Lífið

Málmhaus í tökum

Tökur hófust á myndinni Málmhaus í leikstjórn Ragnars Bragasonar í vikunni. Upptökur fara víða fram, meðal annars í Reykjavík, undir Eyjafjöllum, á Snæfellsnesi, Kjalarnesi, Selfossi og á Hellisheiði. Mikið er lagt í að gera myndina sem flottasta og hefur glæsilegt stúdíó verið útbúið í útjaðri Reykjavíkur þar sem hluti af tökunum fer fram. Með aðalhlutverk í myndinni fara Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Þorbjörg Obba Dýrfjörð. Frumsýning verður næsta haust. -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.