökur. „Ég reyni að vera með nokkra bolta á lofti í einu og sá bolti sem fyrstur fær grænt ljós verður svo tekinn fyrir, hvort sem það verður hér úti eða heima," bætir hann við og greinilegt að lífið snýst ekki bara um kokkteila og sólbaðslegu þarna í Kaliforníu. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein