Innlent

Taka harðar á brotum bænda

Einar Sigurðsson
Einar Sigurðsson
Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir að málefni mjólkurbúanna tveggja varpi rýrð á störf fjölmargra íslenskra bænda. „Það er þungt að taka þessari umræðu vegna þess að hlutirnir á Íslandi eru í prýðilegu lagi. Bændurnir eru að skila frá sér hráefni í hæsta gæðaflokki, eins og gæðaprófanir okkar sýna. Þeir standast allan samanburð og vilja halda því þannig.“

Á fundi MS og Matvælastofnunar í gær var ákveðið að bæta upplýsingagjöf. Einar segir þannig unnt að grípa fyrr inn í, ef þörf þykir. Það þýðir að mögulega verði lokað á einstaka framleiðendur séu þeir staðnir að því að virða ekki viðskiptaskilmála sína.

„Það er félag bændanna, Mjólkursamsalan, sem tekur þessa ákvörðun vegna þess að þeir vilja koma í veg fyrir að örfáir einstaklingar varpi rýrð á heildina.“ - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×