Klók leið ríkisstjórnarinnar til að skapa störf í kreppunni Össur Skarphéðinsson skrifar 11. september 2012 06:00 Eitt allra snjallasta ráðið sem ríkisstjórnin brá á til að skapa störf í hápunkti kreppunnar þegar atvinnuleysið var sem hæst var ákvörðun um að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu við viðhald bygginga einstaklinga, bæði íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa, og af opinberum byggingum. Hátt á annað þúsund ársverk urðu til vegna þessarar djörfu ákvörðunar sem ríkisstjórnin tók mjög snemma á ferli sínum – eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr stjórninni. Hundruð atvinnulausra iðnaðarmanna fengu vinnu, smiðir, rafvirkjar, pípulagningamenn, múrarar og fleiri. Ekki má gleyma verkfræðistofum sem fengu verkefni við að gera úttektir á viðhaldsþörf, hanna verk og meta, og loks hafa umsjón með framkvæmdum. Um alla Reykjavík og allt landið ruku upp stillansar. Húseigendur og húsfélög sem höfðu látið viðhald sitja á hakanum, tóku tilboði ríkisstjórnarinnar um 100 prósenta endurgreiðsluna, og fengu iðnaðarmenn, verktakafyrirtæki og verkfræðistofur til að standa fyrir endurbótum á stórum blokkum. Sama gerðu sveitarfélög sem höfðu beðið með viðhald á eignum sínum. Fyrir marga einyrkja og lítil fyrirtæki skipti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að endurgreiða 100 prósenta virðisaukaskattinn algerum sköpum. Ríkisstjórnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn skammar fyrir að hækka skatta á hátekjufólk, lækkaði þvert á móti skatta til að skapa störf fyrir atvinnulaust fólk. Þetta gerðist ekki meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við völdin – heldur eftir að hann fór úr ríkisstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Sjá meira
Eitt allra snjallasta ráðið sem ríkisstjórnin brá á til að skapa störf í hápunkti kreppunnar þegar atvinnuleysið var sem hæst var ákvörðun um að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu við viðhald bygginga einstaklinga, bæði íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa, og af opinberum byggingum. Hátt á annað þúsund ársverk urðu til vegna þessarar djörfu ákvörðunar sem ríkisstjórnin tók mjög snemma á ferli sínum – eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr stjórninni. Hundruð atvinnulausra iðnaðarmanna fengu vinnu, smiðir, rafvirkjar, pípulagningamenn, múrarar og fleiri. Ekki má gleyma verkfræðistofum sem fengu verkefni við að gera úttektir á viðhaldsþörf, hanna verk og meta, og loks hafa umsjón með framkvæmdum. Um alla Reykjavík og allt landið ruku upp stillansar. Húseigendur og húsfélög sem höfðu látið viðhald sitja á hakanum, tóku tilboði ríkisstjórnarinnar um 100 prósenta endurgreiðsluna, og fengu iðnaðarmenn, verktakafyrirtæki og verkfræðistofur til að standa fyrir endurbótum á stórum blokkum. Sama gerðu sveitarfélög sem höfðu beðið með viðhald á eignum sínum. Fyrir marga einyrkja og lítil fyrirtæki skipti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að endurgreiða 100 prósenta virðisaukaskattinn algerum sköpum. Ríkisstjórnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn skammar fyrir að hækka skatta á hátekjufólk, lækkaði þvert á móti skatta til að skapa störf fyrir atvinnulaust fólk. Þetta gerðist ekki meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við völdin – heldur eftir að hann fór úr ríkisstjórn.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar