Erlent

Leitin í Noregi hefur engan árangur borið

Lögreglan hefur leitað að Sigrid Giskegjerdet Schjetne síðan á sunnudaginn. Sokkar hennar, skór og farsími fundust nálægt heimili hennar.
Lögreglan hefur leitað að Sigrid Giskegjerdet Schjetne síðan á sunnudaginn. Sokkar hennar, skór og farsími fundust nálægt heimili hennar.
Lögreglan í Ósló hefur breytt leitinni að Sigrid Giskegjerdet Schjetne, sextán ára stúlku sem saknað hefur verið frá því á aðfaranótt sunnudags.

Minni áhersla er lögð á björgunaraðgerðir og meiri á rannsóknir. Yfir 700 ábendingar hafa borist lögreglu og mun lögreglan nú ráðast í að kanna þær nánar.

Í gær var stúlkunnar þó leitað víða á Óslóarsvæðinu, leitað var á nýjum stöðum og aftur farið yfir svæðið í kringum leikskólann sem slóð stúlkunnar lá að.

Lögreglan hefur að auki gert ítrekaðar tilraunir til að komast inn á Facebook-aðgang Schjetne en án árangurs. Marga mánuði getur tekið að fá réttarheimild hjá bandarískum yfirvöldum til að fá upplýsingar frá vefnum. - ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×