Sáttur við frumvarpið en vill gera breytingar erfiðari 12. desember 2012 07:00 Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þurfa að fara yfir mikið af gögnum varðandi nýja stjórnarskrá. Lögfræðingarnir Páll Þórhallsson og Hafsteinn Þór Hauksson voru einnig gestir á fundinum í gær. fréttablaðið/gva Þjóðréttarfræðingur segir endurbætur felast í frumvarpi um stjórnarskrá og líst vel á það. Vill þó að erfiðara verði að breyta stjórnarskránni. Dómstólar verði að skera úr um hvort eignarréttur hafi myndast um kvóta. Guðmundur Alfreðsson, þjóðréttarfræðingur í Strassborg, segir að sér lítist að mörgu leyti vel á frumvarp stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um nýja stjórnarskrá. Þar sé að finna endurbætur á núgildandi stjórnarskrá. Guðmundur var gestur á fundi nefndarinnar í gær og tjáði skoðanir sínar í gegnum síma frá Strassborg. Sérstaklega var Guðmundur ánægður með mannréttindakafla nýrrar stjórnarskrár sem hann sagði mjög til bóta. Þó lýsti hann þeirri skoðun sinni að stofna bæri sjálfstæða mannréttindastofnun sem hefði á hendi mál tengd þeim málaflokki. Unnið er að slíkri stofnun í innanríkisráðuneytinu, en Guðmundur taldi mikilvægt að hún væri ekki bundin boðvaldi ráðherra. Guðmundur sagði hins vegar að rauð ljós hefðu kviknað hjá sér þegar kom að tveimur greinum; 111. og 113. Sú fyrri lýtur að framsali ríkisvalds og kveður á um að feli lög í sér verulegt valdaframsal skuli þau sett í þjóðaratkvæði. 113. greinin snýr að breytingum á stjórnarskránni, en það er álit Guðmundar að of auðvelt sé að breyta henni samkvæmt frumvarpinu. „Almennt er það svo í öllum vestrænum ríkjum að það sé miklu erfiðara að breyta stjórnarskrá en almennum lögum. Það er gert til þess að stjórnarskrá sé kjölfesta og menn láti ekki stjórnast af dægurmálum og tilfinningum samtímans þegar eitthvað mikið gengur yfir. Í núgildandi stjórnarskrá er það mjög erfitt, óvenjulega erfitt eins og reynslan sannar. Kannski allt of erfitt.“ Guðmundur segir hins vegar að í frumvarpinu sé þetta allt of auðvelt, aðeins þurfi einfalda samþykkt á Alþingi og einfaldan meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hvatti nefndarmenn til að setja þröskulda. Það mætti gera með kröfu um samþykkt aukins meirihluta á Alþingi eða í þjóðaratkvæðagreiðslu, eða um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þjóðréttarfræðingur segir endurbætur felast í frumvarpi um stjórnarskrá og líst vel á það. Vill þó að erfiðara verði að breyta stjórnarskránni. Dómstólar verði að skera úr um hvort eignarréttur hafi myndast um kvóta. Guðmundur Alfreðsson, þjóðréttarfræðingur í Strassborg, segir að sér lítist að mörgu leyti vel á frumvarp stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um nýja stjórnarskrá. Þar sé að finna endurbætur á núgildandi stjórnarskrá. Guðmundur var gestur á fundi nefndarinnar í gær og tjáði skoðanir sínar í gegnum síma frá Strassborg. Sérstaklega var Guðmundur ánægður með mannréttindakafla nýrrar stjórnarskrár sem hann sagði mjög til bóta. Þó lýsti hann þeirri skoðun sinni að stofna bæri sjálfstæða mannréttindastofnun sem hefði á hendi mál tengd þeim málaflokki. Unnið er að slíkri stofnun í innanríkisráðuneytinu, en Guðmundur taldi mikilvægt að hún væri ekki bundin boðvaldi ráðherra. Guðmundur sagði hins vegar að rauð ljós hefðu kviknað hjá sér þegar kom að tveimur greinum; 111. og 113. Sú fyrri lýtur að framsali ríkisvalds og kveður á um að feli lög í sér verulegt valdaframsal skuli þau sett í þjóðaratkvæði. 113. greinin snýr að breytingum á stjórnarskránni, en það er álit Guðmundar að of auðvelt sé að breyta henni samkvæmt frumvarpinu. „Almennt er það svo í öllum vestrænum ríkjum að það sé miklu erfiðara að breyta stjórnarskrá en almennum lögum. Það er gert til þess að stjórnarskrá sé kjölfesta og menn láti ekki stjórnast af dægurmálum og tilfinningum samtímans þegar eitthvað mikið gengur yfir. Í núgildandi stjórnarskrá er það mjög erfitt, óvenjulega erfitt eins og reynslan sannar. Kannski allt of erfitt.“ Guðmundur segir hins vegar að í frumvarpinu sé þetta allt of auðvelt, aðeins þurfi einfalda samþykkt á Alþingi og einfaldan meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hvatti nefndarmenn til að setja þröskulda. Það mætti gera með kröfu um samþykkt aukins meirihluta á Alþingi eða í þjóðaratkvæðagreiðslu, eða um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira