Ágæti Sighvatur Björgvinsson Stefán Hrafn Jónsson skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal annars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hugmyndafræði þar sem einstaklingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert. Þrátt fyrir langa setu á Alþingi, bæði sem almennur þingmaður og ráðherra, hefur þér tekist að sneiða hjá stórum hneykslismálum og mistökum á ferlinum. Það sama verður ekki sagt um alla stjórnmálamenn af þinni kynslóð, plús mínus nokkur ár. Margar breytingar á íslensku stjórnkerfi voru gerðar af þinni kynslóð á Alþingi á sama tíma og þú áttir þar sæti. Meingallað kvótakerfið var sett á fót. Samflokksmönnum þínum hefur ekki enn tekist að vinda ofan af því kerfi. Skyldusparnaði var komið á (að mig minnir) þar sem inneignir fólks brunnu upp í óðaverðbólgu. Ef ég man rétt þá var það einnig fólk af þinni kynslóð sem stóð fyrir þessari óðaverðbólgu með endurteknum gengisfellingum til að auka verðgildi fiskafurða. Margir einstaklingar af þinni kynslóð fengu íbúðalán án verðbóta og greiddu þ.a.l. ekki nema lítinn hluta til baka þar sem verðbólgan sá um hitt. Einstaklingar af þinni kynslóð einkavæddu ríkisbankana (skiptu þeim á milli vina sinna) og lögðu þannig grunninn að umfangsmiklu bankahruni. Ágæti Sighvatur, ég ætla ekki að dæma þig eða alla þína kynslóð af verkum þessara samborgara þinna. Ég dæmi þig hins vegar af skrifum þínum um mig og mína kynslóð. Í skrifum þínum á Vísi þann 10. nóvember sl. tínir þú til nokkur dæmi um fólk á mínum aldri sem tók vafasamar viðskiptaákvarðanir í lagaumhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Þú notar þessi afglöp til að dæma mig og þúsundir samborgara minna. Ég er ekki á vanskilaskrá. Ég hef ekki stundað viðskipti nema sem kaupandi á vörum og þjónustu í neytendafjandsamlegu umhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Ég tók ekki þátt í útrásinni. Ég hef ekki einu sinni keypt flatskjá svo vísað sé til orða manns af þinni kynslóð. Þér hefur ekki verið úthlutað dómsvald yfir mér og minni kynslóð og frábið ég, og eflaust fleiri af minni kynslóð, mér þá fordóma sem koma fram í skrifum þínum þegar þú kallar okkur sjálfhverf. Að dæma heila kynslóð af afglöpum nokkurra einstaklinga segir meira um þann sem dæmir en þann dæmda. Sem betur fer er nú fólk af minni kynslóð á þingi sem kann betur að rökræða en þú Sighvatur. Samt er ljóst að það verður erfitt að leysa þau vandamál sem einhverjum af þinni kynslóð tókst að leggja grunninn að. Skrif þín þann 10. nóvember sl. hjálpa ekkert til, nákvæmlega ekkert, við enduruppbyggingu eftir hrun. Megir þú vel og lengi lifa en vinsamlegast hættu að skrifa ef þú getur ekki vandað þig betur og sleppt fordómum í garð annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00 Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00 Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…“ segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?“ Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. 14. nóvember 2012 06:00 Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal annars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hugmyndafræði þar sem einstaklingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert. Þrátt fyrir langa setu á Alþingi, bæði sem almennur þingmaður og ráðherra, hefur þér tekist að sneiða hjá stórum hneykslismálum og mistökum á ferlinum. Það sama verður ekki sagt um alla stjórnmálamenn af þinni kynslóð, plús mínus nokkur ár. Margar breytingar á íslensku stjórnkerfi voru gerðar af þinni kynslóð á Alþingi á sama tíma og þú áttir þar sæti. Meingallað kvótakerfið var sett á fót. Samflokksmönnum þínum hefur ekki enn tekist að vinda ofan af því kerfi. Skyldusparnaði var komið á (að mig minnir) þar sem inneignir fólks brunnu upp í óðaverðbólgu. Ef ég man rétt þá var það einnig fólk af þinni kynslóð sem stóð fyrir þessari óðaverðbólgu með endurteknum gengisfellingum til að auka verðgildi fiskafurða. Margir einstaklingar af þinni kynslóð fengu íbúðalán án verðbóta og greiddu þ.a.l. ekki nema lítinn hluta til baka þar sem verðbólgan sá um hitt. Einstaklingar af þinni kynslóð einkavæddu ríkisbankana (skiptu þeim á milli vina sinna) og lögðu þannig grunninn að umfangsmiklu bankahruni. Ágæti Sighvatur, ég ætla ekki að dæma þig eða alla þína kynslóð af verkum þessara samborgara þinna. Ég dæmi þig hins vegar af skrifum þínum um mig og mína kynslóð. Í skrifum þínum á Vísi þann 10. nóvember sl. tínir þú til nokkur dæmi um fólk á mínum aldri sem tók vafasamar viðskiptaákvarðanir í lagaumhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Þú notar þessi afglöp til að dæma mig og þúsundir samborgara minna. Ég er ekki á vanskilaskrá. Ég hef ekki stundað viðskipti nema sem kaupandi á vörum og þjónustu í neytendafjandsamlegu umhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Ég tók ekki þátt í útrásinni. Ég hef ekki einu sinni keypt flatskjá svo vísað sé til orða manns af þinni kynslóð. Þér hefur ekki verið úthlutað dómsvald yfir mér og minni kynslóð og frábið ég, og eflaust fleiri af minni kynslóð, mér þá fordóma sem koma fram í skrifum þínum þegar þú kallar okkur sjálfhverf. Að dæma heila kynslóð af afglöpum nokkurra einstaklinga segir meira um þann sem dæmir en þann dæmda. Sem betur fer er nú fólk af minni kynslóð á þingi sem kann betur að rökræða en þú Sighvatur. Samt er ljóst að það verður erfitt að leysa þau vandamál sem einhverjum af þinni kynslóð tókst að leggja grunninn að. Skrif þín þann 10. nóvember sl. hjálpa ekkert til, nákvæmlega ekkert, við enduruppbyggingu eftir hrun. Megir þú vel og lengi lifa en vinsamlegast hættu að skrifa ef þú getur ekki vandað þig betur og sleppt fordómum í garð annarra.
Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00
Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00
Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…“ segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?“ Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. 14. nóvember 2012 06:00
Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar