Frændur sjá um loftvarnir 31. október 2012 08:00 Fundurinn í gær Ráðherrarnir sitja fyrir svörum. Frá vinstri eru þarna Helle Thorning Schmidt, Jyrki Katainen, Espen Barth Eide, Fredrik Reinfeldt og Jóhanna Sigurðardóttir. Mynd/Norden.org Fréttaskýring Hver annast loftvarnir Íslands? Svíar og Finnar munu frá og með apríl 2014 sinna sérstakri norrænni loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í gær. „Þetta er mjög spennandi verkefni sem við bindum miklar vonir við,“ sagði Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, sem sat fundinn í fjarveru Jens Stoltenberg. Barth Eide sagði að það sem væri nýtt í þessu samhengi væri að Norðurlöndin kæmu sameiginlega að lausn á vanda við varnir Íslands. „Finnland hefur upplýst íslensk stjórnvöld um að við séum tilbúin. Þetta krefst samþykkis NATO og samþykkis finnska þingsins þegar við höfum nánari upplýsingar um hvað felst í loftrýmisgæslunni. Það eru ýmis álitaefni sem koma upp,“ sagði Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands. Katainen og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svía, voru ekki á einu máli um hvort herþoturnar yrðu vopnaðar eða án vopna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var ánægð með niðurstöðuna. „Það þarf auðvitað samráð við NATO en ég á ekki von á andstöðu við áformin þar.“ Hún sagði aðspurð að eining væri í ríkisstjórninni um málið. Engar athugasemdir hafi verið gerðar þegar áformin voru rædd í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, gagnrýndi hins vegar loftrýmisæfingarnar í fréttum RÚV í gær og kallaði þær tímaskekkju frá dögum kalda stríðsins. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Fréttaskýring Hver annast loftvarnir Íslands? Svíar og Finnar munu frá og með apríl 2014 sinna sérstakri norrænni loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í gær. „Þetta er mjög spennandi verkefni sem við bindum miklar vonir við,“ sagði Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, sem sat fundinn í fjarveru Jens Stoltenberg. Barth Eide sagði að það sem væri nýtt í þessu samhengi væri að Norðurlöndin kæmu sameiginlega að lausn á vanda við varnir Íslands. „Finnland hefur upplýst íslensk stjórnvöld um að við séum tilbúin. Þetta krefst samþykkis NATO og samþykkis finnska þingsins þegar við höfum nánari upplýsingar um hvað felst í loftrýmisgæslunni. Það eru ýmis álitaefni sem koma upp,“ sagði Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands. Katainen og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svía, voru ekki á einu máli um hvort herþoturnar yrðu vopnaðar eða án vopna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var ánægð með niðurstöðuna. „Það þarf auðvitað samráð við NATO en ég á ekki von á andstöðu við áformin þar.“ Hún sagði aðspurð að eining væri í ríkisstjórninni um málið. Engar athugasemdir hafi verið gerðar þegar áformin voru rædd í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, gagnrýndi hins vegar loftrýmisæfingarnar í fréttum RÚV í gær og kallaði þær tímaskekkju frá dögum kalda stríðsins.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira