Lífið

Gæti leikið Tarzan

Alexander Skarsgård gæti farið með hlutverk Tarsans í nýrri kvikmynd. nordicphotos/getty
Alexander Skarsgård gæti farið með hlutverk Tarsans í nýrri kvikmynd. nordicphotos/getty
Alexander Skarsgård er efstur á óskalista leikstjórans Davids Yates til að fara með hlutverk Tarsans í nýrri kvikmynd um konung frumskógarins. Warner Bros framleiðir kvikmyndina og segir í Variety að Samuel L. Jackson sé einnig orðaður við kvikmyndina.

Jackson færi með hlutverk hermanns sem berst nú við hlið Tarsans í þeim tilgangi að bjarga Kongó.

Það varð opinbert í byrjun nóvember að Yates mundi leikstýra kvikmyndinni.Yates er þekktastur fyrir að leikstýra fjórum myndum í hinni vinsælu kvikmyndaröð um Harry Potter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.