Erlent

Ól börn upp neðanjarðar

Æðstiprestur og spámaður sértrúarsafnaðar í Rússlandi hefur verið ákræður fyrir illa meðferð á börnum. Hann hafði læst tugi barna í grafhvelfingum á átta hæðum undir heimili sínu. Talið er að sum þeirra hafi aldrei séð dagsins ljós.

Æðstipresturinn, Faizrakhman Sattarov, er 83 ára gamall og rekur sértrúarsöfnuðinn á heimili sínu í sjálfstjórnarríkinu Tatarstan í suðvestur Rússlandi. Hann segist hafa séð heilagt ljós guðs þegar hann sá neista úr rafleiðslum bilaðs sporvagns á sjöunda áratug síðustu aldar.

Leitað var á heimili Sattarovs og hann handtekin ásamt þremur aðstoðarmönnum sínum. Þeir eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi verði þeir sakfelldir.

- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×