Drengir eru þögull hópur þolenda Sunna skrifar 1. desember 2012 08:00 Svala segir þolendafjölda í dómum hæstaréttar er varða kynferðisbrot gegn drengjum ekki endurspegla veruleikann. Fréttablaðið/Valli Hæstaréttardómar sem snúa að kynferðisofbeldi gegn drengjum sýna án efa einungis lítið brot af þeim sem raunverulega eiga sér stað í samfélaginu, að mati Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala hefur rannsakað alla dóma Hæstaréttar frá árinu 1920 sem snúa að kynferðisbrotum gegn drengjum. „Mín tilfinning er sú að dómarnir gefi ekki raunhæfa mynd af málaflokknum. Til dæmis er fjöldi þolenda á þessu langa tímabili óraunhæfur. Veruleikinn er án efa allt annar,“ segir hún. „Stúlkur eru hljóður hópur þolenda, en drengir eru þögull hópur. Staðreyndin er sú að drengir verða líka fyrir kynferðisofbeldi, það vill oft gleymast.“ Í rannsókn Svölu, sem Fréttablaðið birti á þriðjudag, kemur fram að stærstur hluti gerenda er ókunnugir karlmenn. Svala telur það ekki endurspegla veruleikann þegar kynferðisbrot gegn drengjum eiga í hlut. „Ég tel að skýringin sé sú að brot séu frekar þögguð niður þegar drengir eiga í hlut og það sé brotið á þeim af karlmanni sem er í nærumhverfi þeirra eða tengdur þeim á einhvern hátt. Kynferðisbrot gegn börnum eru almennt þögguð niður, en ég held að brot gegn drengjum séu það enn frekar.“ Hún telur þó að málin fái ekki aðra meðferð innan kerfisins en þegar stúlkur eiga í hlut, heldur gefi færri strákar sig fram. „Þeim er líka síður trúað og það er síður gert ráð fyrir því að einhver hegðunarmynstur hjá strák geti verið afleiðing kynferðisofbeldis. Staðalmyndin er sú að stúlka er þolandi.“ Svölu hafa borist símtöl eftir umfjöllun Fréttablaðsins um málið í vikunni, þar sem fólk þakkaði henni fyrir að rannsaka málaflokkinn. „Fólk sagði mér sögur úr sínu lífi og frá harmleikum innan fjölskyldunnar. Fólk sagðist almennt ekkert hafa vitað hvað það átti að gera,“ segir hún. Nauðsynlegt sé að hlúa betur að málaflokknum og opna umræðuna á annan hátt, til að aflétta þögguninni sem hefur ríkt alla tíð. Það hjálpi drengjum að stíga fram og greina frá ofbeldinu. „Ef þolendafjöldi í dómum Hæstaréttar í þessi 90 ár endurspeglar veruleikann, þyrftum við í raun ekki að hafa miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gegn drengjum. En við vitum öll að það er ekki satt.“ Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Hæstaréttardómar sem snúa að kynferðisofbeldi gegn drengjum sýna án efa einungis lítið brot af þeim sem raunverulega eiga sér stað í samfélaginu, að mati Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Svala hefur rannsakað alla dóma Hæstaréttar frá árinu 1920 sem snúa að kynferðisbrotum gegn drengjum. „Mín tilfinning er sú að dómarnir gefi ekki raunhæfa mynd af málaflokknum. Til dæmis er fjöldi þolenda á þessu langa tímabili óraunhæfur. Veruleikinn er án efa allt annar,“ segir hún. „Stúlkur eru hljóður hópur þolenda, en drengir eru þögull hópur. Staðreyndin er sú að drengir verða líka fyrir kynferðisofbeldi, það vill oft gleymast.“ Í rannsókn Svölu, sem Fréttablaðið birti á þriðjudag, kemur fram að stærstur hluti gerenda er ókunnugir karlmenn. Svala telur það ekki endurspegla veruleikann þegar kynferðisbrot gegn drengjum eiga í hlut. „Ég tel að skýringin sé sú að brot séu frekar þögguð niður þegar drengir eiga í hlut og það sé brotið á þeim af karlmanni sem er í nærumhverfi þeirra eða tengdur þeim á einhvern hátt. Kynferðisbrot gegn börnum eru almennt þögguð niður, en ég held að brot gegn drengjum séu það enn frekar.“ Hún telur þó að málin fái ekki aðra meðferð innan kerfisins en þegar stúlkur eiga í hlut, heldur gefi færri strákar sig fram. „Þeim er líka síður trúað og það er síður gert ráð fyrir því að einhver hegðunarmynstur hjá strák geti verið afleiðing kynferðisofbeldis. Staðalmyndin er sú að stúlka er þolandi.“ Svölu hafa borist símtöl eftir umfjöllun Fréttablaðsins um málið í vikunni, þar sem fólk þakkaði henni fyrir að rannsaka málaflokkinn. „Fólk sagði mér sögur úr sínu lífi og frá harmleikum innan fjölskyldunnar. Fólk sagðist almennt ekkert hafa vitað hvað það átti að gera,“ segir hún. Nauðsynlegt sé að hlúa betur að málaflokknum og opna umræðuna á annan hátt, til að aflétta þögguninni sem hefur ríkt alla tíð. Það hjálpi drengjum að stíga fram og greina frá ofbeldinu. „Ef þolendafjöldi í dómum Hæstaréttar í þessi 90 ár endurspeglar veruleikann, þyrftum við í raun ekki að hafa miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gegn drengjum. En við vitum öll að það er ekki satt.“
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira