Innlent

Segir mannorð sitt eyðilagt

Steinar var eftirlýstur á vef Interpol vegna málsins þangað til hann var handtekinn í Amsterdam.
Steinar var eftirlýstur á vef Interpol vegna málsins þangað til hann var handtekinn í Amsterdam. Fréttablaðið/anton
Steinar Aubertsson, sem sætir ákæru fyrir að hafa skipulagt smygl á 570 grömmum af kókaíni til Íslands, segir ákæruna til þess ætlaða að eyðileggja mannorð hans. Við aðalmeðferðina í gær sagði hann að ákæruvaldið ætti að skammast sín.

Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Ákæran í málinu er þríþætt. Grömmin 570 komu til landsins í ferðatösku móður konu sem ákærð er í öllum þremur liðinum. Móðirin segist ekki hafa fundið nein fíkniefni við leit í töskunni þegar grunur rann á hana. Hún er ekki ákærð í málinu.

Í öðru lagi er par á fertugsaldri ákært fyrir að skipuleggja innflutning á 347 grömmum af kókaíni frá Spáni og notast við burðardýr. Í dómssal var leikin upptaka af símtali þar sem konan sem ákærð er fyrir skipulagninguna hótar að „fara í“ dóttur annars burðardýrsins ef það hlýðir ekki skipunum.

Í þriðja lagi er parið ákært fyrir að skipuleggja smygl á 140 grömmum af kókaíni sem aldrei varð.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×