Útgjöld ríkisins aukast árið 2013 í fyrsta sinn frá hruni 8. ágúst 2012 04:30 Fjárlagafrumvarpið 2013 gerir ráð fyrir almennri aðhaldskröfu um eitt prósent. Þegar tekið er tillit til þess að útgjöld verða uppfærð um 3,5 prósent miðað við verðlag er staðreyndin sú að útgjöld ríkisins aukast í fyrsta skipti frá hruni. Vinna við fjárlagafrumvarpið er langt komin, en það verður fyrsta mál á Alþingi sem kemur saman 15. september. Er það nokkru fyrr en áður, en Alþingi hefur hingað til komið saman í október. Ríkisstjórnin mun auka útgjöld til vaxta- og barnabóta og til Fæðingarorlofssjóðs. Þá verður farið í uppstokkun á því kerfi í samræmi við áður fram komnar tillögur um húsnæðis- og fjölskyldubætur í stað vaxta- og barnabóta. Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkisins vegna þessa aukist um fjóra til fimm milljarða króna. Ekki verður gerð sama aðhaldskrafa þvert yfir stjórnkerfið, heldur verður lægri krafa á ýmsa pósta í velferðarkerfinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hæpið að lagt yrði fram fjárlagafrumvarp sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Norðurlandaþjóðirnar og fleiri alþjóðaaðilar myndu setja sig upp á móti. Ljóst sé að þeir séu sáttir við áætlanir ríkisstjórnarinnar. Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir að eðlilegt sé að gera kröfu um eins prósents aðhald. Danir séu til dæmis með fasta kröfu um eins til tveggja prósenta aðhald í venjulegu árferði, en það eigi að hamla gegn stjórnlausum útgjöldum og rýma til fyrir verkefnum. Hann segir nauðsynlegt að fjárlagafrumvarpið sé trúverðugt. Neikvæð gagnrýni utan frá gæti orðið til þess að alþjóðasamfélagið missi trúna á því að Ísland geti staðið við þá efnahagsáætlun sem lagt var af stað með í kjölfar hrunsins. „Fjárlagafrumvarp upp á eins prósents aðhald er því í raun viðurkenning alþjóðasamfélagsins á því að okkur hafi tekist það ætlunarverk okkar að ná tökum á ríkisfjármálum og gera þau sjálfbær. Breytir þar engu þótt Framsóknarflokkar allra landa hamist á því að hér sé allt að fara til fjandans.“ Tekjur ríkisins á fyrri hluta ársins 2012 eru meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og gjöld lægri. Skilar það sér í 30 milljarða betri útkomu á tekjujöfnuði en áætlað var. Hann er þó enn neikvæður um 16,6 milljarða.- kóp / sjá síðu 6 Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið 2013 gerir ráð fyrir almennri aðhaldskröfu um eitt prósent. Þegar tekið er tillit til þess að útgjöld verða uppfærð um 3,5 prósent miðað við verðlag er staðreyndin sú að útgjöld ríkisins aukast í fyrsta skipti frá hruni. Vinna við fjárlagafrumvarpið er langt komin, en það verður fyrsta mál á Alþingi sem kemur saman 15. september. Er það nokkru fyrr en áður, en Alþingi hefur hingað til komið saman í október. Ríkisstjórnin mun auka útgjöld til vaxta- og barnabóta og til Fæðingarorlofssjóðs. Þá verður farið í uppstokkun á því kerfi í samræmi við áður fram komnar tillögur um húsnæðis- og fjölskyldubætur í stað vaxta- og barnabóta. Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkisins vegna þessa aukist um fjóra til fimm milljarða króna. Ekki verður gerð sama aðhaldskrafa þvert yfir stjórnkerfið, heldur verður lægri krafa á ýmsa pósta í velferðarkerfinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hæpið að lagt yrði fram fjárlagafrumvarp sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Norðurlandaþjóðirnar og fleiri alþjóðaaðilar myndu setja sig upp á móti. Ljóst sé að þeir séu sáttir við áætlanir ríkisstjórnarinnar. Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segir að eðlilegt sé að gera kröfu um eins prósents aðhald. Danir séu til dæmis með fasta kröfu um eins til tveggja prósenta aðhald í venjulegu árferði, en það eigi að hamla gegn stjórnlausum útgjöldum og rýma til fyrir verkefnum. Hann segir nauðsynlegt að fjárlagafrumvarpið sé trúverðugt. Neikvæð gagnrýni utan frá gæti orðið til þess að alþjóðasamfélagið missi trúna á því að Ísland geti staðið við þá efnahagsáætlun sem lagt var af stað með í kjölfar hrunsins. „Fjárlagafrumvarp upp á eins prósents aðhald er því í raun viðurkenning alþjóðasamfélagsins á því að okkur hafi tekist það ætlunarverk okkar að ná tökum á ríkisfjármálum og gera þau sjálfbær. Breytir þar engu þótt Framsóknarflokkar allra landa hamist á því að hér sé allt að fara til fjandans.“ Tekjur ríkisins á fyrri hluta ársins 2012 eru meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og gjöld lægri. Skilar það sér í 30 milljarða betri útkomu á tekjujöfnuði en áætlað var. Hann er þó enn neikvæður um 16,6 milljarða.- kóp / sjá síðu 6
Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira