Harma hvarf Leiðarljóssins 30. júní 2012 10:00 Halldóra Guðlaugsdóttir og Katrín Eiríksdóttir sitja saman úti í sólinni á harmonikkuballi Grundar og þykir leiðinlegt að Leiðarljós hverfi af skjánum.Fréttablaðið/ernir „Spennan í þessu hefur haldið manni við tækið öll þessi ár,“ segir Halldóra Guðlaugsdóttir, sem verður níræð á árinu. Henni þykir miður að sápuóperan Leiðarljós, sem var framleidd í 57 ár, hverfi endanlega af skjáum landsmanna á mánudaginn. Hún og mágkona hennar, Katrín Eiríksdóttir, hafa fylgst spenntar með dramatískum flækjum sápunnar. „Við horfðum oft saman á Leiðarljós,“ segir Halldóra. Framleiðslu þáttanna var hætt árið 2009 og hefur áhorf þeirra dalað á heimsvísu síðan. „Nú sjá þeir sér ekki hag í að endurnýja samninginn við okkur,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, sem bætir við:„Þetta hlýtur að vera langlífasta þáttaröð allra tíma.“ Leiðarljós hefur verið á dagskrá RÚV frá árinu 1995. Sjónvarpsþáttaröðin hóf fyrst göngu sína árið 1952 á stöðinni CBS en frá árinu 1937 hafði hún verið útvarpsþáttaröð. „Ég hef ekki horft á þá svo lengi,“ segir Halldóra, sem varð dyggur aðdáandi þáttanna þegar hún hætti vinnu fyrir fjölmörgum árum. Katrín, sem er 87 ára, man vel eftir því hvernig þættirnir hófu að vera í uppáhaldi. „Þeir hafa alltaf verið sýndir um eftirmiðdaginn. Á sama tíma kom ég úr vinnunni og hóf að lesa dagblöðin. Smám saman viku blöðin fyrir Leiðarljósi.“ Báðar dvelja þær á elliheimilinu Grund og voru á harmonikkuballi þegar blaðamann bar að garði. Á Grund á þáttaröðin fjölmarga aðdáendur sem horfa á þáttinn dag hvern í setustofunni.„Við horfum ekki á þáttinn þar heldur erum við báðar með sjónvarp,“ segir Halldóra sem viðurkennir að hún missi úr stöku þátt. „Maður kemst samt alltaf inn í framhaldið.“ Ný sápa hefur göngu sína í haust og eru mágkonurnar ánægðar með að eitthvað fylli í skarðið. „Það er kannski líka fínt að sleppa sjónvarpsáhorfinu yfir sumartímann,“ segir Halldóra en þær fara lofsömum orðum um sápuna The Bold and the Beautiful. „Við horfum á hana nema það komi eitthvað jafn skemmtilegt og Leiðarljós.“hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
„Spennan í þessu hefur haldið manni við tækið öll þessi ár,“ segir Halldóra Guðlaugsdóttir, sem verður níræð á árinu. Henni þykir miður að sápuóperan Leiðarljós, sem var framleidd í 57 ár, hverfi endanlega af skjáum landsmanna á mánudaginn. Hún og mágkona hennar, Katrín Eiríksdóttir, hafa fylgst spenntar með dramatískum flækjum sápunnar. „Við horfðum oft saman á Leiðarljós,“ segir Halldóra. Framleiðslu þáttanna var hætt árið 2009 og hefur áhorf þeirra dalað á heimsvísu síðan. „Nú sjá þeir sér ekki hag í að endurnýja samninginn við okkur,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, sem bætir við:„Þetta hlýtur að vera langlífasta þáttaröð allra tíma.“ Leiðarljós hefur verið á dagskrá RÚV frá árinu 1995. Sjónvarpsþáttaröðin hóf fyrst göngu sína árið 1952 á stöðinni CBS en frá árinu 1937 hafði hún verið útvarpsþáttaröð. „Ég hef ekki horft á þá svo lengi,“ segir Halldóra, sem varð dyggur aðdáandi þáttanna þegar hún hætti vinnu fyrir fjölmörgum árum. Katrín, sem er 87 ára, man vel eftir því hvernig þættirnir hófu að vera í uppáhaldi. „Þeir hafa alltaf verið sýndir um eftirmiðdaginn. Á sama tíma kom ég úr vinnunni og hóf að lesa dagblöðin. Smám saman viku blöðin fyrir Leiðarljósi.“ Báðar dvelja þær á elliheimilinu Grund og voru á harmonikkuballi þegar blaðamann bar að garði. Á Grund á þáttaröðin fjölmarga aðdáendur sem horfa á þáttinn dag hvern í setustofunni.„Við horfum ekki á þáttinn þar heldur erum við báðar með sjónvarp,“ segir Halldóra sem viðurkennir að hún missi úr stöku þátt. „Maður kemst samt alltaf inn í framhaldið.“ Ný sápa hefur göngu sína í haust og eru mágkonurnar ánægðar með að eitthvað fylli í skarðið. „Það er kannski líka fínt að sleppa sjónvarpsáhorfinu yfir sumartímann,“ segir Halldóra en þær fara lofsömum orðum um sápuna The Bold and the Beautiful. „Við horfum á hana nema það komi eitthvað jafn skemmtilegt og Leiðarljós.“hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið