Lífið

Í hlutverk stjúpunnar

Cate Blanchett fer úr einu ævintýri í annað. Hún gæti farið með hlutverk í Öskubusku.
nordicphotos/getty
Cate Blanchett fer úr einu ævintýri í annað. Hún gæti farið með hlutverk í Öskubusku. nordicphotos/getty
Cate Blanchett er í viðræðum við Disney um að fara með hlutverk í endurgerð á ævintýrinu um Öskubusku. Blanchett mundi þá fara með hlutverk vondu stjúpunnar. Mark Romanek mun leikstýra myndinni.

Disney hefur þegar látið endurgera Alice in Wonderland og tökur á Maleficent, kvikmynd um illu nornina úr ævintýrinu um Þyrnirós, er nú í tökum. Angelina Jolie fer með hlutverk Maleficent.

Handritshöfundurinn Aline Brosh McKenna skrifaði uppkast að handriti Öskubusku árið 2010 en Chris Weitz hefur nú tekið við verkinu sem ber vinnuheitið Untitled Cinderella Story. Blanchett hefur verið upptekin við gerð þríleiksins um Hobbitann þar sem hún bregður sér aftur í hlutverk álfadrottningarinnar Galadriel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.