Fjórbrotinn í andliti eftir árás við Bar 11 Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 19. desember 2012 07:00 Arnar á spítalanum. Hann fór heim eftir árásina og daginn eftir gat hann ekki opnað munninn og sá ekki með hægra auganu. "Þetta hefði getað farið miklu verr," segir Arnar Þór Ingólfsson háskólanemi sem varð fyrir fólskulegri árás á Hverfisgötu aðfaranótt laugardags. Hann var sleginn í höfuðið af óþekktum árásarmanni. Arnar er fjórbrotinn í andliti eftir árásina og ekki er víst hvort hann fái aftur tilfinningu í hluta andlitsins. Hann var að skemmta sér með vinum sínum á Ellefunni við Hverfisgötu. "Ég man mjög vel eftir mér með vinum mínum inni á staðnum en eftir að ég fór út man ég lítið," segir Arnar. "Ég man óljóst eftir því að hafa legið á jörðinni og staðið á fætur. Svo fór ég bara í leigubíl og heim." Það var ekki fyrr en daginn eftir að Arnar áttaði sig á því að eitthvað alvarlegra væri að. Hann fór og hitti vini sína morguninn eftir árásina, "svo áttaði ég mig á því að það var eitthvað aðeins meira að þegar ég gat ekki opnað munninn til að borða." Arnar hafði ætlað að keyra til Þorlákshafnar þar sem hann ætlaði að mæta í vinnu á laugardagskvöld, en fjölskyldan hans býr þar. Frænka hans stöðvaði hann þó. "Henni leist ekki á að ég færi að keyra yfir heiðina enda sá ég ekkert með hægra auganu. Hún fór með mig á Slysó." Í ljós kom að Arnar er fjórbrotinn í andliti. Hann þurfti að fara í aðgerð og var tveimur plötum komið fyrir. Ekki er víst að hann fái tilfinninguna aftur í þennan hluta andlitsins. Arnar er nú kominn heim af spítalanum og segist hafa það ágætt, en geri ekkert annað en að liggja fyrir. "Ég sé nokkuð rétt með auganu, það er heppni að ég geri það." Lögregla ræddi við Arnar í gær vegna málsins en í ljós hefur komið að engar eftirlitsmyndavélar eru á svæðinu þar sem árásin átti sér stað. "Það er mjög leiðinlegt að það séu ekki myndavélar þarna og í bænum almennt. Það er alltaf að koma eitthvað svona upp á og það er betra að hafa myndavélar úti um allt, eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum." Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður vitni að árásinni um að hafa samband í síma 444-1000 eða á netfangið abending@lrh.is. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
"Þetta hefði getað farið miklu verr," segir Arnar Þór Ingólfsson háskólanemi sem varð fyrir fólskulegri árás á Hverfisgötu aðfaranótt laugardags. Hann var sleginn í höfuðið af óþekktum árásarmanni. Arnar er fjórbrotinn í andliti eftir árásina og ekki er víst hvort hann fái aftur tilfinningu í hluta andlitsins. Hann var að skemmta sér með vinum sínum á Ellefunni við Hverfisgötu. "Ég man mjög vel eftir mér með vinum mínum inni á staðnum en eftir að ég fór út man ég lítið," segir Arnar. "Ég man óljóst eftir því að hafa legið á jörðinni og staðið á fætur. Svo fór ég bara í leigubíl og heim." Það var ekki fyrr en daginn eftir að Arnar áttaði sig á því að eitthvað alvarlegra væri að. Hann fór og hitti vini sína morguninn eftir árásina, "svo áttaði ég mig á því að það var eitthvað aðeins meira að þegar ég gat ekki opnað munninn til að borða." Arnar hafði ætlað að keyra til Þorlákshafnar þar sem hann ætlaði að mæta í vinnu á laugardagskvöld, en fjölskyldan hans býr þar. Frænka hans stöðvaði hann þó. "Henni leist ekki á að ég færi að keyra yfir heiðina enda sá ég ekkert með hægra auganu. Hún fór með mig á Slysó." Í ljós kom að Arnar er fjórbrotinn í andliti. Hann þurfti að fara í aðgerð og var tveimur plötum komið fyrir. Ekki er víst að hann fái tilfinninguna aftur í þennan hluta andlitsins. Arnar er nú kominn heim af spítalanum og segist hafa það ágætt, en geri ekkert annað en að liggja fyrir. "Ég sé nokkuð rétt með auganu, það er heppni að ég geri það." Lögregla ræddi við Arnar í gær vegna málsins en í ljós hefur komið að engar eftirlitsmyndavélar eru á svæðinu þar sem árásin átti sér stað. "Það er mjög leiðinlegt að það séu ekki myndavélar þarna og í bænum almennt. Það er alltaf að koma eitthvað svona upp á og það er betra að hafa myndavélar úti um allt, eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum." Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður vitni að árásinni um að hafa samband í síma 444-1000 eða á netfangið abending@lrh.is.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira