Innlent

Áfangi í baráttunni gegn krabbameini

Auk hans hafa þær Margrét Helga Ögmundsdóttir nýdoktor og Kristín Bergsteinsdóttir sérfræðingur unnið að rannsókninni ásamt Alexander Schepsky nýdoktor og doktorsnemanum Bengt Phung.
Auk hans hafa þær Margrét Helga Ögmundsdóttir nýdoktor og Kristín Bergsteinsdóttir sérfræðingur unnið að rannsókninni ásamt Alexander Schepsky nýdoktor og doktorsnemanum Bengt Phung. Mynd/HÍ
Vísindamenn við Lífvísindasetur Háskóla Íslands undir forystu Eiríks Steingrímssonar, prófessors við læknadeild, hafa í samstarfi við erlenda vísindamenn greint byggingu stjórnprótíns sem gegnir lykilhlutverki við myndun sortuæxla. Niðurstöðurnar eru mikilvægur áfangi í leitinni að lækningu við þessari tegund krabbameina.

Grein um rannsóknina var birt í einu virtasta tímariti heims á sviði lífvísinda, Genes and Development.

Stjórnprótínið sem um ræðir nefnist Microphthalmia associated transcription factor (MITF). Það binst við DNA og stjórnar framleiðslu gena. MITF er lykilprótín frumanna sem framleiða litarefnið melanín sem ákvarðar lit á húð, hári og augum. MITF eykur framleiðslu litarefnisins þegar líkaminn verður fyrir útfjólubláum geislum sólarljóss. Eins er MITF-prótínið afar mikilvæg stjórnsameind í sortuæxlum, krabbameinum sem myndast úr litfrumunum.

Sortuæxli geta verið banvæn ef þau greinast ekki í tæka tíð en rekja má þrjú af hverjum fjórum dauðsföllum af völdum húðkrabbameins til þeirra.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×