Minna myrkur, meiri gleði Freyr skrifar 11. október 2012 00:00 Níunda plata bandarísku tónlistarkonunnar er nýkomin út. nordicphotos/getty Hin bandaríska Cat Power gaf fyrir skömmu út sína níundu plötu. Þar blandar hún sálar- og blústónlist saman við elektróník. Níunda hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Cat Power, Sun, kom út fyrir skömmu en sex ár eru liðin frá síðustu plötu hennar eingöngu með nýju efni. Í þetta sinn blandar hún aðallega saman sálar- og blústónlist við elektróník. Sjálf hefur Cat Power sagt að daðrið við myrkrið sé minna en áður, í staðinn komi meiri birta, gleði og trú á eigin framtíð eins og nafnið Sun gefur til kynna. Hún samdi, spilaði og tók upp nýju plötuna upp á eigin spýtur. Upptökur stóðu yfir í þrjú ár og fóru fram á fjórum stöðum, þar á meðal í hljóðveri sem hún smíðaði sjálf í borginni Malibu. Iggy Pop hinni eini og sanni kemur við sögu í hinu átta mínútna langa Nothin‘ But Time og í laginu Peace and Love vitnar hún í söngkonuna Ninu Simone, „Peace and love is a famous generation“. Cat Power heitir réttu nafni Charlyn Marie Marshall og fæddist í Atlanta í Georgíuríki árið 1972. Tvítug flutti hún til New York-borgar og fjórum árum síðar komu Steve Shelley úr rokksveitinni Sonic Youth og Tim Foljahn úr Two Dollar Guitar auga á hana á tónleikum. Þeir hvöttu hana til dáða og spiluðu á fyrstu tveimur plötum hennar. Árið 1996 samdi Cat Power við útgáfuna Matador sem gaf út þriðju plötu hennar, What Would the Community Think, þar sem Shelley stjórnaði upptökum. Þar hristi hún saman rokki, blús- og þjóðlagatónlist í krassandi kokkteil við góðar undirtektir gagnrýnenda. Næsta plata, Moon Pix, fékk enn betri viðtökur og vakti mikla athygli á henni hjá indírokkurum. Grönsararnir Dave Grohl og Eddie Vedder voru gestir á næstu plötu hennar með nýju efni, You Are Free, ásamt Warren Ellis úr Dirty Three, og á þeirri næstu, The Greatest, var sálartónlist áberandi. Cat Power hefur gefið út tvær plötur sem hafa nær eingöngu verið með tökulögum, þá síðustu fyrir fjórum árum. Gagnrýnendur hafa yfirleitt verið mjög hliðhollir Cat Power og sú er einmitt raunin með Sun. Rolling Stone og The Guardian gefa henni fjórar stjörnur og vefurinn Pitchfork 7,9 af 10 mögulegum. Cat Power fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Bandaríkin í október og nóvember og eftir það verður förinni heitið til Evrópu. Mest lesið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
Hin bandaríska Cat Power gaf fyrir skömmu út sína níundu plötu. Þar blandar hún sálar- og blústónlist saman við elektróník. Níunda hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Cat Power, Sun, kom út fyrir skömmu en sex ár eru liðin frá síðustu plötu hennar eingöngu með nýju efni. Í þetta sinn blandar hún aðallega saman sálar- og blústónlist við elektróník. Sjálf hefur Cat Power sagt að daðrið við myrkrið sé minna en áður, í staðinn komi meiri birta, gleði og trú á eigin framtíð eins og nafnið Sun gefur til kynna. Hún samdi, spilaði og tók upp nýju plötuna upp á eigin spýtur. Upptökur stóðu yfir í þrjú ár og fóru fram á fjórum stöðum, þar á meðal í hljóðveri sem hún smíðaði sjálf í borginni Malibu. Iggy Pop hinni eini og sanni kemur við sögu í hinu átta mínútna langa Nothin‘ But Time og í laginu Peace and Love vitnar hún í söngkonuna Ninu Simone, „Peace and love is a famous generation“. Cat Power heitir réttu nafni Charlyn Marie Marshall og fæddist í Atlanta í Georgíuríki árið 1972. Tvítug flutti hún til New York-borgar og fjórum árum síðar komu Steve Shelley úr rokksveitinni Sonic Youth og Tim Foljahn úr Two Dollar Guitar auga á hana á tónleikum. Þeir hvöttu hana til dáða og spiluðu á fyrstu tveimur plötum hennar. Árið 1996 samdi Cat Power við útgáfuna Matador sem gaf út þriðju plötu hennar, What Would the Community Think, þar sem Shelley stjórnaði upptökum. Þar hristi hún saman rokki, blús- og þjóðlagatónlist í krassandi kokkteil við góðar undirtektir gagnrýnenda. Næsta plata, Moon Pix, fékk enn betri viðtökur og vakti mikla athygli á henni hjá indírokkurum. Grönsararnir Dave Grohl og Eddie Vedder voru gestir á næstu plötu hennar með nýju efni, You Are Free, ásamt Warren Ellis úr Dirty Three, og á þeirri næstu, The Greatest, var sálartónlist áberandi. Cat Power hefur gefið út tvær plötur sem hafa nær eingöngu verið með tökulögum, þá síðustu fyrir fjórum árum. Gagnrýnendur hafa yfirleitt verið mjög hliðhollir Cat Power og sú er einmitt raunin með Sun. Rolling Stone og The Guardian gefa henni fjórar stjörnur og vefurinn Pitchfork 7,9 af 10 mögulegum. Cat Power fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Bandaríkin í október og nóvember og eftir það verður förinni heitið til Evrópu.
Mest lesið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira