Íslendingar óviðbúnir óvæntum hamförum 20. október 2012 08:00 Ekki er nema um eitt og hálft ár síðan ástandið var svona í Öræfum vegna eldgoss í Grímsvötnum. Sjá má björgunarsveit sem aðstoðaði fólk á Islandia Hótel Núpum. Myndin er tekin á hádegi í kolniðamyrkri vegna öskufalls. Fréttablaðið/vilhelm Ísland er ekki nægilega undirbúið fyrir vá sem hér gæti hugsanlega riðið yfir. Landið er þó vel í stakk búið til að takast á við þekktar hamfarir. Efla þarf samstarf vísindamanna og almannavarna og gæta að mönnun á sviði björgunar. Íslendingar eru vel í stakk búnir til að takast á við vá sem við þegar þekkjum til, en ekki óvænta stórfellda vá. Þetta kom fram í opnunarerindi sem Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, hélt á alþjóðlegri ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Grand hótel Reykjavík á föstudag. „Við erum búin undir það sem við þekkjum. Stóra spurningin er hins vegar hvort ekki gæti eitthvað gerst sem við þekkjum ekki,“ segir Víðir og kveður svarið vera að svo gæti vel farið. „Og við erum ekki búin undir það sem við þekkjum ekki.“ Víðir segir um leið ýmislegt hægt að gera til að gera þjóðina betur í stakk búna til að takast á við vá af áður óþekktri stærðargráðu. „Hægt er að efla samstarf vísindamanna og almannavarna. Það er hægt að efla samstarf viðbragðsaðila og reyna að forðast að sama fólkið sé með mörg hlutverk í skipulaginu.“ Sem dæmi segir Víðir að á landsbyggðinni sé algengt að björgunarsveitamenn séu líka í slökkviliði byggðarlagsins, eða sjái um sjúkraflutninga, eða séu starfsmenn heilbrigðisgeirans og jafnvel lögreglumenn líka. Þannig kunni að vera ofmetinn sá mannafli sem menn hafi til reiðu til að takast á við stórfelld áföll af áður óþekktri stærð. „Það eru áhættuþættir í skipulaginu sem verður að taka tillit til þegar menn eru að horfa á atburði sem kalla má óhugsanlega stóra.“ Ráðstefnan, sem haldin er undir yfirskriftinni „Björgun“, er með stærstu ráðstefnum heims í björgunargeira. Um 600 manns sækja ráðstefnuna sem lýkur á morgun. Þar á meðal er fjöldi erlendra gesta og fyrirlesara. Í samantekt erindis Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði, um jarðskjálfta- og eldfjallavá í nágrenni Reykjavíkur kemur fram að á flekaskilasvæðinu sem liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum megi búast við fáeinum skjálftum á stærðarbilinu 6,0 til 6,5 á hverri öld. „Eldgos á flekaskilunum eru yfirleitt hraungos nema þar sem vatn kemst að gosrásinni og veldur sprengigosum. Aðstæður til slíks eru þekktar á Krýsuvíkursvæðinu og undan ströndinni við Reykjanestá,“ segir í samantektinni. „Vá tengd eldgosum á Reykjanesskaga er helst tengd hraunrennsli, sprunguhreyfingum, áhrifum öskufalls á samgöngur og hugsanlega mengun grunnvatns.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Ísland er ekki nægilega undirbúið fyrir vá sem hér gæti hugsanlega riðið yfir. Landið er þó vel í stakk búið til að takast á við þekktar hamfarir. Efla þarf samstarf vísindamanna og almannavarna og gæta að mönnun á sviði björgunar. Íslendingar eru vel í stakk búnir til að takast á við vá sem við þegar þekkjum til, en ekki óvænta stórfellda vá. Þetta kom fram í opnunarerindi sem Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, hélt á alþjóðlegri ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Grand hótel Reykjavík á föstudag. „Við erum búin undir það sem við þekkjum. Stóra spurningin er hins vegar hvort ekki gæti eitthvað gerst sem við þekkjum ekki,“ segir Víðir og kveður svarið vera að svo gæti vel farið. „Og við erum ekki búin undir það sem við þekkjum ekki.“ Víðir segir um leið ýmislegt hægt að gera til að gera þjóðina betur í stakk búna til að takast á við vá af áður óþekktri stærðargráðu. „Hægt er að efla samstarf vísindamanna og almannavarna. Það er hægt að efla samstarf viðbragðsaðila og reyna að forðast að sama fólkið sé með mörg hlutverk í skipulaginu.“ Sem dæmi segir Víðir að á landsbyggðinni sé algengt að björgunarsveitamenn séu líka í slökkviliði byggðarlagsins, eða sjái um sjúkraflutninga, eða séu starfsmenn heilbrigðisgeirans og jafnvel lögreglumenn líka. Þannig kunni að vera ofmetinn sá mannafli sem menn hafi til reiðu til að takast á við stórfelld áföll af áður óþekktri stærð. „Það eru áhættuþættir í skipulaginu sem verður að taka tillit til þegar menn eru að horfa á atburði sem kalla má óhugsanlega stóra.“ Ráðstefnan, sem haldin er undir yfirskriftinni „Björgun“, er með stærstu ráðstefnum heims í björgunargeira. Um 600 manns sækja ráðstefnuna sem lýkur á morgun. Þar á meðal er fjöldi erlendra gesta og fyrirlesara. Í samantekt erindis Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði, um jarðskjálfta- og eldfjallavá í nágrenni Reykjavíkur kemur fram að á flekaskilasvæðinu sem liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum megi búast við fáeinum skjálftum á stærðarbilinu 6,0 til 6,5 á hverri öld. „Eldgos á flekaskilunum eru yfirleitt hraungos nema þar sem vatn kemst að gosrásinni og veldur sprengigosum. Aðstæður til slíks eru þekktar á Krýsuvíkursvæðinu og undan ströndinni við Reykjanestá,“ segir í samantektinni. „Vá tengd eldgosum á Reykjanesskaga er helst tengd hraunrennsli, sprunguhreyfingum, áhrifum öskufalls á samgöngur og hugsanlega mengun grunnvatns.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira