Assad gerir þungar árásir á Aleppo 9. ágúst 2012 05:00 Sýrlenskir uppreisnarmenn taka sér stöðu með sprengjuvörpur í Kfar Nubul í í Idlib í norðvesturhluta landsins. Nordicphotos/afp Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víðtækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landamærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. Nái uppreisnarmenn að halda Aleppo mun það auðvelda flutning vopna og hermanna frá Tyrklandi, þar sem margir uppreisnarmenn halda sig. Stjórnarherinn í Sýrlandi ræður þó yfir mun fleiri vopnum en uppreisnarmennirnir og hefur traust tak á stórum hluta landsins. Stjórn Assads forseta hefur þurft að þola mörg bakslög undanfarinn mánuð og segja sérfróðir það benda til þess að óreiðan í landinu sé í hámarki í þessari sautján mánaða löngu uppreisn sem nú hefur tekið á sig mynd borgarastríðs. Meðal þess sem veikt hefur stöðu Assads eru morð fjögurra háttsettra öryggisfulltrúa í höfuðborginni Damaskus og flótti háttsettra manna í stjórn landsins. Þar á meðal er Riad Hijab, forsætisráðherra Sýrlands, sem komst til Jórdaníu í gærmorgun en ekki hafði verið vitað um afdrif hans. Honum var smyglað yfir landamærin af útlagasveitum uppreisnarmanna með hjálp jórdanskra ráðamanna. Flótti yfir landamærin er gríðarlega hættulegur. Til marks um það var sex ára drengur skotinn til bana af sýrlenskri skyttu þegar hann fylgdi fjölskyldu sinni á flótta. Hátt í þrjú þúsund manns flúðu yfir til Tyrklands í fyrradag og í gær til að komast undan hinu aukna ofbeldi. Tyrknesk yfirvöld telja að um það bil fimmtíu þúsund Sýrlendingar hafi nú fundið sér skjól í Tyrklandi. Talið er að jafnvel fleiri hafa flúið yfir til Jórdaníu og Líbanon. Flótti Hijabs kemur sér illa fyrir Assad og sýnir að ráðandi stétt súnní-múslima í Sýrlandi er óróleg yfir endalausum blóðsúthellingum og stjórnarhörku Assads forseta. Forsetinn hefur lengi reitt sig á stuðning æðstu stéttar súnní-múslima. Sjálfur er hann alaviti, sem er angi af hreyfingu sjíta-múslima. Völdin eru enn traust í innsta hring Assads. Forsætisráðherrann var í raun nokkuð valdalaus og því mun flótti hans ekki hafa áhrif á getu stjórnarhersins til að berjast gegn uppreisnarmönnum. Bardaginn í Aleppo hefur staðið í meira en tvær vikur. SANA, opinber fréttaveita í Sýrlandi, sagði stjórnarherinn hafa náð Salaheddine-hverfi, helsta vígi uppreisnarmanna, á sitt vald og að herinn hafi valdið miklu tjóni hjá uppreisnarsveitunum. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hóf víðtækan landhernað á umkringdu svæði uppreisnarmanna í Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Aleppo er fjörutíu kílómetrum frá landamærunum við Tyrkland og hefur elsti hluti borgarinnar þjónað sem hernaðarvirki í aldanna rás. Nái uppreisnarmenn að halda Aleppo mun það auðvelda flutning vopna og hermanna frá Tyrklandi, þar sem margir uppreisnarmenn halda sig. Stjórnarherinn í Sýrlandi ræður þó yfir mun fleiri vopnum en uppreisnarmennirnir og hefur traust tak á stórum hluta landsins. Stjórn Assads forseta hefur þurft að þola mörg bakslög undanfarinn mánuð og segja sérfróðir það benda til þess að óreiðan í landinu sé í hámarki í þessari sautján mánaða löngu uppreisn sem nú hefur tekið á sig mynd borgarastríðs. Meðal þess sem veikt hefur stöðu Assads eru morð fjögurra háttsettra öryggisfulltrúa í höfuðborginni Damaskus og flótti háttsettra manna í stjórn landsins. Þar á meðal er Riad Hijab, forsætisráðherra Sýrlands, sem komst til Jórdaníu í gærmorgun en ekki hafði verið vitað um afdrif hans. Honum var smyglað yfir landamærin af útlagasveitum uppreisnarmanna með hjálp jórdanskra ráðamanna. Flótti yfir landamærin er gríðarlega hættulegur. Til marks um það var sex ára drengur skotinn til bana af sýrlenskri skyttu þegar hann fylgdi fjölskyldu sinni á flótta. Hátt í þrjú þúsund manns flúðu yfir til Tyrklands í fyrradag og í gær til að komast undan hinu aukna ofbeldi. Tyrknesk yfirvöld telja að um það bil fimmtíu þúsund Sýrlendingar hafi nú fundið sér skjól í Tyrklandi. Talið er að jafnvel fleiri hafa flúið yfir til Jórdaníu og Líbanon. Flótti Hijabs kemur sér illa fyrir Assad og sýnir að ráðandi stétt súnní-múslima í Sýrlandi er óróleg yfir endalausum blóðsúthellingum og stjórnarhörku Assads forseta. Forsetinn hefur lengi reitt sig á stuðning æðstu stéttar súnní-múslima. Sjálfur er hann alaviti, sem er angi af hreyfingu sjíta-múslima. Völdin eru enn traust í innsta hring Assads. Forsætisráðherrann var í raun nokkuð valdalaus og því mun flótti hans ekki hafa áhrif á getu stjórnarhersins til að berjast gegn uppreisnarmönnum. Bardaginn í Aleppo hefur staðið í meira en tvær vikur. SANA, opinber fréttaveita í Sýrlandi, sagði stjórnarherinn hafa náð Salaheddine-hverfi, helsta vígi uppreisnarmanna, á sitt vald og að herinn hafi valdið miklu tjóni hjá uppreisnarsveitunum. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira