Dáleiðir ekki þann sem vill það ekki Sara skrifar 1. desember 2012 08:00 Yrja Kristinsdóttir lauk nýverið diploma-námi í dáleiðslutækni og starfar nú sem slíkur í Kaupmannahöfn. mynd/katrín guðlaugsdóttir „Það má segja að dáleiðslan sé djúp slökun og náttúrulegt hugarástand sem allir fara í á hverjum degi án þess að vita af því. Þegar við gerum eitthvað sem tekur athyglina frá okkur þá erum við komin í náttúrulegt dáleiðsluástand,“ útskýrir Yrja Kristinsdóttir sem hlaut nýverið diploma í dáleiðslutækni. Hún segir að með aðstoð dáleiðslutæknis geti fólk meðal annars rifjað upp bældar minningar, bætt sjálfstraust sitt, hætt að reykja eða upplifað djúpa slökun. Yrja hefur lengi haft áhuga á andlegum málefnum og stundar sjálf hugleiðslu. Hún hafði nokkrum sinnum heyrt minnst á námskeið í dáleiðslutækni og fannst tilvalið að bæta því við menntun sína sem félagsráðgjafi. „Með hjálp dáleiðslu er hægt að gera ýmsar breytingar á sjálfum sér. Við hjálpum fólki að komast í samband við undirmeðvitundina og þegar því er náð hefst vinnan. Setji fólk sér ákveðið markmið þá er það oftast meðvitundin sem setur þau. Það er sagt að meðvitundin sé um tíu prósent af huganum en undirmeðvitundin um níutíu prósent. Það þýðir að aðeins lítill hluti hugans vinnur að þessum markmiðum og viðhorf okkar og hegðun breytist ekki nema í skamman tíma. Við erum þess vegna fljót að detta aftur í sama farið. Dáleiðslan svo frábær því þannig fáum við tækifæri til að hafa áhrif á hegðun og líðan einstaklingsins.“ Aðspurð segir Yrja dáleiðslutæknina sem hún lærði ekki eiga nokkuð skylt við þá dáleiðslu sem töframaðurinn Sailesh notar. Hún getur því ekki fengið fólk til að lúta sínum vilja með dáleiðslu. „Ég mundi fegin vilja geta fengið fólk til að gera hitt og þetta, en þessi dáleiðsla er ekki eins og sú sem Sailesh notar. Ég get heldur ekki dáleitt fólk sem vill ekki láta dáleiða sig. Ef einhver er mjög skeptískur þá virkar þetta ekki.“ Yrja er búsett í Kaupmannahöfn en hefur verið með annan fótinn á Íslandi. Hún flutti fyrst út sem skiptinemi árið 2008 en hreifst svo af borginni að hún ákvað að vera um kyrrt. „Eins og svo margir ílengdist ég í Danmörku. Ég fæ þó oft heimþrá og veit að ég mun flytja heim á endanum. Ég vann áður sem flugfreyja hjá Iceland Express en vinn núna við afleysingar á leikskóla samhliða því að taka fólk í dáleiðslumeðferð. Byrjunin lofar góðu. Þetta er í raun bara eins og sálfræðiaðstoð nema með djúpri slökun og fólki líður mjög vel eftir meðferðina,“ segir hún að lokum. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
„Það má segja að dáleiðslan sé djúp slökun og náttúrulegt hugarástand sem allir fara í á hverjum degi án þess að vita af því. Þegar við gerum eitthvað sem tekur athyglina frá okkur þá erum við komin í náttúrulegt dáleiðsluástand,“ útskýrir Yrja Kristinsdóttir sem hlaut nýverið diploma í dáleiðslutækni. Hún segir að með aðstoð dáleiðslutæknis geti fólk meðal annars rifjað upp bældar minningar, bætt sjálfstraust sitt, hætt að reykja eða upplifað djúpa slökun. Yrja hefur lengi haft áhuga á andlegum málefnum og stundar sjálf hugleiðslu. Hún hafði nokkrum sinnum heyrt minnst á námskeið í dáleiðslutækni og fannst tilvalið að bæta því við menntun sína sem félagsráðgjafi. „Með hjálp dáleiðslu er hægt að gera ýmsar breytingar á sjálfum sér. Við hjálpum fólki að komast í samband við undirmeðvitundina og þegar því er náð hefst vinnan. Setji fólk sér ákveðið markmið þá er það oftast meðvitundin sem setur þau. Það er sagt að meðvitundin sé um tíu prósent af huganum en undirmeðvitundin um níutíu prósent. Það þýðir að aðeins lítill hluti hugans vinnur að þessum markmiðum og viðhorf okkar og hegðun breytist ekki nema í skamman tíma. Við erum þess vegna fljót að detta aftur í sama farið. Dáleiðslan svo frábær því þannig fáum við tækifæri til að hafa áhrif á hegðun og líðan einstaklingsins.“ Aðspurð segir Yrja dáleiðslutæknina sem hún lærði ekki eiga nokkuð skylt við þá dáleiðslu sem töframaðurinn Sailesh notar. Hún getur því ekki fengið fólk til að lúta sínum vilja með dáleiðslu. „Ég mundi fegin vilja geta fengið fólk til að gera hitt og þetta, en þessi dáleiðsla er ekki eins og sú sem Sailesh notar. Ég get heldur ekki dáleitt fólk sem vill ekki láta dáleiða sig. Ef einhver er mjög skeptískur þá virkar þetta ekki.“ Yrja er búsett í Kaupmannahöfn en hefur verið með annan fótinn á Íslandi. Hún flutti fyrst út sem skiptinemi árið 2008 en hreifst svo af borginni að hún ákvað að vera um kyrrt. „Eins og svo margir ílengdist ég í Danmörku. Ég fæ þó oft heimþrá og veit að ég mun flytja heim á endanum. Ég vann áður sem flugfreyja hjá Iceland Express en vinn núna við afleysingar á leikskóla samhliða því að taka fólk í dáleiðslumeðferð. Byrjunin lofar góðu. Þetta er í raun bara eins og sálfræðiaðstoð nema með djúpri slökun og fólki líður mjög vel eftir meðferðina,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið