Mannslífum bjargað í Sómalíu Þórir Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Í fyrrasumar gaf almenningur á Íslandi af miklum rausnarskap um 57 milljónir króna í söfnun Rauða krossins vegna hræðilegrar hungursneyðar í Sómalíu. Nú, ári síðar, er rétt að gefa skýrslu um árangur af starfi Rauða krossins, sem er umtalsverður. Hjálp kom víðs vegar að úr heiminum. Alls dreifði Alþjóða Rauði krossinn matvælum til tveggja milljóna manna í Sómalíu og margvíslegum hjálpargögnum til einnar milljónar manna í Kenýa og hálfrar milljónar í Eþíópíu. Þó að mest áhersla hafi verið lögð á lífsbjargandi neyðaraðstoð þá var einnig veitt hjálp til uppbyggingar. Borað var eftir vatni, bændum hjálpað við að koma sér upp áveitum, hirðingjum gefin húsdýr, moskítónetum dreift og heilsugæslustöðvar efldar. Eingöngu fyrir það fé sem íslenskur almenningur gaf í gegnum Rauða krossinn á Íslandi náðum við til um 50 þúsund berskjaldaðra skjólstæðinga. Við byrjuðum á að senda 770 þúsund pakka af vítamínbættu hnetusmjöri til 20 þúsund barna, sem þjáðust af alvarlegum næringarskorti í sunnanverðri Sómalíu. Síðar sendum við skjólefni, hreinlætispakka og eldunaráhöld til aðstoðar um 30 þúsund flóttamönnum norðar í landinu. Sem betur fer voru rigningarnar í fyrrahaust með besta móti og uppskeran í janúar og febrúar var góð. Margir sjálfsþurftarbændur eiga samt erfitt með að ná sér á strik og enn er Rauði krossinn að dreifa matvælum í Sómalíu, þó í minna magni sé en í fyrra. Rauði krossinn á Íslandi hefur heldur ekki sagt skilið við Sómalíu. Á undanförnum mánuðum höfum við aðstoðað félaga okkar í Sómalíu við að styðja munaðarlaus börn á tveimur stöðum í landinu. Og nú er verið að koma á laggirnar sjúkrastöð á hjólum, sem þjónar hirðingjum norðarlega í landinu. Læknar og hjúkrunarfræðingar á stórum fjórhjóladrifnum bíl munu veita hirðingjum heilbrigðisþjónustu og meðal annars fylgjast með næringarástandi barna og gefa þeim mat sem illa eru haldin. Þetta verður hægt að gera þökk sé stuðningi frá Íslandi. Í fyrra tókst að minnka verulega skaðann af hrikalegri hungursneyð. Í framtíðinni aukast lífsgæði hirðingja og lífslíkur barna þeirra fyrir aðstoð Rauða krossins á Íslandi. Íslenskur almenningur, sem styður þetta starf, getur verið stoltur af árangrinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Í fyrrasumar gaf almenningur á Íslandi af miklum rausnarskap um 57 milljónir króna í söfnun Rauða krossins vegna hræðilegrar hungursneyðar í Sómalíu. Nú, ári síðar, er rétt að gefa skýrslu um árangur af starfi Rauða krossins, sem er umtalsverður. Hjálp kom víðs vegar að úr heiminum. Alls dreifði Alþjóða Rauði krossinn matvælum til tveggja milljóna manna í Sómalíu og margvíslegum hjálpargögnum til einnar milljónar manna í Kenýa og hálfrar milljónar í Eþíópíu. Þó að mest áhersla hafi verið lögð á lífsbjargandi neyðaraðstoð þá var einnig veitt hjálp til uppbyggingar. Borað var eftir vatni, bændum hjálpað við að koma sér upp áveitum, hirðingjum gefin húsdýr, moskítónetum dreift og heilsugæslustöðvar efldar. Eingöngu fyrir það fé sem íslenskur almenningur gaf í gegnum Rauða krossinn á Íslandi náðum við til um 50 þúsund berskjaldaðra skjólstæðinga. Við byrjuðum á að senda 770 þúsund pakka af vítamínbættu hnetusmjöri til 20 þúsund barna, sem þjáðust af alvarlegum næringarskorti í sunnanverðri Sómalíu. Síðar sendum við skjólefni, hreinlætispakka og eldunaráhöld til aðstoðar um 30 þúsund flóttamönnum norðar í landinu. Sem betur fer voru rigningarnar í fyrrahaust með besta móti og uppskeran í janúar og febrúar var góð. Margir sjálfsþurftarbændur eiga samt erfitt með að ná sér á strik og enn er Rauði krossinn að dreifa matvælum í Sómalíu, þó í minna magni sé en í fyrra. Rauði krossinn á Íslandi hefur heldur ekki sagt skilið við Sómalíu. Á undanförnum mánuðum höfum við aðstoðað félaga okkar í Sómalíu við að styðja munaðarlaus börn á tveimur stöðum í landinu. Og nú er verið að koma á laggirnar sjúkrastöð á hjólum, sem þjónar hirðingjum norðarlega í landinu. Læknar og hjúkrunarfræðingar á stórum fjórhjóladrifnum bíl munu veita hirðingjum heilbrigðisþjónustu og meðal annars fylgjast með næringarástandi barna og gefa þeim mat sem illa eru haldin. Þetta verður hægt að gera þökk sé stuðningi frá Íslandi. Í fyrra tókst að minnka verulega skaðann af hrikalegri hungursneyð. Í framtíðinni aukast lífsgæði hirðingja og lífslíkur barna þeirra fyrir aðstoð Rauða krossins á Íslandi. Íslenskur almenningur, sem styður þetta starf, getur verið stoltur af árangrinum.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun