Stórlaxar á bak við smygl ósnertanlegir 20. ágúst 2012 11:00 Þrátt fyrir góðan árangur tollvarða í Taílandi halda spilltir embættismenn hlífiskildi yfir smyglurum. nordicphotos/AFP Tollverðir í Taílandi hafa á síðustu árum fundið margvíslegar furðuverur í farangri farþega, meðal annars skrækjandi tígrishvolpa sem þurftu að hírast í handfarangri og heilu kassana af fílabeini. Í ferðatöskum hafa þeir fundið hundruð sjaldgæfra skjaldbakna og jafnvel bandaríska spaðafiska. Allt saman varningur sem harðbannað er að flytja milli landa, hvað þá að selja. Lögreglan hefur þó aðra sögu að segja: Meðal áhrifamikilla embættismanna í Taílandi eru sumir sem beinlínis aðstoða dýrasmyglara og sjá til þess að smyglvarningur þeirra komist fram hjá tollafgreiðslu á alþjóðaflugvellinum í Bangkok. „Þeir hundrað þúsund farþegar sem eiga daglega leið um þennan flugvöll víðs vegar að úr heiminum hafa ekki minnsta grun um að þeir eru staddir á einum mesta dýrasmyglstað heims,“ segir náttúruverndarsinninn Steven Galster. Stórlaxarnir í þessum bransa virðast ósnertanlegir, jafnvel þótt eftirlit og löggæsla hafi stóraukist á síðustu árum. Heiðarlegir embættismenn mega sín lítils gagnvart hinum, sem aðstoða smyglarana og græða sjálfir á smyglinu. Galster segir að nýlega hafi nokkrir þessara stórlaxa fengið heimsókn frá lögreglunni, „en á endanum lenda góðu embættismennirnir á vondum embættismönnum, sem oft tekst að stöðva þá. Þetta er eins og léleg löggumynd frá Hollywood.“ Ein hinna ósnertanlegu er Daoreung Chaimas, sem umhverfisverndarsamtök segja einn stærsta tígrisdýrasölumann Suðaustur-Asíu. Hún hefur verið handtekin tvisvar og aðstoðarmaður hennar hefur borið vitni gegn henni, þannig að fyrir dómi ætti sekt hennar varla að fara á milli mála, en svo virðist sem enginn lögreglumaður vilji lengur skipta sér af afbrotum hennar. „Eiginmaður hennar hefur beitt áhrifum sínum,“ segir lögreglumaðurinn Adtaphon Sudsai, sem fékk skipanir um að láta málið eiga sig. Eiginmaður Chaimas er einnig lögreglumaður. Þegar Adtaphon hugðist handtaka Chaimas í annað sinn, var honum tilkynnt um að hann hefði verið færður til í starfi. „Kannski var þetta tilviljun,“ segir Adtaphon, en hefur síðan látið þetta mál eiga sig. Þetta gildir ekki aðeins um Taíland, heldur tíðkast smygl með dýrategundir í útrýmingarhættu víða í löndum Suðaustur-Asíu. Eftirspurnin er mest í Kína, þar sem margir telja ýmsa líkamshluta sjaldgæfra dýra hafa lækningamátt eða efla kynhvötina. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Tollverðir í Taílandi hafa á síðustu árum fundið margvíslegar furðuverur í farangri farþega, meðal annars skrækjandi tígrishvolpa sem þurftu að hírast í handfarangri og heilu kassana af fílabeini. Í ferðatöskum hafa þeir fundið hundruð sjaldgæfra skjaldbakna og jafnvel bandaríska spaðafiska. Allt saman varningur sem harðbannað er að flytja milli landa, hvað þá að selja. Lögreglan hefur þó aðra sögu að segja: Meðal áhrifamikilla embættismanna í Taílandi eru sumir sem beinlínis aðstoða dýrasmyglara og sjá til þess að smyglvarningur þeirra komist fram hjá tollafgreiðslu á alþjóðaflugvellinum í Bangkok. „Þeir hundrað þúsund farþegar sem eiga daglega leið um þennan flugvöll víðs vegar að úr heiminum hafa ekki minnsta grun um að þeir eru staddir á einum mesta dýrasmyglstað heims,“ segir náttúruverndarsinninn Steven Galster. Stórlaxarnir í þessum bransa virðast ósnertanlegir, jafnvel þótt eftirlit og löggæsla hafi stóraukist á síðustu árum. Heiðarlegir embættismenn mega sín lítils gagnvart hinum, sem aðstoða smyglarana og græða sjálfir á smyglinu. Galster segir að nýlega hafi nokkrir þessara stórlaxa fengið heimsókn frá lögreglunni, „en á endanum lenda góðu embættismennirnir á vondum embættismönnum, sem oft tekst að stöðva þá. Þetta er eins og léleg löggumynd frá Hollywood.“ Ein hinna ósnertanlegu er Daoreung Chaimas, sem umhverfisverndarsamtök segja einn stærsta tígrisdýrasölumann Suðaustur-Asíu. Hún hefur verið handtekin tvisvar og aðstoðarmaður hennar hefur borið vitni gegn henni, þannig að fyrir dómi ætti sekt hennar varla að fara á milli mála, en svo virðist sem enginn lögreglumaður vilji lengur skipta sér af afbrotum hennar. „Eiginmaður hennar hefur beitt áhrifum sínum,“ segir lögreglumaðurinn Adtaphon Sudsai, sem fékk skipanir um að láta málið eiga sig. Eiginmaður Chaimas er einnig lögreglumaður. Þegar Adtaphon hugðist handtaka Chaimas í annað sinn, var honum tilkynnt um að hann hefði verið færður til í starfi. „Kannski var þetta tilviljun,“ segir Adtaphon, en hefur síðan látið þetta mál eiga sig. Þetta gildir ekki aðeins um Taíland, heldur tíðkast smygl með dýrategundir í útrýmingarhættu víða í löndum Suðaustur-Asíu. Eftirspurnin er mest í Kína, þar sem margir telja ýmsa líkamshluta sjaldgæfra dýra hafa lækningamátt eða efla kynhvötina. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira