Ekki með neina fordóma gegn gagnkynhneigðum 17. september 2012 12:00 Shandi og Casey nýttu sér þjónustu hinsegin ferðaþjónustufyrirtækisins Pink Iceland við undirbúning brúðkaups síns. Mynd/kristín maría "Við höfum skipulagt fjölda brúðkaupa hérlendis fyrir samkynhneigða ferðamenn en þetta var í fyrsta skipti sem gagnkynhneigt par leitaði til okkar," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange hjá hinsegin ferðaþjónustufyrirtækinu Pink Iceland. Pink Iceland var stofnað snemma árs 2011 og sérhæfir sig í að þjónusta samkynhneigða ferðamenn sem vilja koma til Íslands. Mjög fljótlega fór þeim að berast beiðnir frá samkynhneigðum pörum sem óskuðu eftir aðstoð við skipulagningu brúðkaupa og skuldbindingaathafna á Íslandi. Fyrir tveimur vikum fékk Pink Iceland þó hina óvenjulegu beiðni að taka að sér skipulagningu á brúðkaupi gagnkynhneigðs pars frá Bandaríkjunum og fékk til þess tíu daga. "Við redduðum því að sjálfsögðu, á íslenska mátann. Þau spurðu hvort það væri vandamál fyrir okkur að þau væru gagnkynhneigð en að sjálfsögðu var það ekki, við erum ekki með neina fordóma," segir Eva María og hlær. Parið, Shandi og Casey, hefur verið saman í nítján ár og eiga von á sínu fyrsta barni. Þau gengu í hjónaband á Þingvöllum þann 3. september í grenjandi rigningu. Fjölskyldum þeirra var svo tilkynnt um það í gegnum Skype seinna um kvöldið. Í kjölfarið hélt parið svo í tíu daga brúðkaupsferð um landið. Aðspurð hvort Pink Iceland muni í framhaldinu miða þjónustu sína í meiri mæli að gagnkynhneigðum segir Eva María það ekki vera stefnuna. "Við erum með okkar markhóp á hreinu og það er hinsegin-hópurinn. Fyrirtækið er samt rekið í fordómaleysi og við tökum á móti öllum fagnandi," segir hún. "Ætli viðeigandi mottó fyrir okkur sé ekki Allt fyrir ástina," bætir hún við og hlær. Að sögn Evu Maríu var ætlunin með stofnun Pink Iceland aldrei sú að fara í brúðkaupsbransann. Það hafi gerst alveg óvart en sé nú orðið með þeirra helstu verkefnum. "Við erum í rauninni búin að búa til hliðarhugmynd án þess að hafa ætlað okkur það. Þetta eru samt með okkar allra skemmtilegustu verkefnum þó þeim fylgi mikil nákvæmnisvinna og þau geti valdið miklu stressi," segir hún hlæjandi. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
"Við höfum skipulagt fjölda brúðkaupa hérlendis fyrir samkynhneigða ferðamenn en þetta var í fyrsta skipti sem gagnkynhneigt par leitaði til okkar," segir Eva María Þórarinsdóttir Lange hjá hinsegin ferðaþjónustufyrirtækinu Pink Iceland. Pink Iceland var stofnað snemma árs 2011 og sérhæfir sig í að þjónusta samkynhneigða ferðamenn sem vilja koma til Íslands. Mjög fljótlega fór þeim að berast beiðnir frá samkynhneigðum pörum sem óskuðu eftir aðstoð við skipulagningu brúðkaupa og skuldbindingaathafna á Íslandi. Fyrir tveimur vikum fékk Pink Iceland þó hina óvenjulegu beiðni að taka að sér skipulagningu á brúðkaupi gagnkynhneigðs pars frá Bandaríkjunum og fékk til þess tíu daga. "Við redduðum því að sjálfsögðu, á íslenska mátann. Þau spurðu hvort það væri vandamál fyrir okkur að þau væru gagnkynhneigð en að sjálfsögðu var það ekki, við erum ekki með neina fordóma," segir Eva María og hlær. Parið, Shandi og Casey, hefur verið saman í nítján ár og eiga von á sínu fyrsta barni. Þau gengu í hjónaband á Þingvöllum þann 3. september í grenjandi rigningu. Fjölskyldum þeirra var svo tilkynnt um það í gegnum Skype seinna um kvöldið. Í kjölfarið hélt parið svo í tíu daga brúðkaupsferð um landið. Aðspurð hvort Pink Iceland muni í framhaldinu miða þjónustu sína í meiri mæli að gagnkynhneigðum segir Eva María það ekki vera stefnuna. "Við erum með okkar markhóp á hreinu og það er hinsegin-hópurinn. Fyrirtækið er samt rekið í fordómaleysi og við tökum á móti öllum fagnandi," segir hún. "Ætli viðeigandi mottó fyrir okkur sé ekki Allt fyrir ástina," bætir hún við og hlær. Að sögn Evu Maríu var ætlunin með stofnun Pink Iceland aldrei sú að fara í brúðkaupsbransann. Það hafi gerst alveg óvart en sé nú orðið með þeirra helstu verkefnum. "Við erum í rauninni búin að búa til hliðarhugmynd án þess að hafa ætlað okkur það. Þetta eru samt með okkar allra skemmtilegustu verkefnum þó þeim fylgi mikil nákvæmnisvinna og þau geti valdið miklu stressi," segir hún hlæjandi. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira