Innlent

Tíu skiluðu á réttum tíma

Allir flokkar á þingi skiluðu á réttum tíma í ár. fréttablaðið/GVA
Allir flokkar á þingi skiluðu á réttum tíma í ár. fréttablaðið/GVA
Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa tekið sig á í skilum ársreikninga sinna til Ríkisendurskoðunar. Í gær sendi Ríkisendurskoðun frá sér tilkynningu um að tíu stjórnmálasamtök hefðu skilað ársreikningum fyrir árið 2011 áður en skilafrestur rann út nú um mánaðamótin.

Þetta eru Borgarahreyfingin, Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, Hægri grænir, Samfylkingin, Samtök fullveldissinna, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Þinghópur Hreyfingarinnar og Þinglistinn, sem er framboð óháðra í Norðurþingi.

Þetta er mun betri frammistaða en undanfarin ár. Á síðasta ári áttu sex flokkar eftir að skila reikningum ársins 2010 þegar fresturinn rann út þann 1. október 2011. Trassarnir þá voru Samfylkingin, Samtök fullveldissinna, Besti flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Íslandshreyfingin.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×