Eignabrunatryggingar bankanna Þórarinn Einarsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Fjármálastofnanir hafa valdið gífurlegu eignatjóni hjá almenningi. Þessar fjármálastofnanir kveiktu verðbólgubál sem breiddist út um allt samfélagið og olli gífurlegum eignabruna í öllu veðsettu húsnæði. Ólíklegt þykir að tryggingafélögin muni bæta eignabruna af völdum verðbólgubáls, enda hæpið að verðbólgubál verði talið viðurkennt form af eldsvoða.Verðtrygging Það er þó til mjög vafasöm trygging fyrir eignabruna veðsettra fasteigna af völdum verðbólgu, nefnilega verðtrygging. Verðtrygging er undarlega sviksamleg trygging sem fjármálastofnanir selja lántakendum. Hún leggst mánaðarlega ofan á höfuðstól lánsins en auk þess þurfa lántakendur að staðgreiða verðtryggingargjald mánaðarlega. Það vill svo til að þessi tryggingasvik valda í raun þeim eignabruna sem eigendur húsnæðis verða fyrir. En það eru ekki lántakendur sem fá bætur frá verðtryggingasala vegna eignabrunans, heldur er því öfugt farið. Lántakendur borga verðbætur til tryggingasalans. Í stuttu máli er það þannig að lántakendur borga ofurháa tryggingu sem veldur sjálf eignabrunanum, en tjónið lendir allt á lántakendum sem þurfa auk þess að borga tryggingasalanum verðbætur (eftirstöðvar verðtryggingarinnar) vegna eignabrunans.Tryggingasvik Hugsum okkur að vátryggingafélag hefði selt okkur rándýra brunatryggingu sem við greiddum mánaðarlega. Ímyndum okkur einnig að í tryggingaskjalinu sjálfu væri sjálfvirkur íkveikjubúnaður sem myndi fara í gang að nokkrum árum liðnum og brenna húsið okkar. Við krefðum tryggingafélagið um brunabætur en fengum þau svör að það séum við sem ættum að greiða brunabæturnar til tryggingafélagsins en ekki öfugt. Tryggingafélagið seldi okkur fokdýra brunatryggingu sem við borguðum mánaðarlega. Svo kveikti tryggingafélagið í húsinu okkar en ætlaði samt að rukka okkur fyrir tjónið. Það er varla hægt að hugsa sér grófari tryggingasvik en verðtryggingu húsnæðislána. Verðtrygging veldur eignabruna, lántakendur borga trygginguna og tjónið, en bankarnir hirða eignirnar og rukka okkur áfram fyrir ógreiddar verðbætur.Óréttmætir viðskiptahættir Verðtrygging brýtur augljóslega í bága við góða viðskiptahætti og telst því til óréttmætra viðskiptahátta sem eru bannaðir samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005 (sbr. greinar 5, 8 og 9). Neytendastofa hefur því fulla heimild til þess að banna verðtryggingu og/eða úrskurða að hún teljist til óréttmætra viðskiptahátta. Þess ber að geta Neytendastofa hefur samþykkt að taka til meðferðar kvörtun þar sem m.a. er farið fram á að Neytendastofa úrskurði að verðtrygging húsnæðislána skuli teljast til óréttmætra viðskiptahátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjármálastofnanir hafa valdið gífurlegu eignatjóni hjá almenningi. Þessar fjármálastofnanir kveiktu verðbólgubál sem breiddist út um allt samfélagið og olli gífurlegum eignabruna í öllu veðsettu húsnæði. Ólíklegt þykir að tryggingafélögin muni bæta eignabruna af völdum verðbólgubáls, enda hæpið að verðbólgubál verði talið viðurkennt form af eldsvoða.Verðtrygging Það er þó til mjög vafasöm trygging fyrir eignabruna veðsettra fasteigna af völdum verðbólgu, nefnilega verðtrygging. Verðtrygging er undarlega sviksamleg trygging sem fjármálastofnanir selja lántakendum. Hún leggst mánaðarlega ofan á höfuðstól lánsins en auk þess þurfa lántakendur að staðgreiða verðtryggingargjald mánaðarlega. Það vill svo til að þessi tryggingasvik valda í raun þeim eignabruna sem eigendur húsnæðis verða fyrir. En það eru ekki lántakendur sem fá bætur frá verðtryggingasala vegna eignabrunans, heldur er því öfugt farið. Lántakendur borga verðbætur til tryggingasalans. Í stuttu máli er það þannig að lántakendur borga ofurháa tryggingu sem veldur sjálf eignabrunanum, en tjónið lendir allt á lántakendum sem þurfa auk þess að borga tryggingasalanum verðbætur (eftirstöðvar verðtryggingarinnar) vegna eignabrunans.Tryggingasvik Hugsum okkur að vátryggingafélag hefði selt okkur rándýra brunatryggingu sem við greiddum mánaðarlega. Ímyndum okkur einnig að í tryggingaskjalinu sjálfu væri sjálfvirkur íkveikjubúnaður sem myndi fara í gang að nokkrum árum liðnum og brenna húsið okkar. Við krefðum tryggingafélagið um brunabætur en fengum þau svör að það séum við sem ættum að greiða brunabæturnar til tryggingafélagsins en ekki öfugt. Tryggingafélagið seldi okkur fokdýra brunatryggingu sem við borguðum mánaðarlega. Svo kveikti tryggingafélagið í húsinu okkar en ætlaði samt að rukka okkur fyrir tjónið. Það er varla hægt að hugsa sér grófari tryggingasvik en verðtryggingu húsnæðislána. Verðtrygging veldur eignabruna, lántakendur borga trygginguna og tjónið, en bankarnir hirða eignirnar og rukka okkur áfram fyrir ógreiddar verðbætur.Óréttmætir viðskiptahættir Verðtrygging brýtur augljóslega í bága við góða viðskiptahætti og telst því til óréttmætra viðskiptahátta sem eru bannaðir samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005 (sbr. greinar 5, 8 og 9). Neytendastofa hefur því fulla heimild til þess að banna verðtryggingu og/eða úrskurða að hún teljist til óréttmætra viðskiptahátta. Þess ber að geta Neytendastofa hefur samþykkt að taka til meðferðar kvörtun þar sem m.a. er farið fram á að Neytendastofa úrskurði að verðtrygging húsnæðislána skuli teljast til óréttmætra viðskiptahátta.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun