Minna myrkur, meiri gleði Freyr skrifar 11. október 2012 00:00 Níunda plata bandarísku tónlistarkonunnar er nýkomin út. nordicphotos/getty Hin bandaríska Cat Power gaf fyrir skömmu út sína níundu plötu. Þar blandar hún sálar- og blústónlist saman við elektróník. Níunda hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Cat Power, Sun, kom út fyrir skömmu en sex ár eru liðin frá síðustu plötu hennar eingöngu með nýju efni. Í þetta sinn blandar hún aðallega saman sálar- og blústónlist við elektróník. Sjálf hefur Cat Power sagt að daðrið við myrkrið sé minna en áður, í staðinn komi meiri birta, gleði og trú á eigin framtíð eins og nafnið Sun gefur til kynna. Hún samdi, spilaði og tók upp nýju plötuna upp á eigin spýtur. Upptökur stóðu yfir í þrjú ár og fóru fram á fjórum stöðum, þar á meðal í hljóðveri sem hún smíðaði sjálf í borginni Malibu. Iggy Pop hinni eini og sanni kemur við sögu í hinu átta mínútna langa Nothin‘ But Time og í laginu Peace and Love vitnar hún í söngkonuna Ninu Simone, „Peace and love is a famous generation“. Cat Power heitir réttu nafni Charlyn Marie Marshall og fæddist í Atlanta í Georgíuríki árið 1972. Tvítug flutti hún til New York-borgar og fjórum árum síðar komu Steve Shelley úr rokksveitinni Sonic Youth og Tim Foljahn úr Two Dollar Guitar auga á hana á tónleikum. Þeir hvöttu hana til dáða og spiluðu á fyrstu tveimur plötum hennar. Árið 1996 samdi Cat Power við útgáfuna Matador sem gaf út þriðju plötu hennar, What Would the Community Think, þar sem Shelley stjórnaði upptökum. Þar hristi hún saman rokki, blús- og þjóðlagatónlist í krassandi kokkteil við góðar undirtektir gagnrýnenda. Næsta plata, Moon Pix, fékk enn betri viðtökur og vakti mikla athygli á henni hjá indírokkurum. Grönsararnir Dave Grohl og Eddie Vedder voru gestir á næstu plötu hennar með nýju efni, You Are Free, ásamt Warren Ellis úr Dirty Three, og á þeirri næstu, The Greatest, var sálartónlist áberandi. Cat Power hefur gefið út tvær plötur sem hafa nær eingöngu verið með tökulögum, þá síðustu fyrir fjórum árum. Gagnrýnendur hafa yfirleitt verið mjög hliðhollir Cat Power og sú er einmitt raunin með Sun. Rolling Stone og The Guardian gefa henni fjórar stjörnur og vefurinn Pitchfork 7,9 af 10 mögulegum. Cat Power fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Bandaríkin í október og nóvember og eftir það verður förinni heitið til Evrópu. Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Hin bandaríska Cat Power gaf fyrir skömmu út sína níundu plötu. Þar blandar hún sálar- og blústónlist saman við elektróník. Níunda hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Cat Power, Sun, kom út fyrir skömmu en sex ár eru liðin frá síðustu plötu hennar eingöngu með nýju efni. Í þetta sinn blandar hún aðallega saman sálar- og blústónlist við elektróník. Sjálf hefur Cat Power sagt að daðrið við myrkrið sé minna en áður, í staðinn komi meiri birta, gleði og trú á eigin framtíð eins og nafnið Sun gefur til kynna. Hún samdi, spilaði og tók upp nýju plötuna upp á eigin spýtur. Upptökur stóðu yfir í þrjú ár og fóru fram á fjórum stöðum, þar á meðal í hljóðveri sem hún smíðaði sjálf í borginni Malibu. Iggy Pop hinni eini og sanni kemur við sögu í hinu átta mínútna langa Nothin‘ But Time og í laginu Peace and Love vitnar hún í söngkonuna Ninu Simone, „Peace and love is a famous generation“. Cat Power heitir réttu nafni Charlyn Marie Marshall og fæddist í Atlanta í Georgíuríki árið 1972. Tvítug flutti hún til New York-borgar og fjórum árum síðar komu Steve Shelley úr rokksveitinni Sonic Youth og Tim Foljahn úr Two Dollar Guitar auga á hana á tónleikum. Þeir hvöttu hana til dáða og spiluðu á fyrstu tveimur plötum hennar. Árið 1996 samdi Cat Power við útgáfuna Matador sem gaf út þriðju plötu hennar, What Would the Community Think, þar sem Shelley stjórnaði upptökum. Þar hristi hún saman rokki, blús- og þjóðlagatónlist í krassandi kokkteil við góðar undirtektir gagnrýnenda. Næsta plata, Moon Pix, fékk enn betri viðtökur og vakti mikla athygli á henni hjá indírokkurum. Grönsararnir Dave Grohl og Eddie Vedder voru gestir á næstu plötu hennar með nýju efni, You Are Free, ásamt Warren Ellis úr Dirty Three, og á þeirri næstu, The Greatest, var sálartónlist áberandi. Cat Power hefur gefið út tvær plötur sem hafa nær eingöngu verið með tökulögum, þá síðustu fyrir fjórum árum. Gagnrýnendur hafa yfirleitt verið mjög hliðhollir Cat Power og sú er einmitt raunin með Sun. Rolling Stone og The Guardian gefa henni fjórar stjörnur og vefurinn Pitchfork 7,9 af 10 mögulegum. Cat Power fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Bandaríkin í október og nóvember og eftir það verður förinni heitið til Evrópu.
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira