Hver er þessi Lady Gaga? 11. október 2012 00:00 Söngkonan Lady Gaga er þekkt fyrir skrautleg höfuðföt og frumlegan klæðaburð.nordicphotos/getty Lady Gaga sneri öllu á hvolf á þriðjudaginn þegar hún lenti á Íslandi og tók við friðarverðlaunum Yoko Ono í Hörpunni. En hver er þessi manneskja og hvaðan kemur hún? Poppdívan Lady Gaga heitir réttu nafni Stefani Joanne Angelina Germanotta en kallar sig Lady Gaga eftir Queen-laginu Radio Gaga, enda mikill aðdáandi Queen. Hún fæddist 28. mars 1986 í New York-borg. Hún gekk í kaþólskan stúlknaskóla áður en hún hóf tónlistarnám í New York, sautján ára gömul. Ung að aldri byrjaði Gaga að spila á píanó og semja lög þar sem áhrifavaldarnir voru glysrokkarar á borð við David Bowie og Freddie Mercury úr Queen, ásamt poppurum eins og Madonnu og Michael Jackson. Árið 2007 byrjaði hún að koma fram á klúbbum í New York undir nafninu Lady Gaga and the Starlight Revue ásamt vinkonu sinni Lady Starlight. Útgáfufyrirtæki sáu fljótt að eitthvað var spunnið í Gaga. Hún komst í kynni við upptökustjórann Rob Fusari. Hann sendi lög sem hann hafði gert með Gaga til Vincents Herbert, eiganda Streamline Records, undirfyrirtækis Interscope Records, sem gerði við hana samning þar sem hún starfaði sem lagahöfundur. En eftir að popparinn Akon heyrði Gaga syngja fékk hann Interscope Records til að gera sameiginlegan útgáfusamning við Gaga og fyrirtæki sitt Kon Live og þar með var hún komin undir hans verndarvæng. Gaga hóf að undirbúa eigin sólóferil og fyrsta smáskífulagið Just Dance kom út í apríl 2008 og í framhaldinu platan The Fame. Hún samdi öll lögin á þeirri plötu, meðal annars í samstarfi við Fusari. Miklar vinsældir Just Dance opnuðu leiðina fyrir næsta lag, Poker Face, sem varð risasmellur og skaut Lady Gaga upp á stjörnuhimininn. Á sama tíma þurrkaði hún út svo að segja alla samkeppni frá söngkonum á borð við Christinu Aguilera og Britney Spears, bæði með nýtískulegri tónlistinni, sem þó átti rætur sínar að rekja til popps níunda áratugarins, og stórfurðulegum klæðaburðinum sem vonlaust hefur verið fyrir nokkurn annan að slá út. Í dag er Lady Gaga vinsælasta söngkona heims og virðist hún ekki ætla að gefa hásætið eftir í bráð. Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Lady Gaga sneri öllu á hvolf á þriðjudaginn þegar hún lenti á Íslandi og tók við friðarverðlaunum Yoko Ono í Hörpunni. En hver er þessi manneskja og hvaðan kemur hún? Poppdívan Lady Gaga heitir réttu nafni Stefani Joanne Angelina Germanotta en kallar sig Lady Gaga eftir Queen-laginu Radio Gaga, enda mikill aðdáandi Queen. Hún fæddist 28. mars 1986 í New York-borg. Hún gekk í kaþólskan stúlknaskóla áður en hún hóf tónlistarnám í New York, sautján ára gömul. Ung að aldri byrjaði Gaga að spila á píanó og semja lög þar sem áhrifavaldarnir voru glysrokkarar á borð við David Bowie og Freddie Mercury úr Queen, ásamt poppurum eins og Madonnu og Michael Jackson. Árið 2007 byrjaði hún að koma fram á klúbbum í New York undir nafninu Lady Gaga and the Starlight Revue ásamt vinkonu sinni Lady Starlight. Útgáfufyrirtæki sáu fljótt að eitthvað var spunnið í Gaga. Hún komst í kynni við upptökustjórann Rob Fusari. Hann sendi lög sem hann hafði gert með Gaga til Vincents Herbert, eiganda Streamline Records, undirfyrirtækis Interscope Records, sem gerði við hana samning þar sem hún starfaði sem lagahöfundur. En eftir að popparinn Akon heyrði Gaga syngja fékk hann Interscope Records til að gera sameiginlegan útgáfusamning við Gaga og fyrirtæki sitt Kon Live og þar með var hún komin undir hans verndarvæng. Gaga hóf að undirbúa eigin sólóferil og fyrsta smáskífulagið Just Dance kom út í apríl 2008 og í framhaldinu platan The Fame. Hún samdi öll lögin á þeirri plötu, meðal annars í samstarfi við Fusari. Miklar vinsældir Just Dance opnuðu leiðina fyrir næsta lag, Poker Face, sem varð risasmellur og skaut Lady Gaga upp á stjörnuhimininn. Á sama tíma þurrkaði hún út svo að segja alla samkeppni frá söngkonum á borð við Christinu Aguilera og Britney Spears, bæði með nýtískulegri tónlistinni, sem þó átti rætur sínar að rekja til popps níunda áratugarins, og stórfurðulegum klæðaburðinum sem vonlaust hefur verið fyrir nokkurn annan að slá út. Í dag er Lady Gaga vinsælasta söngkona heims og virðist hún ekki ætla að gefa hásætið eftir í bráð.
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira