Eignabrunatryggingar bankanna Þórarinn Einarsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Fjármálastofnanir hafa valdið gífurlegu eignatjóni hjá almenningi. Þessar fjármálastofnanir kveiktu verðbólgubál sem breiddist út um allt samfélagið og olli gífurlegum eignabruna í öllu veðsettu húsnæði. Ólíklegt þykir að tryggingafélögin muni bæta eignabruna af völdum verðbólgubáls, enda hæpið að verðbólgubál verði talið viðurkennt form af eldsvoða.Verðtrygging Það er þó til mjög vafasöm trygging fyrir eignabruna veðsettra fasteigna af völdum verðbólgu, nefnilega verðtrygging. Verðtrygging er undarlega sviksamleg trygging sem fjármálastofnanir selja lántakendum. Hún leggst mánaðarlega ofan á höfuðstól lánsins en auk þess þurfa lántakendur að staðgreiða verðtryggingargjald mánaðarlega. Það vill svo til að þessi tryggingasvik valda í raun þeim eignabruna sem eigendur húsnæðis verða fyrir. En það eru ekki lántakendur sem fá bætur frá verðtryggingasala vegna eignabrunans, heldur er því öfugt farið. Lántakendur borga verðbætur til tryggingasalans. Í stuttu máli er það þannig að lántakendur borga ofurháa tryggingu sem veldur sjálf eignabrunanum, en tjónið lendir allt á lántakendum sem þurfa auk þess að borga tryggingasalanum verðbætur (eftirstöðvar verðtryggingarinnar) vegna eignabrunans.Tryggingasvik Hugsum okkur að vátryggingafélag hefði selt okkur rándýra brunatryggingu sem við greiddum mánaðarlega. Ímyndum okkur einnig að í tryggingaskjalinu sjálfu væri sjálfvirkur íkveikjubúnaður sem myndi fara í gang að nokkrum árum liðnum og brenna húsið okkar. Við krefðum tryggingafélagið um brunabætur en fengum þau svör að það séum við sem ættum að greiða brunabæturnar til tryggingafélagsins en ekki öfugt. Tryggingafélagið seldi okkur fokdýra brunatryggingu sem við borguðum mánaðarlega. Svo kveikti tryggingafélagið í húsinu okkar en ætlaði samt að rukka okkur fyrir tjónið. Það er varla hægt að hugsa sér grófari tryggingasvik en verðtryggingu húsnæðislána. Verðtrygging veldur eignabruna, lántakendur borga trygginguna og tjónið, en bankarnir hirða eignirnar og rukka okkur áfram fyrir ógreiddar verðbætur.Óréttmætir viðskiptahættir Verðtrygging brýtur augljóslega í bága við góða viðskiptahætti og telst því til óréttmætra viðskiptahátta sem eru bannaðir samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005 (sbr. greinar 5, 8 og 9). Neytendastofa hefur því fulla heimild til þess að banna verðtryggingu og/eða úrskurða að hún teljist til óréttmætra viðskiptahátta. Þess ber að geta Neytendastofa hefur samþykkt að taka til meðferðar kvörtun þar sem m.a. er farið fram á að Neytendastofa úrskurði að verðtrygging húsnæðislána skuli teljast til óréttmætra viðskiptahátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fjármálastofnanir hafa valdið gífurlegu eignatjóni hjá almenningi. Þessar fjármálastofnanir kveiktu verðbólgubál sem breiddist út um allt samfélagið og olli gífurlegum eignabruna í öllu veðsettu húsnæði. Ólíklegt þykir að tryggingafélögin muni bæta eignabruna af völdum verðbólgubáls, enda hæpið að verðbólgubál verði talið viðurkennt form af eldsvoða.Verðtrygging Það er þó til mjög vafasöm trygging fyrir eignabruna veðsettra fasteigna af völdum verðbólgu, nefnilega verðtrygging. Verðtrygging er undarlega sviksamleg trygging sem fjármálastofnanir selja lántakendum. Hún leggst mánaðarlega ofan á höfuðstól lánsins en auk þess þurfa lántakendur að staðgreiða verðtryggingargjald mánaðarlega. Það vill svo til að þessi tryggingasvik valda í raun þeim eignabruna sem eigendur húsnæðis verða fyrir. En það eru ekki lántakendur sem fá bætur frá verðtryggingasala vegna eignabrunans, heldur er því öfugt farið. Lántakendur borga verðbætur til tryggingasalans. Í stuttu máli er það þannig að lántakendur borga ofurháa tryggingu sem veldur sjálf eignabrunanum, en tjónið lendir allt á lántakendum sem þurfa auk þess að borga tryggingasalanum verðbætur (eftirstöðvar verðtryggingarinnar) vegna eignabrunans.Tryggingasvik Hugsum okkur að vátryggingafélag hefði selt okkur rándýra brunatryggingu sem við greiddum mánaðarlega. Ímyndum okkur einnig að í tryggingaskjalinu sjálfu væri sjálfvirkur íkveikjubúnaður sem myndi fara í gang að nokkrum árum liðnum og brenna húsið okkar. Við krefðum tryggingafélagið um brunabætur en fengum þau svör að það séum við sem ættum að greiða brunabæturnar til tryggingafélagsins en ekki öfugt. Tryggingafélagið seldi okkur fokdýra brunatryggingu sem við borguðum mánaðarlega. Svo kveikti tryggingafélagið í húsinu okkar en ætlaði samt að rukka okkur fyrir tjónið. Það er varla hægt að hugsa sér grófari tryggingasvik en verðtryggingu húsnæðislána. Verðtrygging veldur eignabruna, lántakendur borga trygginguna og tjónið, en bankarnir hirða eignirnar og rukka okkur áfram fyrir ógreiddar verðbætur.Óréttmætir viðskiptahættir Verðtrygging brýtur augljóslega í bága við góða viðskiptahætti og telst því til óréttmætra viðskiptahátta sem eru bannaðir samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005 (sbr. greinar 5, 8 og 9). Neytendastofa hefur því fulla heimild til þess að banna verðtryggingu og/eða úrskurða að hún teljist til óréttmætra viðskiptahátta. Þess ber að geta Neytendastofa hefur samþykkt að taka til meðferðar kvörtun þar sem m.a. er farið fram á að Neytendastofa úrskurði að verðtrygging húsnæðislána skuli teljast til óréttmætra viðskiptahátta.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun