Innlent

Háskóli Íslands 271. besti háskólinn í heiminum

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands hefur færst upp um sex sæti samkvæmt nýjum lista hins virta tímarits Times Higher Education og var birtur í gærkvöldi. Háskólinn er því nú í 271. sæti af sautján þúsund háskólum sem eru í heiminum.

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir samkeppni á þessum vettvangi hafa harðnað afar mikið síðustu ár og er sátt við árangurinn.

Mat tímaritsins nær til allra helstu starfsþátta háskóla. Megináhersla er lögð á kennslu, námsumhverfi, umfang rannsókna og áhrif þeirra á alþjóðlegum vettvangi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×