Staðreyndavillur í skýrslu Seðlabanka Íslands Manuel Hinds og Heiðar Már Guðjónsson skrifar 26. september 2012 06:00 Seðlabanki Íslands gaf í síðustu viku út skýrsluna, Valkostir í gengis- og gjaldmiðlamálum. Það er mikilvægt að ekki sé kastað til höndunum, við gerð skýrslna, ekki síst þegar útgefandinn er seðlabanki, og í þessu tilfelli er ekki hægt að kenna ónógum tíma um gæði verksins. Það er því mjög amalegt hversu margar staðreyndavillur er að finna, en hér er aðeins tæpt á einum kafla skýrslunnar, kafla 19 sem fjallar um einhliða upptöku annars gjaldmiðils, en skýrslan telur í allt 25 kafla. 1. Á blaðsíðu 495 í skýrslunni segir að hagvöxtur sé að jafnaði minni og hagsveiflur meiri í löndum sem tekið höfðu upp annan gjaldmiðil og vitnað í rannsóknir Edwards og Magendzo. Ef sú rannsókn er lesin kemur fram að höfundar telja engin tengsl á milli hagvaxtar og upptöku annarrar myntar. En aðalatriðinu úr sömu rannsókn er sleppt í skýrslu Seðlabankans, því tekið er fram að hagsveiflan sé minni hjá ríkari löndum eftir einhliða upptöku. 2. Á blaðsíðu 494 í skýrslunni er mat á skiptikostnaði á grunnfé í umferð, M0. Þar er ranglega talið að kostnaður við skiptin séu 80 milljarðar en ekki 40 milljarðar. Inneignir fjármálastofnana hjá Seðlabankanum eru 40 milljarðar og seðlar og mynt í umferð aðrir 40 milljarðar. Inneign fjármálastofnana er skuld Seðlabankans og þyrfti alltaf að greiða út, ef óskað væri eftir því. Það á því ekki að telja slíka skuld með sem einskiptiskostnað við einhliða upptöku annarar myntar, enda hefur verið til hennar stofnað fyrir löngu. 3. Seðlabankinn hefur fullyrt að ekkert land hafi tekið upp einhliða aðra mynt án þess að landið hafi þegar verið undir það búið, með mikilli notkun landsmanna á viðkomandi mynt. Í skýrslunni á blaðsíðu 502 er sérstaklega tiltekið að slíkt hafi verið ástatt um El Salvador, á meðan sannleikurinn er sá að hlutfall dollarainnistæðna af heildinni var um 10%. Þetta leiðrétti Manuel Hinds við ritstjóra skýrslunnar í apríl án þess að skýrslunni væri breytt. 4. Í skýrslunni er því á blaðsíðu 502 haldið ranglega fram að meirihluti fjármálakerfis El Salvador sé ekki í erlendri eigu, þegar tveir stærstu bankar landsins eru Citibank og HSBC. Ritstjóri skýrslunnar tók þátt í fundi árið 2007, þar sem Manuel Hinds, sem hafði framkvæmt skiptin í El Salvador, fór sérstaklega í gegnum það að allir bankar, sem einhvers máttu sín voru keyptir af erlendum aðilum eftir upptöku dollars þar í landi. 5. Skýrslan gerir því skóna á blaðsíðu 507 að útgefnir peningar seðlabanka séu eign viðkomandi banka, en ekki skuld, og því geti það stangast á við lög að taka upp mynt annars ríkis. Þetta er fjarri veruleikanum enda eru peningar eign handhafa, hverju sinni, og hann getur átt lögleg viðskipti með þá að vild, á hvaða stað sem er og á hverjum tíma sem er. 6. Sama hvaða skipan peningamála stefnusmiðir ákveða að styðjast við, verða alltaf til staðar kostir og gallar. Töfralausnir eru ekki til. Svo virðist sem skýrsluhöfundar leggi sig fram um að fjalla sérstaklega um hina neikvæðu þætti sem kunna að fylgja einhliða upptöku erlendrar myntar. Er þar bæði vísað til rannsókna og eigin ályktana skýrsluhöfunda. Að sama skapi virðast höfundar skýrslunnar fara varlega í það að greina frá jákvæðum áhrifum einhliða upptöku erlendrar myntar. Til dæmis eru tölur um verðbólgu Svartfjallalands birtar, 11%, en ekki tölur um raunhagvöxt, líka um 11%, á blaðsíðu 505. Eins er farið í kostnaðarþætti skiptanna með sérkennilegum hætti, á blaðsíðum 492-493, því farið er aftur til ársins 1981 þegar nýkrónan var tekin upp og lagt mat á hvað skiptin hefðu kostað bankakerfi þess tíma. Slíkur rökstuðningur á ekki við á tímum þar sem allt fjármálakerfið er byggt upp á rafrænum grunni. Frekar en að vélrita öll skjöl upp á nýtt, allar bankabækur, samninga og annað, þá gerist þetta á augabragði í dag í rafrænu bókhaldi nútímans. 7. Skýrslan fjallar um lánveitanda til þrautavara sem forsendu fjármálakerfis. Það er ekki sannleikanum samkvæmt. Eins og nú er orðið ljóst þá lendir reikningurinn alltaf á skattborgurum ef ríki eða seðlabanki reynir að vera lánveitandi til þrautavara fjármálakerfisins. Þar sem einhliða upptaka hefur verið reynd, í 33 löndum, þá er almenna reglan sú að fjármálakerfið þarf að sjá um sig sjálft, og getur ekki starfað á ábyrgð almennings. Ef Seðlabanki Íslands ætlar að fjalla á hlutlausan og faglegan hátt um mál, sem þeir þekkja ekki til hlítar, hefði verið nærtækast að leita ráðgjafar sérfróðra aðila. Annar greinarhöfunda, Manuel Hinds, hefur tvisvar komið til Íslands og boðist til þess að aðstoða Seðlabankann, án nokkurs endurgjalds, en hann var helsti ráðgjafi forseta El Salvador þegar landið tók dollar upp einhliða 2001 auk þess að hafa skrifað bækur um efnið. Manuel Hinds reyndi að leiðrétta nokkrar af þeim rangfærslum sem koma fram hjá Seðlabankanum og bauð síðast fram aðstoð sína í apríl, fimm mánuðum fyrir útgáfu skýrslunnar, en einhverra hluta vegna var ekki áhugi á því og allar ábendingar hundsaðar. Oft skipta gæðin meira málið en magnið. Við gerð skýrslunnar hefði Seðlabankinn átt að vanda betur til verka og fjalla á sanngjarnan hátt um alla möguleika í stöðunni, í stað þess að setja fram lengstu skýrslu um gjaldmiðlamál sem sögur fara af, sem þrátt fyrir lengd sína bætir engu við það sem þegar hafði komið fram. Því miður virðist lengd skýrslunnar fremur til þess fallin að lama umræðu um aðra kosti en Seðlabankinn kýs, en að horfa opið á alla kosti Íslendinga. Undirritaðir hafa tekið saman sex blaðsíðna minnisblað sem er öllum aðgengilegt á vefnum einhlida.com og hefur verið sérstaklega sent þingmönnum, ráðuneytum, Seðlabanka Íslands, og bönkum. Þessu minnisblaði er ætlað að benda á mikilvæg atriði sem varða kosti Íslands í gjaldmiðlamálum sem Seðlabankanum tókst einhverra hluta vegna ekki að koma fyrir á þeim 622 blaðsíðum sem hann notaði til verksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands gaf í síðustu viku út skýrsluna, Valkostir í gengis- og gjaldmiðlamálum. Það er mikilvægt að ekki sé kastað til höndunum, við gerð skýrslna, ekki síst þegar útgefandinn er seðlabanki, og í þessu tilfelli er ekki hægt að kenna ónógum tíma um gæði verksins. Það er því mjög amalegt hversu margar staðreyndavillur er að finna, en hér er aðeins tæpt á einum kafla skýrslunnar, kafla 19 sem fjallar um einhliða upptöku annars gjaldmiðils, en skýrslan telur í allt 25 kafla. 1. Á blaðsíðu 495 í skýrslunni segir að hagvöxtur sé að jafnaði minni og hagsveiflur meiri í löndum sem tekið höfðu upp annan gjaldmiðil og vitnað í rannsóknir Edwards og Magendzo. Ef sú rannsókn er lesin kemur fram að höfundar telja engin tengsl á milli hagvaxtar og upptöku annarrar myntar. En aðalatriðinu úr sömu rannsókn er sleppt í skýrslu Seðlabankans, því tekið er fram að hagsveiflan sé minni hjá ríkari löndum eftir einhliða upptöku. 2. Á blaðsíðu 494 í skýrslunni er mat á skiptikostnaði á grunnfé í umferð, M0. Þar er ranglega talið að kostnaður við skiptin séu 80 milljarðar en ekki 40 milljarðar. Inneignir fjármálastofnana hjá Seðlabankanum eru 40 milljarðar og seðlar og mynt í umferð aðrir 40 milljarðar. Inneign fjármálastofnana er skuld Seðlabankans og þyrfti alltaf að greiða út, ef óskað væri eftir því. Það á því ekki að telja slíka skuld með sem einskiptiskostnað við einhliða upptöku annarar myntar, enda hefur verið til hennar stofnað fyrir löngu. 3. Seðlabankinn hefur fullyrt að ekkert land hafi tekið upp einhliða aðra mynt án þess að landið hafi þegar verið undir það búið, með mikilli notkun landsmanna á viðkomandi mynt. Í skýrslunni á blaðsíðu 502 er sérstaklega tiltekið að slíkt hafi verið ástatt um El Salvador, á meðan sannleikurinn er sá að hlutfall dollarainnistæðna af heildinni var um 10%. Þetta leiðrétti Manuel Hinds við ritstjóra skýrslunnar í apríl án þess að skýrslunni væri breytt. 4. Í skýrslunni er því á blaðsíðu 502 haldið ranglega fram að meirihluti fjármálakerfis El Salvador sé ekki í erlendri eigu, þegar tveir stærstu bankar landsins eru Citibank og HSBC. Ritstjóri skýrslunnar tók þátt í fundi árið 2007, þar sem Manuel Hinds, sem hafði framkvæmt skiptin í El Salvador, fór sérstaklega í gegnum það að allir bankar, sem einhvers máttu sín voru keyptir af erlendum aðilum eftir upptöku dollars þar í landi. 5. Skýrslan gerir því skóna á blaðsíðu 507 að útgefnir peningar seðlabanka séu eign viðkomandi banka, en ekki skuld, og því geti það stangast á við lög að taka upp mynt annars ríkis. Þetta er fjarri veruleikanum enda eru peningar eign handhafa, hverju sinni, og hann getur átt lögleg viðskipti með þá að vild, á hvaða stað sem er og á hverjum tíma sem er. 6. Sama hvaða skipan peningamála stefnusmiðir ákveða að styðjast við, verða alltaf til staðar kostir og gallar. Töfralausnir eru ekki til. Svo virðist sem skýrsluhöfundar leggi sig fram um að fjalla sérstaklega um hina neikvæðu þætti sem kunna að fylgja einhliða upptöku erlendrar myntar. Er þar bæði vísað til rannsókna og eigin ályktana skýrsluhöfunda. Að sama skapi virðast höfundar skýrslunnar fara varlega í það að greina frá jákvæðum áhrifum einhliða upptöku erlendrar myntar. Til dæmis eru tölur um verðbólgu Svartfjallalands birtar, 11%, en ekki tölur um raunhagvöxt, líka um 11%, á blaðsíðu 505. Eins er farið í kostnaðarþætti skiptanna með sérkennilegum hætti, á blaðsíðum 492-493, því farið er aftur til ársins 1981 þegar nýkrónan var tekin upp og lagt mat á hvað skiptin hefðu kostað bankakerfi þess tíma. Slíkur rökstuðningur á ekki við á tímum þar sem allt fjármálakerfið er byggt upp á rafrænum grunni. Frekar en að vélrita öll skjöl upp á nýtt, allar bankabækur, samninga og annað, þá gerist þetta á augabragði í dag í rafrænu bókhaldi nútímans. 7. Skýrslan fjallar um lánveitanda til þrautavara sem forsendu fjármálakerfis. Það er ekki sannleikanum samkvæmt. Eins og nú er orðið ljóst þá lendir reikningurinn alltaf á skattborgurum ef ríki eða seðlabanki reynir að vera lánveitandi til þrautavara fjármálakerfisins. Þar sem einhliða upptaka hefur verið reynd, í 33 löndum, þá er almenna reglan sú að fjármálakerfið þarf að sjá um sig sjálft, og getur ekki starfað á ábyrgð almennings. Ef Seðlabanki Íslands ætlar að fjalla á hlutlausan og faglegan hátt um mál, sem þeir þekkja ekki til hlítar, hefði verið nærtækast að leita ráðgjafar sérfróðra aðila. Annar greinarhöfunda, Manuel Hinds, hefur tvisvar komið til Íslands og boðist til þess að aðstoða Seðlabankann, án nokkurs endurgjalds, en hann var helsti ráðgjafi forseta El Salvador þegar landið tók dollar upp einhliða 2001 auk þess að hafa skrifað bækur um efnið. Manuel Hinds reyndi að leiðrétta nokkrar af þeim rangfærslum sem koma fram hjá Seðlabankanum og bauð síðast fram aðstoð sína í apríl, fimm mánuðum fyrir útgáfu skýrslunnar, en einhverra hluta vegna var ekki áhugi á því og allar ábendingar hundsaðar. Oft skipta gæðin meira málið en magnið. Við gerð skýrslunnar hefði Seðlabankinn átt að vanda betur til verka og fjalla á sanngjarnan hátt um alla möguleika í stöðunni, í stað þess að setja fram lengstu skýrslu um gjaldmiðlamál sem sögur fara af, sem þrátt fyrir lengd sína bætir engu við það sem þegar hafði komið fram. Því miður virðist lengd skýrslunnar fremur til þess fallin að lama umræðu um aðra kosti en Seðlabankinn kýs, en að horfa opið á alla kosti Íslendinga. Undirritaðir hafa tekið saman sex blaðsíðna minnisblað sem er öllum aðgengilegt á vefnum einhlida.com og hefur verið sérstaklega sent þingmönnum, ráðuneytum, Seðlabanka Íslands, og bönkum. Þessu minnisblaði er ætlað að benda á mikilvæg atriði sem varða kosti Íslands í gjaldmiðlamálum sem Seðlabankanum tókst einhverra hluta vegna ekki að koma fyrir á þeim 622 blaðsíðum sem hann notaði til verksins.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun