Vilja fá Íslendinga í læknanám í Slóvakíu 17. ágúst 2012 10:00 Vilja íslendinga Háskólinn í Bratislava vill bjóða íslenskum stúdentum að þreyta inntökupróf. Vonast skólinn til að geta tekið um tíu nemendur inn í haust.mynd/úr safni Comenius-háskólinn í Bratislava í Slóvakíu mun í lok mánaðarins bjóða íslenskum stúdentum upp á inntökupróf í læknisfræði við læknisfræðideild skólans í bænum Martin í norðurhluta landsins. Inntökuprófin verða haldin í Slóvakíu en ef fleiri en sex sækja um hefur skólinn lofað að halda þau á Íslandi. Forsvarsmenn skólans eru að sögn mjög spenntir fyrir að taka inn íslenska nemendur. Nám við þennan háskóla hefur ekki boðist íslenskum stúdentum áður. „Þessi læknaskóli er í Martin í Slóvakíu, 200 kílómetrum fyrir norðan höfuðborgina Bratislava,“ segir Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi. „Árið 1991 fékk prófessor þarna þá hugmynd að bjóða upp á nám fyrir útlendinga í Slóvakíu. Þetta er eini læknaskólinn þar í landi sem kennir á ensku.“ Læknaskólinn heitir Jessenius School of Medicine og er deild innan Comenius-háskólans í Bratislava. Runólfur segir að kennt sé í litlum hópum og aðeins útlendingar eða Slóvakar búsettir erlendis fái inngöngu í þetta nám. „Þeir hafa verið að taka 140 manns inn á ári. Nú eru yfir 300 nemendanna Norðmenn. Þarna eru einnig Þjóðverjar, Danir og Svíar. Ameríkanar hafa svo verið að snúa aftur. Skólinn er viðurkenndur um alla Evrópu og í Bandaríkjunum,“ bendir Runólfur á. Í ár þreyttu 299 stúdentar inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands en aðeins 48 stóðust prófið. Þeir sem sem ekki komust inn geta leitað í annað nám innan háskólans hér en margir reyna við inntökupróf í læknisfræði erlendis. Inntökuprófið í slóvakíska skólann samanstendur af prófi í líffræði og öðru í efnafræði. Inntökuprófin í læknisfræði í Háskóla Íslands samanstanda af prófi í raunvísindum og hugvísindum auk prófs í almennri þekkingu. Runólfur segir að eftir því sem honum skiljist séu skólagjöld í sambærilegan skóla í Ungverjalandi um 15.200 Bandaríkjadalir (um það bil 1,8 milljónir króna). „Skólagjöld í Slóvakíu eru 8.950 evrur á ári [um það bil 1,3 milljónir króna] og það er fast gjald.“ birgirh@frettabladid.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Comenius-háskólinn í Bratislava í Slóvakíu mun í lok mánaðarins bjóða íslenskum stúdentum upp á inntökupróf í læknisfræði við læknisfræðideild skólans í bænum Martin í norðurhluta landsins. Inntökuprófin verða haldin í Slóvakíu en ef fleiri en sex sækja um hefur skólinn lofað að halda þau á Íslandi. Forsvarsmenn skólans eru að sögn mjög spenntir fyrir að taka inn íslenska nemendur. Nám við þennan háskóla hefur ekki boðist íslenskum stúdentum áður. „Þessi læknaskóli er í Martin í Slóvakíu, 200 kílómetrum fyrir norðan höfuðborgina Bratislava,“ segir Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi. „Árið 1991 fékk prófessor þarna þá hugmynd að bjóða upp á nám fyrir útlendinga í Slóvakíu. Þetta er eini læknaskólinn þar í landi sem kennir á ensku.“ Læknaskólinn heitir Jessenius School of Medicine og er deild innan Comenius-háskólans í Bratislava. Runólfur segir að kennt sé í litlum hópum og aðeins útlendingar eða Slóvakar búsettir erlendis fái inngöngu í þetta nám. „Þeir hafa verið að taka 140 manns inn á ári. Nú eru yfir 300 nemendanna Norðmenn. Þarna eru einnig Þjóðverjar, Danir og Svíar. Ameríkanar hafa svo verið að snúa aftur. Skólinn er viðurkenndur um alla Evrópu og í Bandaríkjunum,“ bendir Runólfur á. Í ár þreyttu 299 stúdentar inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands en aðeins 48 stóðust prófið. Þeir sem sem ekki komust inn geta leitað í annað nám innan háskólans hér en margir reyna við inntökupróf í læknisfræði erlendis. Inntökuprófið í slóvakíska skólann samanstendur af prófi í líffræði og öðru í efnafræði. Inntökuprófin í læknisfræði í Háskóla Íslands samanstanda af prófi í raunvísindum og hugvísindum auk prófs í almennri þekkingu. Runólfur segir að eftir því sem honum skiljist séu skólagjöld í sambærilegan skóla í Ungverjalandi um 15.200 Bandaríkjadalir (um það bil 1,8 milljónir króna). „Skólagjöld í Slóvakíu eru 8.950 evrur á ári [um það bil 1,3 milljónir króna] og það er fast gjald.“ birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira