Réttindi flóttamanna Valgerður Húnbogadóttir skrifar 1. ágúst 2012 06:00 Mikil umræða hefur verið um málefni flóttamanna og af þessu tilefni langar mig að fjalla um hvaða réttindi flóttamenn hafa samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Ísland er aðili að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna frá 28. Júlí 1951 sem þýðir að stjórnvöldum ber að fara eftir honum. Í fyrstu grein samningsins er hugtakið flóttamaður skilgreint sem einstaklingur sem hefur yfirgefið heimaland sitt vegna ástæðuríks ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Þá má ekki, samkvæmt 44. grein útlendingalaga, senda einstakling aftur til lands þar sem hann á það á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Aðildarþjóðir að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna verða að virða samninginn. Þjóðir geta ekki, eftir eigin geðþótta eða vilja almennings, sent einstaklinga af landi brott uppfylli þeir skilyrði 1. gr. samningsins eða 33. gr. Komi flóttamenn til Íslands á ólöglegan hátt mega íslensk stjórnvöld ekki nota það gegn þeim samkvæmt 31. grein fyrrnefnds alþjóðasamnings. Það að flóttamenn komi til Íslands á ólöglegan hátt er því ekki ástæða til að neita flóttamönnum um hæli. Flóttamenn hljóta lagalega stöðu flóttamanns í því ríki sem þeir sækja um hæli uppfylli þeir fyrrnefnd skilyrði að mati yfirvalda. Engir tveir flóttamenn eru eins og því liggur mikil vinna á bak við það að komast að niðurstöðu. Alþjóðasamtök um fólksflutninga (IOM) gaf í fyrra út skýrslu um fólksflutninga. Að því tilefni hélt IOM ráðstefnu í Brussel þar sem ritsjóri skýrslunnar, Gervais Appave, flutti erindi. Hann sagði að í heimalandi hans, Ástralíu, virtist almenningur eiga það til að rugla saman flóttamönnum, námsmönnum, innflytjendum og meira að segja túristum. Flóttamenn eru sérstakur hópur fólks sem á rétt á vernd samkvæmt alþjóðasáttmálum og landsrétti og rétturinn til að sækja um hæli telst til grundvallarmannréttinda. Að lokum langar mig að vitna í Jane McAdam, prófessor á sviði flóttamannaréttar: Ég vildi óska þess að fólk myndi staldra við og gefa því gaum að það er eingöngu sökum heppni að þú ert fæddur hér en ekki einhvers staðar annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um málefni flóttamanna og af þessu tilefni langar mig að fjalla um hvaða réttindi flóttamenn hafa samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Ísland er aðili að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna frá 28. Júlí 1951 sem þýðir að stjórnvöldum ber að fara eftir honum. Í fyrstu grein samningsins er hugtakið flóttamaður skilgreint sem einstaklingur sem hefur yfirgefið heimaland sitt vegna ástæðuríks ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Þá má ekki, samkvæmt 44. grein útlendingalaga, senda einstakling aftur til lands þar sem hann á það á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Aðildarþjóðir að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna verða að virða samninginn. Þjóðir geta ekki, eftir eigin geðþótta eða vilja almennings, sent einstaklinga af landi brott uppfylli þeir skilyrði 1. gr. samningsins eða 33. gr. Komi flóttamenn til Íslands á ólöglegan hátt mega íslensk stjórnvöld ekki nota það gegn þeim samkvæmt 31. grein fyrrnefnds alþjóðasamnings. Það að flóttamenn komi til Íslands á ólöglegan hátt er því ekki ástæða til að neita flóttamönnum um hæli. Flóttamenn hljóta lagalega stöðu flóttamanns í því ríki sem þeir sækja um hæli uppfylli þeir fyrrnefnd skilyrði að mati yfirvalda. Engir tveir flóttamenn eru eins og því liggur mikil vinna á bak við það að komast að niðurstöðu. Alþjóðasamtök um fólksflutninga (IOM) gaf í fyrra út skýrslu um fólksflutninga. Að því tilefni hélt IOM ráðstefnu í Brussel þar sem ritsjóri skýrslunnar, Gervais Appave, flutti erindi. Hann sagði að í heimalandi hans, Ástralíu, virtist almenningur eiga það til að rugla saman flóttamönnum, námsmönnum, innflytjendum og meira að segja túristum. Flóttamenn eru sérstakur hópur fólks sem á rétt á vernd samkvæmt alþjóðasáttmálum og landsrétti og rétturinn til að sækja um hæli telst til grundvallarmannréttinda. Að lokum langar mig að vitna í Jane McAdam, prófessor á sviði flóttamannaréttar: Ég vildi óska þess að fólk myndi staldra við og gefa því gaum að það er eingöngu sökum heppni að þú ert fæddur hér en ekki einhvers staðar annars staðar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar