Hætta framleiðslu á vinsælu geðklofalyfi 6. nóvember 2012 07:00 Hundruð geðklofasjúklinga á Íslandi nota Trilafon með góðum árangri. Það er jafnframt eitt ódýrasta geðklofalyfið á markaðnum, en framleiðslu á því verður hætt á næstunni. Magnús Haraldsson, geðlæknir á Landspítalanum, segir það grafalvarlegt mál að lyfjaframleiðandinn Merck Sharp & Dome (MSD) ætli að hætta framleiðslu á geðklofalyfinu perfenazíni (Trilafon) í töfluformi. Um gamalt og vinsælt geðlyf sé að ræða, sem um leið sé eitt það ódýrasta á markaðnum og sé notað af hundruðum Íslendinga í dag með góðum árangri. „Lyfið er óumdeilanlega góður kostur við meðferð geðklofa og það er ekki hægt að fullyrða að nýrri lyf séu almennt betri,“ segir Magnús. Hann segir lyfið í raun það eina í sínum flokki sem hafi staðið sig svo vel í samkeppninni við nýrri lyf í langtímameðferð að það er enn í mikilli notkun hér á landi. MSD gaf þá útskýringu vegna framleiðslustoppsins annars vegar að aðrir meðferðarmöguleikar væru í boði og hins vegar að framleiðsla lyfsins væri flókin. „Það er erfitt að sjá hvers vegna framleiðslan ætti að vera flóknari í dag en fyrir rúmum 40 árum þegar lyfið kom fyrst á markað,“ segir Magnús. „Við hljótum þá að spyrja um ábyrgð lyfjaframleiðenda þegar lyf sem sannanlega er sýnt fram á að séu góður valkostur við alvarlegum sjúkdómum er nær fyrirvaralaust tekið af markaði.“ Ekkert samheitalyf verður sett formlega á markað eftir að Trilafon fer af markaði hér í byrjun næsta árs, en læknar geta sótt um undanþágulyfseðil hjá Lyfjastofnun vegna samheitalyfja fyrir sjúklinga sína. „Þetta getur verið meiriháttar mál fyrir fleiri hundruð einstaklinga sem hafa verið að nota þetta lyf lengi,“ segir Magnús. Arnþrúður Jónsdóttir, sölu- og markaðsstjóri MSD á Íslandi, segir að samheitalyfið, sem er framleitt af Orion Pharma, hafi sama virka efni og Trilafon. Lyfjastofnun hafi gefið fyrirheit um að greiða leiðina fyrir lækna að fá undanþágulyfseðla vegna þess. „Það er verið að taka lyfið af markaði á heimsvísu,“ segir hún. „Auðvitað er skiljanlegt að það er erfitt fyrir sjúklinga að skipta um nafn á lyfjunum sínum, en það er því miður ekkert annað í stöðunni í þessu tilfelli.“ Trilafon í stunguformi verður áfram á markaði, sem og forðalyfið sem er gefið í stærri skömmtum. Um 3.000 einstaklingar þjást af geðklofa hér á landi. Algengustu einkennin eru ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsanatruflun og tilfinningaflatneskja. Lyfjameðferð með geðrofslyfjum er talin ein virkasta meðferðin við sjúkdómnum. sunna@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Magnús Haraldsson, geðlæknir á Landspítalanum, segir það grafalvarlegt mál að lyfjaframleiðandinn Merck Sharp & Dome (MSD) ætli að hætta framleiðslu á geðklofalyfinu perfenazíni (Trilafon) í töfluformi. Um gamalt og vinsælt geðlyf sé að ræða, sem um leið sé eitt það ódýrasta á markaðnum og sé notað af hundruðum Íslendinga í dag með góðum árangri. „Lyfið er óumdeilanlega góður kostur við meðferð geðklofa og það er ekki hægt að fullyrða að nýrri lyf séu almennt betri,“ segir Magnús. Hann segir lyfið í raun það eina í sínum flokki sem hafi staðið sig svo vel í samkeppninni við nýrri lyf í langtímameðferð að það er enn í mikilli notkun hér á landi. MSD gaf þá útskýringu vegna framleiðslustoppsins annars vegar að aðrir meðferðarmöguleikar væru í boði og hins vegar að framleiðsla lyfsins væri flókin. „Það er erfitt að sjá hvers vegna framleiðslan ætti að vera flóknari í dag en fyrir rúmum 40 árum þegar lyfið kom fyrst á markað,“ segir Magnús. „Við hljótum þá að spyrja um ábyrgð lyfjaframleiðenda þegar lyf sem sannanlega er sýnt fram á að séu góður valkostur við alvarlegum sjúkdómum er nær fyrirvaralaust tekið af markaði.“ Ekkert samheitalyf verður sett formlega á markað eftir að Trilafon fer af markaði hér í byrjun næsta árs, en læknar geta sótt um undanþágulyfseðil hjá Lyfjastofnun vegna samheitalyfja fyrir sjúklinga sína. „Þetta getur verið meiriháttar mál fyrir fleiri hundruð einstaklinga sem hafa verið að nota þetta lyf lengi,“ segir Magnús. Arnþrúður Jónsdóttir, sölu- og markaðsstjóri MSD á Íslandi, segir að samheitalyfið, sem er framleitt af Orion Pharma, hafi sama virka efni og Trilafon. Lyfjastofnun hafi gefið fyrirheit um að greiða leiðina fyrir lækna að fá undanþágulyfseðla vegna þess. „Það er verið að taka lyfið af markaði á heimsvísu,“ segir hún. „Auðvitað er skiljanlegt að það er erfitt fyrir sjúklinga að skipta um nafn á lyfjunum sínum, en það er því miður ekkert annað í stöðunni í þessu tilfelli.“ Trilafon í stunguformi verður áfram á markaði, sem og forðalyfið sem er gefið í stærri skömmtum. Um 3.000 einstaklingar þjást af geðklofa hér á landi. Algengustu einkennin eru ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsanatruflun og tilfinningaflatneskja. Lyfjameðferð með geðrofslyfjum er talin ein virkasta meðferðin við sjúkdómnum. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira