Íslendingar óviðbúnir óvæntum hamförum 20. október 2012 08:00 Ekki er nema um eitt og hálft ár síðan ástandið var svona í Öræfum vegna eldgoss í Grímsvötnum. Sjá má björgunarsveit sem aðstoðaði fólk á Islandia Hótel Núpum. Myndin er tekin á hádegi í kolniðamyrkri vegna öskufalls. Fréttablaðið/vilhelm Ísland er ekki nægilega undirbúið fyrir vá sem hér gæti hugsanlega riðið yfir. Landið er þó vel í stakk búið til að takast á við þekktar hamfarir. Efla þarf samstarf vísindamanna og almannavarna og gæta að mönnun á sviði björgunar. Íslendingar eru vel í stakk búnir til að takast á við vá sem við þegar þekkjum til, en ekki óvænta stórfellda vá. Þetta kom fram í opnunarerindi sem Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, hélt á alþjóðlegri ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Grand hótel Reykjavík á föstudag. „Við erum búin undir það sem við þekkjum. Stóra spurningin er hins vegar hvort ekki gæti eitthvað gerst sem við þekkjum ekki,“ segir Víðir og kveður svarið vera að svo gæti vel farið. „Og við erum ekki búin undir það sem við þekkjum ekki.“ Víðir segir um leið ýmislegt hægt að gera til að gera þjóðina betur í stakk búna til að takast á við vá af áður óþekktri stærðargráðu. „Hægt er að efla samstarf vísindamanna og almannavarna. Það er hægt að efla samstarf viðbragðsaðila og reyna að forðast að sama fólkið sé með mörg hlutverk í skipulaginu.“ Sem dæmi segir Víðir að á landsbyggðinni sé algengt að björgunarsveitamenn séu líka í slökkviliði byggðarlagsins, eða sjái um sjúkraflutninga, eða séu starfsmenn heilbrigðisgeirans og jafnvel lögreglumenn líka. Þannig kunni að vera ofmetinn sá mannafli sem menn hafi til reiðu til að takast á við stórfelld áföll af áður óþekktri stærð. „Það eru áhættuþættir í skipulaginu sem verður að taka tillit til þegar menn eru að horfa á atburði sem kalla má óhugsanlega stóra.“ Ráðstefnan, sem haldin er undir yfirskriftinni „Björgun“, er með stærstu ráðstefnum heims í björgunargeira. Um 600 manns sækja ráðstefnuna sem lýkur á morgun. Þar á meðal er fjöldi erlendra gesta og fyrirlesara. Í samantekt erindis Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði, um jarðskjálfta- og eldfjallavá í nágrenni Reykjavíkur kemur fram að á flekaskilasvæðinu sem liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum megi búast við fáeinum skjálftum á stærðarbilinu 6,0 til 6,5 á hverri öld. „Eldgos á flekaskilunum eru yfirleitt hraungos nema þar sem vatn kemst að gosrásinni og veldur sprengigosum. Aðstæður til slíks eru þekktar á Krýsuvíkursvæðinu og undan ströndinni við Reykjanestá,“ segir í samantektinni. „Vá tengd eldgosum á Reykjanesskaga er helst tengd hraunrennsli, sprunguhreyfingum, áhrifum öskufalls á samgöngur og hugsanlega mengun grunnvatns.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Ísland er ekki nægilega undirbúið fyrir vá sem hér gæti hugsanlega riðið yfir. Landið er þó vel í stakk búið til að takast á við þekktar hamfarir. Efla þarf samstarf vísindamanna og almannavarna og gæta að mönnun á sviði björgunar. Íslendingar eru vel í stakk búnir til að takast á við vá sem við þegar þekkjum til, en ekki óvænta stórfellda vá. Þetta kom fram í opnunarerindi sem Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, hélt á alþjóðlegri ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Grand hótel Reykjavík á föstudag. „Við erum búin undir það sem við þekkjum. Stóra spurningin er hins vegar hvort ekki gæti eitthvað gerst sem við þekkjum ekki,“ segir Víðir og kveður svarið vera að svo gæti vel farið. „Og við erum ekki búin undir það sem við þekkjum ekki.“ Víðir segir um leið ýmislegt hægt að gera til að gera þjóðina betur í stakk búna til að takast á við vá af áður óþekktri stærðargráðu. „Hægt er að efla samstarf vísindamanna og almannavarna. Það er hægt að efla samstarf viðbragðsaðila og reyna að forðast að sama fólkið sé með mörg hlutverk í skipulaginu.“ Sem dæmi segir Víðir að á landsbyggðinni sé algengt að björgunarsveitamenn séu líka í slökkviliði byggðarlagsins, eða sjái um sjúkraflutninga, eða séu starfsmenn heilbrigðisgeirans og jafnvel lögreglumenn líka. Þannig kunni að vera ofmetinn sá mannafli sem menn hafi til reiðu til að takast á við stórfelld áföll af áður óþekktri stærð. „Það eru áhættuþættir í skipulaginu sem verður að taka tillit til þegar menn eru að horfa á atburði sem kalla má óhugsanlega stóra.“ Ráðstefnan, sem haldin er undir yfirskriftinni „Björgun“, er með stærstu ráðstefnum heims í björgunargeira. Um 600 manns sækja ráðstefnuna sem lýkur á morgun. Þar á meðal er fjöldi erlendra gesta og fyrirlesara. Í samantekt erindis Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði, um jarðskjálfta- og eldfjallavá í nágrenni Reykjavíkur kemur fram að á flekaskilasvæðinu sem liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum megi búast við fáeinum skjálftum á stærðarbilinu 6,0 til 6,5 á hverri öld. „Eldgos á flekaskilunum eru yfirleitt hraungos nema þar sem vatn kemst að gosrásinni og veldur sprengigosum. Aðstæður til slíks eru þekktar á Krýsuvíkursvæðinu og undan ströndinni við Reykjanestá,“ segir í samantektinni. „Vá tengd eldgosum á Reykjanesskaga er helst tengd hraunrennsli, sprunguhreyfingum, áhrifum öskufalls á samgöngur og hugsanlega mengun grunnvatns.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira