Hver er þessi Lady Gaga? 11. október 2012 00:00 Söngkonan Lady Gaga er þekkt fyrir skrautleg höfuðföt og frumlegan klæðaburð.nordicphotos/getty Lady Gaga sneri öllu á hvolf á þriðjudaginn þegar hún lenti á Íslandi og tók við friðarverðlaunum Yoko Ono í Hörpunni. En hver er þessi manneskja og hvaðan kemur hún? Poppdívan Lady Gaga heitir réttu nafni Stefani Joanne Angelina Germanotta en kallar sig Lady Gaga eftir Queen-laginu Radio Gaga, enda mikill aðdáandi Queen. Hún fæddist 28. mars 1986 í New York-borg. Hún gekk í kaþólskan stúlknaskóla áður en hún hóf tónlistarnám í New York, sautján ára gömul. Ung að aldri byrjaði Gaga að spila á píanó og semja lög þar sem áhrifavaldarnir voru glysrokkarar á borð við David Bowie og Freddie Mercury úr Queen, ásamt poppurum eins og Madonnu og Michael Jackson. Árið 2007 byrjaði hún að koma fram á klúbbum í New York undir nafninu Lady Gaga and the Starlight Revue ásamt vinkonu sinni Lady Starlight. Útgáfufyrirtæki sáu fljótt að eitthvað var spunnið í Gaga. Hún komst í kynni við upptökustjórann Rob Fusari. Hann sendi lög sem hann hafði gert með Gaga til Vincents Herbert, eiganda Streamline Records, undirfyrirtækis Interscope Records, sem gerði við hana samning þar sem hún starfaði sem lagahöfundur. En eftir að popparinn Akon heyrði Gaga syngja fékk hann Interscope Records til að gera sameiginlegan útgáfusamning við Gaga og fyrirtæki sitt Kon Live og þar með var hún komin undir hans verndarvæng. Gaga hóf að undirbúa eigin sólóferil og fyrsta smáskífulagið Just Dance kom út í apríl 2008 og í framhaldinu platan The Fame. Hún samdi öll lögin á þeirri plötu, meðal annars í samstarfi við Fusari. Miklar vinsældir Just Dance opnuðu leiðina fyrir næsta lag, Poker Face, sem varð risasmellur og skaut Lady Gaga upp á stjörnuhimininn. Á sama tíma þurrkaði hún út svo að segja alla samkeppni frá söngkonum á borð við Christinu Aguilera og Britney Spears, bæði með nýtískulegri tónlistinni, sem þó átti rætur sínar að rekja til popps níunda áratugarins, og stórfurðulegum klæðaburðinum sem vonlaust hefur verið fyrir nokkurn annan að slá út. Í dag er Lady Gaga vinsælasta söngkona heims og virðist hún ekki ætla að gefa hásætið eftir í bráð. Mest lesið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
Lady Gaga sneri öllu á hvolf á þriðjudaginn þegar hún lenti á Íslandi og tók við friðarverðlaunum Yoko Ono í Hörpunni. En hver er þessi manneskja og hvaðan kemur hún? Poppdívan Lady Gaga heitir réttu nafni Stefani Joanne Angelina Germanotta en kallar sig Lady Gaga eftir Queen-laginu Radio Gaga, enda mikill aðdáandi Queen. Hún fæddist 28. mars 1986 í New York-borg. Hún gekk í kaþólskan stúlknaskóla áður en hún hóf tónlistarnám í New York, sautján ára gömul. Ung að aldri byrjaði Gaga að spila á píanó og semja lög þar sem áhrifavaldarnir voru glysrokkarar á borð við David Bowie og Freddie Mercury úr Queen, ásamt poppurum eins og Madonnu og Michael Jackson. Árið 2007 byrjaði hún að koma fram á klúbbum í New York undir nafninu Lady Gaga and the Starlight Revue ásamt vinkonu sinni Lady Starlight. Útgáfufyrirtæki sáu fljótt að eitthvað var spunnið í Gaga. Hún komst í kynni við upptökustjórann Rob Fusari. Hann sendi lög sem hann hafði gert með Gaga til Vincents Herbert, eiganda Streamline Records, undirfyrirtækis Interscope Records, sem gerði við hana samning þar sem hún starfaði sem lagahöfundur. En eftir að popparinn Akon heyrði Gaga syngja fékk hann Interscope Records til að gera sameiginlegan útgáfusamning við Gaga og fyrirtæki sitt Kon Live og þar með var hún komin undir hans verndarvæng. Gaga hóf að undirbúa eigin sólóferil og fyrsta smáskífulagið Just Dance kom út í apríl 2008 og í framhaldinu platan The Fame. Hún samdi öll lögin á þeirri plötu, meðal annars í samstarfi við Fusari. Miklar vinsældir Just Dance opnuðu leiðina fyrir næsta lag, Poker Face, sem varð risasmellur og skaut Lady Gaga upp á stjörnuhimininn. Á sama tíma þurrkaði hún út svo að segja alla samkeppni frá söngkonum á borð við Christinu Aguilera og Britney Spears, bæði með nýtískulegri tónlistinni, sem þó átti rætur sínar að rekja til popps níunda áratugarins, og stórfurðulegum klæðaburðinum sem vonlaust hefur verið fyrir nokkurn annan að slá út. Í dag er Lady Gaga vinsælasta söngkona heims og virðist hún ekki ætla að gefa hásætið eftir í bráð.
Mest lesið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira