Lífið

Óvinsæll í Atlanta

Usher er ekki vinsæll í Atlanta um þessar mundir.
Usher er ekki vinsæll í Atlanta um þessar mundir. nordicphotos/getty
Söngvarinn Usher vakti óánægju fólks sem beið þess að kjósa í forsetakosningunum nærri borginni Atlanta. Usher fékk að fara fram fyrir röðina til þess að kjósa og tók að auki mynd af sér í kjörklefanum, sem er ólöglegt í Georgíufylki.

Þegar fólk kvartaði undan sérmeðferðinni sem Usher fékk hlaut það þau svör að nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir óþarfa uppþot sem kynnu að skapast í kringum söngvarann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.