Tré víða orðin of há til að þola óveður 4. desember 2012 07:00 Þorbergur Hjalti Jónsson Aukin hæð trjáa hér á landi veldur því að búast má við áframhaldandi fréttum af stormfalli þeirra þegar illviðri ganga yfir landið. Að sögn Þorbergs Hjalta Jónssonar, sérfræðings hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá, hefur meðalhæð trjáa aukist mjög hér á landi síðustu áratugi og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. „Þetta verður viðvarandi vandamál, þótt auðvitað sé ánægjulegt að tré hækki,“ segir hann. Þorbergur bendir á að um aldamótin nítján hundruð hafi hæsta tré landsins verið að finna í Þórðarstaðaskógi í Fnjóskadal, 8,3 metrar á hæð. „Og það var óvenjustórt í þá daga. Hæsta tré núna er eitthvað í kring um 25 metrar og mörg komin yfir tuttugu metra.“ Stormfallsvandamálið sé því tiltölulega nýtilkomið hér en fyrsta stormfallið sem orð sé á gerandi hafi orðið eftir grisjun árið 2008. „Þá féllu um fimmtíu tré.“ Í kjölfarið hafi Skógræktin haft samband við bresku ríkisskógræktina, sem starfi við svipaðar aðstæður og hér. „Þeir hafa gert reiknilíkön fyrir þessar tegundir sem við erum með og við fórum að reikna út fyrir fram hver yrði líkleg niðurstaða af því að grisja á mismunandi veg.“ Auk þess segir Þorbergur fyrirætlanir um að fá hingað tæki til að mæla styrk trjáa og meta þau og líkur á stormfalli. Sé ekki rétt staðið að grisjun getur hætta á því að tré fjúki um koll aukist. Þannig segir Þorbergur mikilvægt að fresta því ekki um of að hefja fyrstu grisjun, því þá verður rýmra um trén, bolurinn verður gildari og þau geta náð meiri festu í jarðveginum. Að öðrum kosti kann bolurinn að verða mjórri og trén vaxa hærra upp í loft. Sé grisjað of seint aukast því líkur á að þær aðstæður geti skapast að trén sveiflist mikið í vindi og annað hvort brotni eða missi festu og falli. „En við þessu er svo sem ekkert einfalt svar,“ segir Þorbergur Hjalti. Allt ráðist þetta af aðstæðum og tegundum á hverjum stað. „En það er hins vegar ekkert að því að planta þétt ef maður byrjar að grisja á réttum tíma.“ Hinn möguleikinn sé svo að grisja alls ekki. „Ef þú ert með mjög þéttan skóg og grisjar ekki þá er hættan á falli mun minni en í grisjuðum skógi, jafnvel þó hann hafi verið grisjaður rétt.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Aukin hæð trjáa hér á landi veldur því að búast má við áframhaldandi fréttum af stormfalli þeirra þegar illviðri ganga yfir landið. Að sögn Þorbergs Hjalta Jónssonar, sérfræðings hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá, hefur meðalhæð trjáa aukist mjög hér á landi síðustu áratugi og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. „Þetta verður viðvarandi vandamál, þótt auðvitað sé ánægjulegt að tré hækki,“ segir hann. Þorbergur bendir á að um aldamótin nítján hundruð hafi hæsta tré landsins verið að finna í Þórðarstaðaskógi í Fnjóskadal, 8,3 metrar á hæð. „Og það var óvenjustórt í þá daga. Hæsta tré núna er eitthvað í kring um 25 metrar og mörg komin yfir tuttugu metra.“ Stormfallsvandamálið sé því tiltölulega nýtilkomið hér en fyrsta stormfallið sem orð sé á gerandi hafi orðið eftir grisjun árið 2008. „Þá féllu um fimmtíu tré.“ Í kjölfarið hafi Skógræktin haft samband við bresku ríkisskógræktina, sem starfi við svipaðar aðstæður og hér. „Þeir hafa gert reiknilíkön fyrir þessar tegundir sem við erum með og við fórum að reikna út fyrir fram hver yrði líkleg niðurstaða af því að grisja á mismunandi veg.“ Auk þess segir Þorbergur fyrirætlanir um að fá hingað tæki til að mæla styrk trjáa og meta þau og líkur á stormfalli. Sé ekki rétt staðið að grisjun getur hætta á því að tré fjúki um koll aukist. Þannig segir Þorbergur mikilvægt að fresta því ekki um of að hefja fyrstu grisjun, því þá verður rýmra um trén, bolurinn verður gildari og þau geta náð meiri festu í jarðveginum. Að öðrum kosti kann bolurinn að verða mjórri og trén vaxa hærra upp í loft. Sé grisjað of seint aukast því líkur á að þær aðstæður geti skapast að trén sveiflist mikið í vindi og annað hvort brotni eða missi festu og falli. „En við þessu er svo sem ekkert einfalt svar,“ segir Þorbergur Hjalti. Allt ráðist þetta af aðstæðum og tegundum á hverjum stað. „En það er hins vegar ekkert að því að planta þétt ef maður byrjar að grisja á réttum tíma.“ Hinn möguleikinn sé svo að grisja alls ekki. „Ef þú ert með mjög þéttan skóg og grisjar ekki þá er hættan á falli mun minni en í grisjuðum skógi, jafnvel þó hann hafi verið grisjaður rétt.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira