Innlent

Fyrst kuldar og svo hlýnar á ný

Veðurklúbburinn á elliheimilinu spáir í framtíðina.
Veðurklúbburinn á elliheimilinu spáir í framtíðina.
Liðsmenn Veðurklúbbsins á Dalvík funduðu í síðustu viku til að spá í spilin varðandi veðrið fram undan. Að því er kemur fram á vef Dalvíkurbyggðar var farið yfir tunglkomur og fyllingar og þá staðreynd að nýtt tungl kviknar mánudaginn 15. október.

„Mánudagstungl geta vitað á mjög góða tíð og eins slæma þannig að grípa þurfti til annarra veðurteikna til að ráða fram úr veðurhorfum í október. Eftir nokkrar vísbendingar varð niðurstaðan sú að spá því að í byrjun mánaðar yrði tíð fremur köld og lítils háttar snjókoma. Eftir stutt kuldakast er reiknað með að dragi til suðlægra átta og að seinni hluti mánaðarins verði mildur og með þægilegu haustveðri,“ segir á Dalvik.is. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×