Dáleiðir ekki þann sem vill það ekki Sara skrifar 1. desember 2012 08:00 Yrja Kristinsdóttir lauk nýverið diploma-námi í dáleiðslutækni og starfar nú sem slíkur í Kaupmannahöfn. mynd/katrín guðlaugsdóttir „Það má segja að dáleiðslan sé djúp slökun og náttúrulegt hugarástand sem allir fara í á hverjum degi án þess að vita af því. Þegar við gerum eitthvað sem tekur athyglina frá okkur þá erum við komin í náttúrulegt dáleiðsluástand,“ útskýrir Yrja Kristinsdóttir sem hlaut nýverið diploma í dáleiðslutækni. Hún segir að með aðstoð dáleiðslutæknis geti fólk meðal annars rifjað upp bældar minningar, bætt sjálfstraust sitt, hætt að reykja eða upplifað djúpa slökun. Yrja hefur lengi haft áhuga á andlegum málefnum og stundar sjálf hugleiðslu. Hún hafði nokkrum sinnum heyrt minnst á námskeið í dáleiðslutækni og fannst tilvalið að bæta því við menntun sína sem félagsráðgjafi. „Með hjálp dáleiðslu er hægt að gera ýmsar breytingar á sjálfum sér. Við hjálpum fólki að komast í samband við undirmeðvitundina og þegar því er náð hefst vinnan. Setji fólk sér ákveðið markmið þá er það oftast meðvitundin sem setur þau. Það er sagt að meðvitundin sé um tíu prósent af huganum en undirmeðvitundin um níutíu prósent. Það þýðir að aðeins lítill hluti hugans vinnur að þessum markmiðum og viðhorf okkar og hegðun breytist ekki nema í skamman tíma. Við erum þess vegna fljót að detta aftur í sama farið. Dáleiðslan svo frábær því þannig fáum við tækifæri til að hafa áhrif á hegðun og líðan einstaklingsins.“ Aðspurð segir Yrja dáleiðslutæknina sem hún lærði ekki eiga nokkuð skylt við þá dáleiðslu sem töframaðurinn Sailesh notar. Hún getur því ekki fengið fólk til að lúta sínum vilja með dáleiðslu. „Ég mundi fegin vilja geta fengið fólk til að gera hitt og þetta, en þessi dáleiðsla er ekki eins og sú sem Sailesh notar. Ég get heldur ekki dáleitt fólk sem vill ekki láta dáleiða sig. Ef einhver er mjög skeptískur þá virkar þetta ekki.“ Yrja er búsett í Kaupmannahöfn en hefur verið með annan fótinn á Íslandi. Hún flutti fyrst út sem skiptinemi árið 2008 en hreifst svo af borginni að hún ákvað að vera um kyrrt. „Eins og svo margir ílengdist ég í Danmörku. Ég fæ þó oft heimþrá og veit að ég mun flytja heim á endanum. Ég vann áður sem flugfreyja hjá Iceland Express en vinn núna við afleysingar á leikskóla samhliða því að taka fólk í dáleiðslumeðferð. Byrjunin lofar góðu. Þetta er í raun bara eins og sálfræðiaðstoð nema með djúpri slökun og fólki líður mjög vel eftir meðferðina,“ segir hún að lokum. Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
„Það má segja að dáleiðslan sé djúp slökun og náttúrulegt hugarástand sem allir fara í á hverjum degi án þess að vita af því. Þegar við gerum eitthvað sem tekur athyglina frá okkur þá erum við komin í náttúrulegt dáleiðsluástand,“ útskýrir Yrja Kristinsdóttir sem hlaut nýverið diploma í dáleiðslutækni. Hún segir að með aðstoð dáleiðslutæknis geti fólk meðal annars rifjað upp bældar minningar, bætt sjálfstraust sitt, hætt að reykja eða upplifað djúpa slökun. Yrja hefur lengi haft áhuga á andlegum málefnum og stundar sjálf hugleiðslu. Hún hafði nokkrum sinnum heyrt minnst á námskeið í dáleiðslutækni og fannst tilvalið að bæta því við menntun sína sem félagsráðgjafi. „Með hjálp dáleiðslu er hægt að gera ýmsar breytingar á sjálfum sér. Við hjálpum fólki að komast í samband við undirmeðvitundina og þegar því er náð hefst vinnan. Setji fólk sér ákveðið markmið þá er það oftast meðvitundin sem setur þau. Það er sagt að meðvitundin sé um tíu prósent af huganum en undirmeðvitundin um níutíu prósent. Það þýðir að aðeins lítill hluti hugans vinnur að þessum markmiðum og viðhorf okkar og hegðun breytist ekki nema í skamman tíma. Við erum þess vegna fljót að detta aftur í sama farið. Dáleiðslan svo frábær því þannig fáum við tækifæri til að hafa áhrif á hegðun og líðan einstaklingsins.“ Aðspurð segir Yrja dáleiðslutæknina sem hún lærði ekki eiga nokkuð skylt við þá dáleiðslu sem töframaðurinn Sailesh notar. Hún getur því ekki fengið fólk til að lúta sínum vilja með dáleiðslu. „Ég mundi fegin vilja geta fengið fólk til að gera hitt og þetta, en þessi dáleiðsla er ekki eins og sú sem Sailesh notar. Ég get heldur ekki dáleitt fólk sem vill ekki láta dáleiða sig. Ef einhver er mjög skeptískur þá virkar þetta ekki.“ Yrja er búsett í Kaupmannahöfn en hefur verið með annan fótinn á Íslandi. Hún flutti fyrst út sem skiptinemi árið 2008 en hreifst svo af borginni að hún ákvað að vera um kyrrt. „Eins og svo margir ílengdist ég í Danmörku. Ég fæ þó oft heimþrá og veit að ég mun flytja heim á endanum. Ég vann áður sem flugfreyja hjá Iceland Express en vinn núna við afleysingar á leikskóla samhliða því að taka fólk í dáleiðslumeðferð. Byrjunin lofar góðu. Þetta er í raun bara eins og sálfræðiaðstoð nema með djúpri slökun og fólki líður mjög vel eftir meðferðina,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira