Romney reynir að bjarga sér 24. ágúst 2012 04:00 Forsetaefni Repúblikanaflokksins hugsar málin. nordicphotos/AFP Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, reynir nú að beina athygli kjósenda að efnahagsmálunum og lofar þremur milljónum nýrra starfa, meðal annars með því að heimila boranir eftir olíu á fleiri svæðum út af strönd Virginíu og Norður-Kaliforníu. Kosningaúrslit í báðum þessum ríkjum geta skipt miklu máli um það hvort Romney nær að vinna sigur á Barack Obama í forsetakosningunum, sem haldnar verða í byrjun nóvember. Romney hefur átt í vök að verjast alla vikuna. Hann hefur þurft að verja ákvörðun sína um að gera Paul Ryan að varaforsetaefni sínu, en Ryan vill ganga enn lengra en Romney í niðurskurði til velferðarmála. Þá hafa undarleg ummæli flokksbróður þeirra, Todds Akin, um fóstureyðingar og nauðganir komið Romney illa, ekki síst vegna þess að Ryan hefur að nokkru tekið undir svipuð sjónarmið og Akin. Akin fullyrti í sjónvarpsviðtali að fórnarlamb nauðgana eigi ekki að fá greitt úr ríkissjóði fyrir fóstureyðingu, og rökstuddi það með því að konur geti varla orðið barnshafandi af völdum nauðgana. Obama hefur óspart notfært sér þetta mál, meðal annars með því að segja að Akin, sem situr í vísindanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafi örugglega misst af einhverjum kennslustundum í vísindagreinum. Obama sagði þetta reyndar dæmigert fyrir repúblikana, sem vilja „fara afturábak frekar en áfram og standa í baráttu sem við héldum að hefði verið útkljáð fyrir tuttugu eða þrjátíu árum.“ Annars hefur fréttaflutningur af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum verið neikvæðari gagnvart frambjóðendunum en þekkst hefur áratugum saman, samkvæmt nýrri könnun frá Pew-rannsóknarstofnuninni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hafa 72 prósent frétta af Obama verið neikvæðar, en 71 prósent af Romney, þannig að lítill munur er á þeim hvað þetta varðar. Um Obama er oftast sagt að honum hafi ekki tekist að koma efnahagslífi landsins á skrið eftir kreppu síðustu ára, en um Romney er oftast sagt að hann sé málsvari auðvaldsins og hafi hagnast á því að rústa fyrirtæki. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, reynir nú að beina athygli kjósenda að efnahagsmálunum og lofar þremur milljónum nýrra starfa, meðal annars með því að heimila boranir eftir olíu á fleiri svæðum út af strönd Virginíu og Norður-Kaliforníu. Kosningaúrslit í báðum þessum ríkjum geta skipt miklu máli um það hvort Romney nær að vinna sigur á Barack Obama í forsetakosningunum, sem haldnar verða í byrjun nóvember. Romney hefur átt í vök að verjast alla vikuna. Hann hefur þurft að verja ákvörðun sína um að gera Paul Ryan að varaforsetaefni sínu, en Ryan vill ganga enn lengra en Romney í niðurskurði til velferðarmála. Þá hafa undarleg ummæli flokksbróður þeirra, Todds Akin, um fóstureyðingar og nauðganir komið Romney illa, ekki síst vegna þess að Ryan hefur að nokkru tekið undir svipuð sjónarmið og Akin. Akin fullyrti í sjónvarpsviðtali að fórnarlamb nauðgana eigi ekki að fá greitt úr ríkissjóði fyrir fóstureyðingu, og rökstuddi það með því að konur geti varla orðið barnshafandi af völdum nauðgana. Obama hefur óspart notfært sér þetta mál, meðal annars með því að segja að Akin, sem situr í vísindanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafi örugglega misst af einhverjum kennslustundum í vísindagreinum. Obama sagði þetta reyndar dæmigert fyrir repúblikana, sem vilja „fara afturábak frekar en áfram og standa í baráttu sem við héldum að hefði verið útkljáð fyrir tuttugu eða þrjátíu árum.“ Annars hefur fréttaflutningur af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum verið neikvæðari gagnvart frambjóðendunum en þekkst hefur áratugum saman, samkvæmt nýrri könnun frá Pew-rannsóknarstofnuninni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hafa 72 prósent frétta af Obama verið neikvæðar, en 71 prósent af Romney, þannig að lítill munur er á þeim hvað þetta varðar. Um Obama er oftast sagt að honum hafi ekki tekist að koma efnahagslífi landsins á skrið eftir kreppu síðustu ára, en um Romney er oftast sagt að hann sé málsvari auðvaldsins og hafi hagnast á því að rústa fyrirtæki. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“