Þrjár raddir komu fram fyrir milljón Norðmenn 31. október 2012 06:00 „Þáttastjórnandinn hafði heyrt í okkur og það var hann sem hafði samband og spurði hvort við vildum taka þátt. Þetta var ótrúlega gaman og við skemmtum okkur mjög vel,“ segir Sandra Þórðardóttir. Sönghópurinn Þrjár raddir og Beatur tóku þátt í sjónvarpsþættinum Beat for Beat sem sýndur var á NRK á föstudag. Sandra skipar sveitina ásamt Ingu Þyrí Þórðardóttur, Kenyu Emil og Bjarti „Beatur“ Guðjónssyni taktkjafti, en hópurinn hefur verið búsettur í Noregi síðustu tvö árin.Beat for Beat er skemmtiþáttur sem sýndur er í norska ríkissjónvarpinu og er það Ivar Dyrhaug sem stýrir þættinum ásamt tónlistarmönnunum Gisle Børge Styve og Trond Nagell Dahl. Þátturinn nýtur mikilla vinsælda í Noregi og að sögn Söndru horfir um milljón manns á hann hvert föstudagskvöld. Ásamt því að keppa í þættinum tók sveitin einnig eitt lag fyrir áhorfendur. Spurð um úrslitin segir Sandra hlæjandi: „Að sjálfsögðu unnum við.“Hún vonar að þátttökunni fylgi aukið umtal og fleiri verkefni fyrir sönghópinn. „Hérna ganga hlutirnir ekki eins fyrir sig og heima, hér er mjög erfitt að fá umfjöllun ef þú ert ekki frægur. En við vonum að þátttakan í Beat for Beat muni leiða til stærri og fleiri verkefna. Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir í tölvupósti eftir þáttinn sem er æðislegt.“Hópurinn hefur haft í nógu að snúast síðan hann flutti til Noregs fyrir tveimur árum. „Við erum ævintýragjörn og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Fyrst bjuggum við öll í einu herbergi sem við leigðum á 240 þúsund krónur, borðuðum túnfisk í öll mál og vorum næstum búin að drepa hvert annað. Núna búum við hvert í sinni íbúð og það er mun betra,“ segir hún og hlær.Spurð út í önnur verkefni söngsveitarinnar segir Sandra þau vinna að uppsetningu leiksýningar sem sýnd verður í Óperuhúsinu í Ósló í mars. „Leikstjóri sýningarinnar vildi endilega fá okkur með sér í lið. Sýningin fjallar um útgáfufyrirtækið Motown og við erum núna í því að útsetja lög fyrir sýninguna.“ sara@frettabladid.is. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
„Þáttastjórnandinn hafði heyrt í okkur og það var hann sem hafði samband og spurði hvort við vildum taka þátt. Þetta var ótrúlega gaman og við skemmtum okkur mjög vel,“ segir Sandra Þórðardóttir. Sönghópurinn Þrjár raddir og Beatur tóku þátt í sjónvarpsþættinum Beat for Beat sem sýndur var á NRK á föstudag. Sandra skipar sveitina ásamt Ingu Þyrí Þórðardóttur, Kenyu Emil og Bjarti „Beatur“ Guðjónssyni taktkjafti, en hópurinn hefur verið búsettur í Noregi síðustu tvö árin.Beat for Beat er skemmtiþáttur sem sýndur er í norska ríkissjónvarpinu og er það Ivar Dyrhaug sem stýrir þættinum ásamt tónlistarmönnunum Gisle Børge Styve og Trond Nagell Dahl. Þátturinn nýtur mikilla vinsælda í Noregi og að sögn Söndru horfir um milljón manns á hann hvert föstudagskvöld. Ásamt því að keppa í þættinum tók sveitin einnig eitt lag fyrir áhorfendur. Spurð um úrslitin segir Sandra hlæjandi: „Að sjálfsögðu unnum við.“Hún vonar að þátttökunni fylgi aukið umtal og fleiri verkefni fyrir sönghópinn. „Hérna ganga hlutirnir ekki eins fyrir sig og heima, hér er mjög erfitt að fá umfjöllun ef þú ert ekki frægur. En við vonum að þátttakan í Beat for Beat muni leiða til stærri og fleiri verkefna. Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir í tölvupósti eftir þáttinn sem er æðislegt.“Hópurinn hefur haft í nógu að snúast síðan hann flutti til Noregs fyrir tveimur árum. „Við erum ævintýragjörn og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Fyrst bjuggum við öll í einu herbergi sem við leigðum á 240 þúsund krónur, borðuðum túnfisk í öll mál og vorum næstum búin að drepa hvert annað. Núna búum við hvert í sinni íbúð og það er mun betra,“ segir hún og hlær.Spurð út í önnur verkefni söngsveitarinnar segir Sandra þau vinna að uppsetningu leiksýningar sem sýnd verður í Óperuhúsinu í Ósló í mars. „Leikstjóri sýningarinnar vildi endilega fá okkur með sér í lið. Sýningin fjallar um útgáfufyrirtækið Motown og við erum núna í því að útsetja lög fyrir sýninguna.“ sara@frettabladid.is.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira