Fleiri námuverkamenn urðu fyrir skotum lögreglu 4. september 2012 03:00 Julius Malema Fyrrverandi leiðtogi ungliðahreyfingar Afríska þjóðarráðsins hefur kvatt sér hljóðs í deilunum. nordicphotos/AFP Fjórir námuverkamenn í Suður-Afríku særðust í gær þegar lögregla beitti bæði táragasi og gúmmískotum. Einn þeirra er alvarlega særður. Hinir særðu voru í hópi námuverkamanna, sem reknir höfðu verið úr vinnu, en reyndu að hindra aðra verkamenn í að mæta til starfa. Þetta gerðist við námuna Aurora, sem er að hluta í eigu náskyldra ættingja bæði Jacobs Zuma, forseta landsins, og Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta. Óróinn náði hámarki þann 16. ágúst þegar 34 námuverkamenn létust af völdum byssuskota frá lögreglumönnum við aðra námu skammt frá bænum Marikana. Alls urðu 112 námuverkamenn fyrir skotum lögreglu þann dag. Lögreglan heldur því fram að hún hafi gripið til skotvopna í sjálfsvarnarskyni, þar sem námuverkamennirnir hafi fyrst skotið á lögregluna. Námuverkamennirnir voru vopnaðir sveðjum og bareflum, en lögreglan segir að nokkrar skammbyssur hafi einnig fundist á vettvangi. Hörð viðbrögð urðu fyrir helgi við því að ríkissaksóknari ákvað að ákæra 270 námuverkamenn fyrir morð í tengslum við lát mannanna 34 sem lögreglan skaut. Um helgina sagðist saksóknarinn hafa fallið frá morðákærum, en tók jafnframt fram að hann teldi ekkert hafa verið óeðlilegt við þá málsmeðferð. Morðákærurnar voru byggðar á lögum frá tímum aðskilnaðarstefnunnar, en fjöldamorðunum í Marikana hefur verið líkt við fjöldamorðin í Sharpville í Suður-Afríku árið 1960 þegar hvítir lögreglumenn hófu skothríð á þeldökka mótmælendur og 69 þeirra létu lífið. Viðbrögð svarta meirihlutans í landinu urðu hörð, en hvíti minnihlutinn setti í beinu framhaldi neyðarlög og hélt landinu í heljargreipum lögregluvalds næstu áratugina. Búist er við því að ólgan í verkamönnum við platínunámur landsins haldi áfram á meðan kjör þeirra breytast ekkert. Þeir búa flestir í afar lélegu húsnæði sem hróflað hefur verið upp í kringum námurnar á meðan eigendur þeirra græða á tá og fingri, enda hefur verð á platínu margfaldast á síðustu árum. Námuverkamennirnir saka bæði sín eigin verkalýðsfélög og Afríska þjóðarráðið, sem fer með völd í landinu, um linkind gagnvart námueigendum. Hinn umdeildi Julius Malema, fyrrverandi leiðtogi ungliðahreyfingar Afríska þjóðaráðsins, hefur látið til sín taka í þessum deilum og gagnrýnir fyrrverandi félaga sína harðlega. Hann hefur ávarpað námuverkamenn og hvatt þá til þess að gera platínunámur landsins óstarfhæfar þangað til lausn hefur fengist á málum þeirra.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Fjórir námuverkamenn í Suður-Afríku særðust í gær þegar lögregla beitti bæði táragasi og gúmmískotum. Einn þeirra er alvarlega særður. Hinir særðu voru í hópi námuverkamanna, sem reknir höfðu verið úr vinnu, en reyndu að hindra aðra verkamenn í að mæta til starfa. Þetta gerðist við námuna Aurora, sem er að hluta í eigu náskyldra ættingja bæði Jacobs Zuma, forseta landsins, og Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta. Óróinn náði hámarki þann 16. ágúst þegar 34 námuverkamenn létust af völdum byssuskota frá lögreglumönnum við aðra námu skammt frá bænum Marikana. Alls urðu 112 námuverkamenn fyrir skotum lögreglu þann dag. Lögreglan heldur því fram að hún hafi gripið til skotvopna í sjálfsvarnarskyni, þar sem námuverkamennirnir hafi fyrst skotið á lögregluna. Námuverkamennirnir voru vopnaðir sveðjum og bareflum, en lögreglan segir að nokkrar skammbyssur hafi einnig fundist á vettvangi. Hörð viðbrögð urðu fyrir helgi við því að ríkissaksóknari ákvað að ákæra 270 námuverkamenn fyrir morð í tengslum við lát mannanna 34 sem lögreglan skaut. Um helgina sagðist saksóknarinn hafa fallið frá morðákærum, en tók jafnframt fram að hann teldi ekkert hafa verið óeðlilegt við þá málsmeðferð. Morðákærurnar voru byggðar á lögum frá tímum aðskilnaðarstefnunnar, en fjöldamorðunum í Marikana hefur verið líkt við fjöldamorðin í Sharpville í Suður-Afríku árið 1960 þegar hvítir lögreglumenn hófu skothríð á þeldökka mótmælendur og 69 þeirra létu lífið. Viðbrögð svarta meirihlutans í landinu urðu hörð, en hvíti minnihlutinn setti í beinu framhaldi neyðarlög og hélt landinu í heljargreipum lögregluvalds næstu áratugina. Búist er við því að ólgan í verkamönnum við platínunámur landsins haldi áfram á meðan kjör þeirra breytast ekkert. Þeir búa flestir í afar lélegu húsnæði sem hróflað hefur verið upp í kringum námurnar á meðan eigendur þeirra græða á tá og fingri, enda hefur verð á platínu margfaldast á síðustu árum. Námuverkamennirnir saka bæði sín eigin verkalýðsfélög og Afríska þjóðarráðið, sem fer með völd í landinu, um linkind gagnvart námueigendum. Hinn umdeildi Julius Malema, fyrrverandi leiðtogi ungliðahreyfingar Afríska þjóðaráðsins, hefur látið til sín taka í þessum deilum og gagnrýnir fyrrverandi félaga sína harðlega. Hann hefur ávarpað námuverkamenn og hvatt þá til þess að gera platínunámur landsins óstarfhæfar þangað til lausn hefur fengist á málum þeirra.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira