Assad gerir þungar árásir á Aleppo 9. ágúst 2012 05:00 Sýrlenskir uppreisnarmenn taka sér stöðu með sprengjuvörpur í Kfar Nubul í í Idlib í norðvesturhluta landsins. Nordicphotos/afp Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víðtækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landamærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. Nái uppreisnarmenn að halda Aleppo mun það auðvelda flutning vopna og hermanna frá Tyrklandi, þar sem margir uppreisnarmenn halda sig. Stjórnarherinn í Sýrlandi ræður þó yfir mun fleiri vopnum en uppreisnarmennirnir og hefur traust tak á stórum hluta landsins. Stjórn Assads forseta hefur þurft að þola mörg bakslög undanfarinn mánuð og segja sérfróðir það benda til þess að óreiðan í landinu sé í hámarki í þessari sautján mánaða löngu uppreisn sem nú hefur tekið á sig mynd borgarastríðs. Meðal þess sem veikt hefur stöðu Assads eru morð fjögurra háttsettra öryggisfulltrúa í höfuðborginni Damaskus og flótti háttsettra manna í stjórn landsins. Þar á meðal er Riad Hijab, forsætisráðherra Sýrlands, sem komst til Jórdaníu í gærmorgun en ekki hafði verið vitað um afdrif hans. Honum var smyglað yfir landamærin af útlagasveitum uppreisnarmanna með hjálp jórdanskra ráðamanna. Flótti yfir landamærin er gríðarlega hættulegur. Til marks um það var sex ára drengur skotinn til bana af sýrlenskri skyttu þegar hann fylgdi fjölskyldu sinni á flótta. Hátt í þrjú þúsund manns flúðu yfir til Tyrklands í fyrradag og í gær til að komast undan hinu aukna ofbeldi. Tyrknesk yfirvöld telja að um það bil fimmtíu þúsund Sýrlendingar hafi nú fundið sér skjól í Tyrklandi. Talið er að jafnvel fleiri hafa flúið yfir til Jórdaníu og Líbanon. Flótti Hijabs kemur sér illa fyrir Assad og sýnir að ráðandi stétt súnní-múslima í Sýrlandi er óróleg yfir endalausum blóðsúthellingum og stjórnarhörku Assads forseta. Forsetinn hefur lengi reitt sig á stuðning æðstu stéttar súnní-múslima. Sjálfur er hann alaviti, sem er angi af hreyfingu sjíta-múslima. Völdin eru enn traust í innsta hring Assads. Forsætisráðherrann var í raun nokkuð valdalaus og því mun flótti hans ekki hafa áhrif á getu stjórnarhersins til að berjast gegn uppreisnarmönnum. Bardaginn í Aleppo hefur staðið í meira en tvær vikur. SANA, opinber fréttaveita í Sýrlandi, sagði stjórnarherinn hafa náð Salaheddine-hverfi, helsta vígi uppreisnarmanna, á sitt vald og að herinn hafi valdið miklu tjóni hjá uppreisnarsveitunum. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víðtækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landamærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. Nái uppreisnarmenn að halda Aleppo mun það auðvelda flutning vopna og hermanna frá Tyrklandi, þar sem margir uppreisnarmenn halda sig. Stjórnarherinn í Sýrlandi ræður þó yfir mun fleiri vopnum en uppreisnarmennirnir og hefur traust tak á stórum hluta landsins. Stjórn Assads forseta hefur þurft að þola mörg bakslög undanfarinn mánuð og segja sérfróðir það benda til þess að óreiðan í landinu sé í hámarki í þessari sautján mánaða löngu uppreisn sem nú hefur tekið á sig mynd borgarastríðs. Meðal þess sem veikt hefur stöðu Assads eru morð fjögurra háttsettra öryggisfulltrúa í höfuðborginni Damaskus og flótti háttsettra manna í stjórn landsins. Þar á meðal er Riad Hijab, forsætisráðherra Sýrlands, sem komst til Jórdaníu í gærmorgun en ekki hafði verið vitað um afdrif hans. Honum var smyglað yfir landamærin af útlagasveitum uppreisnarmanna með hjálp jórdanskra ráðamanna. Flótti yfir landamærin er gríðarlega hættulegur. Til marks um það var sex ára drengur skotinn til bana af sýrlenskri skyttu þegar hann fylgdi fjölskyldu sinni á flótta. Hátt í þrjú þúsund manns flúðu yfir til Tyrklands í fyrradag og í gær til að komast undan hinu aukna ofbeldi. Tyrknesk yfirvöld telja að um það bil fimmtíu þúsund Sýrlendingar hafi nú fundið sér skjól í Tyrklandi. Talið er að jafnvel fleiri hafa flúið yfir til Jórdaníu og Líbanon. Flótti Hijabs kemur sér illa fyrir Assad og sýnir að ráðandi stétt súnní-múslima í Sýrlandi er óróleg yfir endalausum blóðsúthellingum og stjórnarhörku Assads forseta. Forsetinn hefur lengi reitt sig á stuðning æðstu stéttar súnní-múslima. Sjálfur er hann alaviti, sem er angi af hreyfingu sjíta-múslima. Völdin eru enn traust í innsta hring Assads. Forsætisráðherrann var í raun nokkuð valdalaus og því mun flótti hans ekki hafa áhrif á getu stjórnarhersins til að berjast gegn uppreisnarmönnum. Bardaginn í Aleppo hefur staðið í meira en tvær vikur. SANA, opinber fréttaveita í Sýrlandi, sagði stjórnarherinn hafa náð Salaheddine-hverfi, helsta vígi uppreisnarmanna, á sitt vald og að herinn hafi valdið miklu tjóni hjá uppreisnarsveitunum. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira