Minna myrkur, meiri gleði Freyr skrifar 11. október 2012 00:00 Níunda plata bandarísku tónlistarkonunnar er nýkomin út. nordicphotos/getty Hin bandaríska Cat Power gaf fyrir skömmu út sína níundu plötu. Þar blandar hún sálar- og blústónlist saman við elektróník. Níunda hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Cat Power, Sun, kom út fyrir skömmu en sex ár eru liðin frá síðustu plötu hennar eingöngu með nýju efni. Í þetta sinn blandar hún aðallega saman sálar- og blústónlist við elektróník. Sjálf hefur Cat Power sagt að daðrið við myrkrið sé minna en áður, í staðinn komi meiri birta, gleði og trú á eigin framtíð eins og nafnið Sun gefur til kynna. Hún samdi, spilaði og tók upp nýju plötuna upp á eigin spýtur. Upptökur stóðu yfir í þrjú ár og fóru fram á fjórum stöðum, þar á meðal í hljóðveri sem hún smíðaði sjálf í borginni Malibu. Iggy Pop hinni eini og sanni kemur við sögu í hinu átta mínútna langa Nothin‘ But Time og í laginu Peace and Love vitnar hún í söngkonuna Ninu Simone, „Peace and love is a famous generation“. Cat Power heitir réttu nafni Charlyn Marie Marshall og fæddist í Atlanta í Georgíuríki árið 1972. Tvítug flutti hún til New York-borgar og fjórum árum síðar komu Steve Shelley úr rokksveitinni Sonic Youth og Tim Foljahn úr Two Dollar Guitar auga á hana á tónleikum. Þeir hvöttu hana til dáða og spiluðu á fyrstu tveimur plötum hennar. Árið 1996 samdi Cat Power við útgáfuna Matador sem gaf út þriðju plötu hennar, What Would the Community Think, þar sem Shelley stjórnaði upptökum. Þar hristi hún saman rokki, blús- og þjóðlagatónlist í krassandi kokkteil við góðar undirtektir gagnrýnenda. Næsta plata, Moon Pix, fékk enn betri viðtökur og vakti mikla athygli á henni hjá indírokkurum. Grönsararnir Dave Grohl og Eddie Vedder voru gestir á næstu plötu hennar með nýju efni, You Are Free, ásamt Warren Ellis úr Dirty Three, og á þeirri næstu, The Greatest, var sálartónlist áberandi. Cat Power hefur gefið út tvær plötur sem hafa nær eingöngu verið með tökulögum, þá síðustu fyrir fjórum árum. Gagnrýnendur hafa yfirleitt verið mjög hliðhollir Cat Power og sú er einmitt raunin með Sun. Rolling Stone og The Guardian gefa henni fjórar stjörnur og vefurinn Pitchfork 7,9 af 10 mögulegum. Cat Power fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Bandaríkin í október og nóvember og eftir það verður förinni heitið til Evrópu. Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Hin bandaríska Cat Power gaf fyrir skömmu út sína níundu plötu. Þar blandar hún sálar- og blústónlist saman við elektróník. Níunda hljóðversplata bandarísku tónlistarkonunnar Cat Power, Sun, kom út fyrir skömmu en sex ár eru liðin frá síðustu plötu hennar eingöngu með nýju efni. Í þetta sinn blandar hún aðallega saman sálar- og blústónlist við elektróník. Sjálf hefur Cat Power sagt að daðrið við myrkrið sé minna en áður, í staðinn komi meiri birta, gleði og trú á eigin framtíð eins og nafnið Sun gefur til kynna. Hún samdi, spilaði og tók upp nýju plötuna upp á eigin spýtur. Upptökur stóðu yfir í þrjú ár og fóru fram á fjórum stöðum, þar á meðal í hljóðveri sem hún smíðaði sjálf í borginni Malibu. Iggy Pop hinni eini og sanni kemur við sögu í hinu átta mínútna langa Nothin‘ But Time og í laginu Peace and Love vitnar hún í söngkonuna Ninu Simone, „Peace and love is a famous generation“. Cat Power heitir réttu nafni Charlyn Marie Marshall og fæddist í Atlanta í Georgíuríki árið 1972. Tvítug flutti hún til New York-borgar og fjórum árum síðar komu Steve Shelley úr rokksveitinni Sonic Youth og Tim Foljahn úr Two Dollar Guitar auga á hana á tónleikum. Þeir hvöttu hana til dáða og spiluðu á fyrstu tveimur plötum hennar. Árið 1996 samdi Cat Power við útgáfuna Matador sem gaf út þriðju plötu hennar, What Would the Community Think, þar sem Shelley stjórnaði upptökum. Þar hristi hún saman rokki, blús- og þjóðlagatónlist í krassandi kokkteil við góðar undirtektir gagnrýnenda. Næsta plata, Moon Pix, fékk enn betri viðtökur og vakti mikla athygli á henni hjá indírokkurum. Grönsararnir Dave Grohl og Eddie Vedder voru gestir á næstu plötu hennar með nýju efni, You Are Free, ásamt Warren Ellis úr Dirty Three, og á þeirri næstu, The Greatest, var sálartónlist áberandi. Cat Power hefur gefið út tvær plötur sem hafa nær eingöngu verið með tökulögum, þá síðustu fyrir fjórum árum. Gagnrýnendur hafa yfirleitt verið mjög hliðhollir Cat Power og sú er einmitt raunin með Sun. Rolling Stone og The Guardian gefa henni fjórar stjörnur og vefurinn Pitchfork 7,9 af 10 mögulegum. Cat Power fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Bandaríkin í október og nóvember og eftir það verður förinni heitið til Evrópu.
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið