Innlent

Forsíðumynd og sjónvarpstæki frá Heimilistækjum í verðlaun

Þessi mynd Hjalta Árnasonar bar sigur úr býtum í haustljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra.
Þessi mynd Hjalta Árnasonar bar sigur úr býtum í haustljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra.
Haustið í allri sinni litadýrð og fegurð er þema ljósmyndasamkeppni sem Fréttablaðið efnir til meðal lesanda sinna. Þeir eru hvattir til að senda sem fjölbreytilegastar myndir af viðfangsefnum sem tengjast haustinu með einum eða öðrum hætti.

Besta myndin verður birt á forsíðu Fréttablaðsins og aðrar verðlaunamyndir inni í blaðinu. Þá fær myndasmiður bestu myndarinnar 22 tommu Led sjónvarpstæki frá Philips sem gefið er af Heimilistækjum í verðlaun en í önnur og þriðju verðlaun eru leikhúsmiðar fyrir tvo í Borgarleikhúsið.

Skilafrestur fyrir myndirnar er miðvikudagurinn 3. október klukkan 12 og þær skal senda á netfangið ljosmyndakeppni@frettabladid.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×