Stórlaxar á bak við smygl ósnertanlegir 20. ágúst 2012 11:00 Þrátt fyrir góðan árangur tollvarða í Taílandi halda spilltir embættismenn hlífiskildi yfir smyglurum. nordicphotos/AFP Tollverðir í Taílandi hafa á síðustu árum fundið margvíslegar furðuverur í farangri farþega, meðal annars skrækjandi tígrishvolpa sem þurftu að hírast í handfarangri og heilu kassana af fílabeini. Í ferðatöskum hafa þeir fundið hundruð sjaldgæfra skjaldbakna og jafnvel bandaríska spaðafiska. Allt saman varningur sem harðbannað er að flytja milli landa, hvað þá að selja. Lögreglan hefur þó aðra sögu að segja: Meðal áhrifamikilla embættismanna í Taílandi eru sumir sem beinlínis aðstoða dýrasmyglara og sjá til þess að smyglvarningur þeirra komist fram hjá tollafgreiðslu á alþjóðaflugvellinum í Bangkok. „Þeir hundrað þúsund farþegar sem eiga daglega leið um þennan flugvöll víðs vegar að úr heiminum hafa ekki minnsta grun um að þeir eru staddir á einum mesta dýrasmyglstað heims,“ segir náttúruverndarsinninn Steven Galster. Stórlaxarnir í þessum bransa virðast ósnertanlegir, jafnvel þótt eftirlit og löggæsla hafi stóraukist á síðustu árum. Heiðarlegir embættismenn mega sín lítils gagnvart hinum, sem aðstoða smyglarana og græða sjálfir á smyglinu. Galster segir að nýlega hafi nokkrir þessara stórlaxa fengið heimsókn frá lögreglunni, „en á endanum lenda góðu embættismennirnir á vondum embættismönnum, sem oft tekst að stöðva þá. Þetta er eins og léleg löggumynd frá Hollywood.“ Ein hinna ósnertanlegu er Daoreung Chaimas, sem umhverfisverndarsamtök segja einn stærsta tígrisdýrasölumann Suðaustur-Asíu. Hún hefur verið handtekin tvisvar og aðstoðarmaður hennar hefur borið vitni gegn henni, þannig að fyrir dómi ætti sekt hennar varla að fara á milli mála, en svo virðist sem enginn lögreglumaður vilji lengur skipta sér af afbrotum hennar. „Eiginmaður hennar hefur beitt áhrifum sínum,“ segir lögreglumaðurinn Adtaphon Sudsai, sem fékk skipanir um að láta málið eiga sig. Eiginmaður Chaimas er einnig lögreglumaður. Þegar Adtaphon hugðist handtaka Chaimas í annað sinn, var honum tilkynnt um að hann hefði verið færður til í starfi. „Kannski var þetta tilviljun,“ segir Adtaphon, en hefur síðan látið þetta mál eiga sig. Þetta gildir ekki aðeins um Taíland, heldur tíðkast smygl með dýrategundir í útrýmingarhættu víða í löndum Suðaustur-Asíu. Eftirspurnin er mest í Kína, þar sem margir telja ýmsa líkamshluta sjaldgæfra dýra hafa lækningamátt eða efla kynhvötina. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Tollverðir í Taílandi hafa á síðustu árum fundið margvíslegar furðuverur í farangri farþega, meðal annars skrækjandi tígrishvolpa sem þurftu að hírast í handfarangri og heilu kassana af fílabeini. Í ferðatöskum hafa þeir fundið hundruð sjaldgæfra skjaldbakna og jafnvel bandaríska spaðafiska. Allt saman varningur sem harðbannað er að flytja milli landa, hvað þá að selja. Lögreglan hefur þó aðra sögu að segja: Meðal áhrifamikilla embættismanna í Taílandi eru sumir sem beinlínis aðstoða dýrasmyglara og sjá til þess að smyglvarningur þeirra komist fram hjá tollafgreiðslu á alþjóðaflugvellinum í Bangkok. „Þeir hundrað þúsund farþegar sem eiga daglega leið um þennan flugvöll víðs vegar að úr heiminum hafa ekki minnsta grun um að þeir eru staddir á einum mesta dýrasmyglstað heims,“ segir náttúruverndarsinninn Steven Galster. Stórlaxarnir í þessum bransa virðast ósnertanlegir, jafnvel þótt eftirlit og löggæsla hafi stóraukist á síðustu árum. Heiðarlegir embættismenn mega sín lítils gagnvart hinum, sem aðstoða smyglarana og græða sjálfir á smyglinu. Galster segir að nýlega hafi nokkrir þessara stórlaxa fengið heimsókn frá lögreglunni, „en á endanum lenda góðu embættismennirnir á vondum embættismönnum, sem oft tekst að stöðva þá. Þetta er eins og léleg löggumynd frá Hollywood.“ Ein hinna ósnertanlegu er Daoreung Chaimas, sem umhverfisverndarsamtök segja einn stærsta tígrisdýrasölumann Suðaustur-Asíu. Hún hefur verið handtekin tvisvar og aðstoðarmaður hennar hefur borið vitni gegn henni, þannig að fyrir dómi ætti sekt hennar varla að fara á milli mála, en svo virðist sem enginn lögreglumaður vilji lengur skipta sér af afbrotum hennar. „Eiginmaður hennar hefur beitt áhrifum sínum,“ segir lögreglumaðurinn Adtaphon Sudsai, sem fékk skipanir um að láta málið eiga sig. Eiginmaður Chaimas er einnig lögreglumaður. Þegar Adtaphon hugðist handtaka Chaimas í annað sinn, var honum tilkynnt um að hann hefði verið færður til í starfi. „Kannski var þetta tilviljun,“ segir Adtaphon, en hefur síðan látið þetta mál eiga sig. Þetta gildir ekki aðeins um Taíland, heldur tíðkast smygl með dýrategundir í útrýmingarhættu víða í löndum Suðaustur-Asíu. Eftirspurnin er mest í Kína, þar sem margir telja ýmsa líkamshluta sjaldgæfra dýra hafa lækningamátt eða efla kynhvötina. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“