Manntíminn: Maðurinn sem jarðsögulegt afl Dr. Edward H. Huijbens og Dr. Karl Benediktsson skrifar 20. september 2012 06:00 Mannfólkið sem jörðina byggir er farið að umbylta henni með þvílíkum hætti að tekið er að ræða um tímabilið frá 1750 sem upphaf nýs jarðsöguskeiðs: Manntíma (e. anthropocene). Þetta var uppistaða aðalerinda á alþjóðaráðstefnu landfræðinga, sem haldin var í lok ágúst í Köln í Þýskalandi. Sögu jarðarinnar er skipt í tiltekin skeið eða aldir, sem flestar spanna milljónir ára. Á skeiði sem nefnt er miðlífsöld gengu risaeðlur til að mynda um jörðina. Endalok þeirra urðu fyrir um 65 milljónum ára, með hamförum sem þurrkuðu um 90% allra þálifandi dýrategunda af yfirborði jarðar. Við tók nýlífsöld, sem enn stendur. Innan hennar eru allmörg skemmri tímabil. Siðmenningin hefur að mestu mótast á tímabili sem kallað er nútími (e. holocene) og tók við af ístíma (e. pleistocene) fyrir rúmlega 10.000 árum. Nú er hins vegar svo komið að rætt er í fullri alvöru og með veigamiklum vísindarökum að upp sé runnið nýtt skeið, þar sem umsvif mannkynsins séu tekin að valda varanlegum breytingum á líf- og vistkerfum jarðarinnar allrar. Þetta eru í raun stórmerkar fréttir. Burtséð frá umræðu um eðli og umfang þessara breytinga, svo sem hnattræna hlýnun, þá felst í þessari hugsun viðurkenning á því að samfélög okkar eru ekki aðeins á jörðinni heldur með jörðinni. Samfélög fólks og jörðin eru eitt. Mannlíf og náttúra verða ekki skilin sundur. Þetta þýðir að ekki er lengur hægt að ímynda sér að aðgerðir okkar og athafnir hafi bara með okkur sjálf að gera eða mögulega bara nánasta umhverfi. Það sem við gerum mótar jörðina okkar allra. Þetta má skýra með dæmi. Ákvörðun íslensks fyrirtækis um aukin umsvif, tekin á stjórnarfundi í ljósi ársfjórðunglegs yfirlits yfir rekstur þess, valda því að einhvers staðar – kannski í Kongó eða Kostaríku – er meira tekið af efni úr jörð. Þetta efni er flutt úr stað og unnið og áhrifanna gætir um alla jörð. Áhrifin kunna að virðast smávægileg, en þau eru hluti af flóknu neti tengsla, sem eru hins vegar oft langt í frá augljós. Þegar horft er heildstætt á vistkerfi jarðar má sjá að fjöldi fólks á jörðinni, umsvif þess og þarfir eru farin að hafa víðtæk og varanleg áhrif á jörðina sjálfa. Að við séum eitt með náttúru og umhverfi eru svo sem ekki nýjar fréttir. Tengsl fólks og náttúru hafa um langan aldur verið eitt meginviðfangsefni landfræðinga og síðustu áratugi hefur nánast öll umræða í umhverfismálum hverfst um þetta. Fréttirnar eru þær að vísindaheimurinn hefur nú gefið þessu nafn sem setur athafnir manna í skýrt jarðsögulegt samhengi. Maðurinn er orðinn jarðsögulegt afl. Við lifum í manntímanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Mannfólkið sem jörðina byggir er farið að umbylta henni með þvílíkum hætti að tekið er að ræða um tímabilið frá 1750 sem upphaf nýs jarðsöguskeiðs: Manntíma (e. anthropocene). Þetta var uppistaða aðalerinda á alþjóðaráðstefnu landfræðinga, sem haldin var í lok ágúst í Köln í Þýskalandi. Sögu jarðarinnar er skipt í tiltekin skeið eða aldir, sem flestar spanna milljónir ára. Á skeiði sem nefnt er miðlífsöld gengu risaeðlur til að mynda um jörðina. Endalok þeirra urðu fyrir um 65 milljónum ára, með hamförum sem þurrkuðu um 90% allra þálifandi dýrategunda af yfirborði jarðar. Við tók nýlífsöld, sem enn stendur. Innan hennar eru allmörg skemmri tímabil. Siðmenningin hefur að mestu mótast á tímabili sem kallað er nútími (e. holocene) og tók við af ístíma (e. pleistocene) fyrir rúmlega 10.000 árum. Nú er hins vegar svo komið að rætt er í fullri alvöru og með veigamiklum vísindarökum að upp sé runnið nýtt skeið, þar sem umsvif mannkynsins séu tekin að valda varanlegum breytingum á líf- og vistkerfum jarðarinnar allrar. Þetta eru í raun stórmerkar fréttir. Burtséð frá umræðu um eðli og umfang þessara breytinga, svo sem hnattræna hlýnun, þá felst í þessari hugsun viðurkenning á því að samfélög okkar eru ekki aðeins á jörðinni heldur með jörðinni. Samfélög fólks og jörðin eru eitt. Mannlíf og náttúra verða ekki skilin sundur. Þetta þýðir að ekki er lengur hægt að ímynda sér að aðgerðir okkar og athafnir hafi bara með okkur sjálf að gera eða mögulega bara nánasta umhverfi. Það sem við gerum mótar jörðina okkar allra. Þetta má skýra með dæmi. Ákvörðun íslensks fyrirtækis um aukin umsvif, tekin á stjórnarfundi í ljósi ársfjórðunglegs yfirlits yfir rekstur þess, valda því að einhvers staðar – kannski í Kongó eða Kostaríku – er meira tekið af efni úr jörð. Þetta efni er flutt úr stað og unnið og áhrifanna gætir um alla jörð. Áhrifin kunna að virðast smávægileg, en þau eru hluti af flóknu neti tengsla, sem eru hins vegar oft langt í frá augljós. Þegar horft er heildstætt á vistkerfi jarðar má sjá að fjöldi fólks á jörðinni, umsvif þess og þarfir eru farin að hafa víðtæk og varanleg áhrif á jörðina sjálfa. Að við séum eitt með náttúru og umhverfi eru svo sem ekki nýjar fréttir. Tengsl fólks og náttúru hafa um langan aldur verið eitt meginviðfangsefni landfræðinga og síðustu áratugi hefur nánast öll umræða í umhverfismálum hverfst um þetta. Fréttirnar eru þær að vísindaheimurinn hefur nú gefið þessu nafn sem setur athafnir manna í skýrt jarðsögulegt samhengi. Maðurinn er orðinn jarðsögulegt afl. Við lifum í manntímanum.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar